Fréttablaðið - 01.02.2004, Page 11
■ Asía
11SUNNUDAGUR 1. febrúar 2004
Samherji veiðir mest af bolfiski á Norðaustur- og Austfjarðarmiðum:
Þorskurinn betri til
vinnslu og holdmeiri
Könnun á leikskólagjöldum:
Ódýrust í Fjarðabyggð
GREG DYKE
Dyke segir að Hutton lávarður hafi greini-
lega rangt fyrir sér varðandi nokkur lagaleg
atriði.
Dyke um
Hutton-skýrsluna:
Gagnrýnir
túlkunina
BRETLAND Greg Dyke, fráfarandi
útvarpsstjóri BBC, segir að
Hutton lávarður hafi greinilega
rangt fyrir sér varðandi nokkur
lagaleg atriði í rannsóknar-
skýrslu sinni um aðdragandann
að dauða vopnasérfræðingsins
Davids Kelly, sem birt var á mið-
vikudaginn.
Þetta kom fram í viðtali á
GMTV-sjónvarpsstöðinni í
fyrradag og sagist Dyke ekki
hafa sagt sitt síðasta orð um
Hutton-skýrsluna. Fyrst ætlaði
hann að gefa sér tíma til þess að
fara yfir hana í smáatriðum og
einnig hefði hann áhuga á að
heyra álit annarra lagalávarða á
skýrslunni. „Það kemur á óvart
hvernig Hutton túlkar sum atrið-
in og málar þau annaðhvort í
svörtu eða hvítu. Við vissum að
mistök hefðu verið gerð en ekki
að við hefðum verið einir um
það,“ sagði Dyke. ■
SHUI-BIAN GAGNRÝNIR CHIRAC
Chen Shui-bian, forseti Taívan,
hefur sakað
Jacques Chirac
Frakklandsfor-
seta um afskipti
af innanríkis-
málum landsins
vegna gagnrýni hans á þá ákvörð-
un taívanskra stjórnvalda að
halda þjóðaratkvæðagreiðslu um
þá kröfu að Kínverjar hætti að
beina eldflaugum að landinu.
Taívanar hafa einnig aflýst
tveimur opinberum heimsóknum
embættismanna til Frakklands.
MESTA HERÓÍN TIL ÞESSA Pakist-
anska lögreglan lagði á fimmtu-
daginn hald á 1.600 kíló af
heróíni sem er það mesta sem
gert hefur verið upptækt í einu
lagi. Efnið fannst við leit í fylgsni
í fjallahéraðinu Baluchistan við
landamæri Afganistans, eftir að
lögreglunni höfðu borist fregnir
af smyglurum. Enginn var hand-
tekinn en eitthvað af vopnum
fannst í fylgsninu.
SARJIYO HLAUT LÍFSTÍÐARDÓM
Indónesíski hryðjuverkamaður-
inn, Sarjiyo, einnig þekktur sem
Sawad, hefur verið dæmdur í lífs-
tíðarfangelsi í Indónesíu fyrir
aðild sína að sprengjuárásinni á
Balí í október í hittifyrra, en var
fundinn sekur um að hafa hjálpað
til við sprengjugerðina. Áður hafa
þrír félagar hans hlotið dauða-
dóma fyrir þátttöku í árásinni.
SJÁVARÚTVEGUR Ísfiskskip Samherja
veiddu stærstan hluta bolfiskafla
síns á miðunum norðaustur af
Langanesi og suður af miðunum út
af Hornafirði á árinu 2003.
Í tilkynningu frá Samherja seg-
ir að af 7.700 tonnum af þorski hafi
5.850 tonn, eða 76%, veiðst á Norð-
austur- og Austfjarðamiðum. Sam-
herji hefur í samtals þrjú ár safn-
að saman mikilvægum gögnum um
holdafar og nýtingu fiskjar eftir
veiðisvæðum. Á grundvelli þeirra
gagna hefur skipum fyrirtækisins
markvisst verið haldið til veiða á
Norðaustur- og Austfjarðamiðum
þar sem fiskurinn þaðan er betri til
vinnslu, holdmeiri og gefur þar af
leiðandi betri nýtingu og afköst. Í
tilkynningunni segir ennfremur að
minna sé af ormi í fiskinum sem
fæst fyrir austan en í þeim sem
fæst á Vestfjarðamiðum.
Ísfiskskip Samherja hf. öfluðu
samtals rúmlega 11.000 tonna af
ferskum fiski á árinu 2003. Björg-
úlfur landaði mestum afla, eða um
5000 tonnum. ■
VÍSINDI Jón Erlendsson verk-
fræðiprófessor vinnur að gerð
gagnagrunns um hagræðingu í
opinberum rekstri sem hann tel-
ur að geti sparað verulega fjár-
muni í bæði heilbrigðis- og
menntakerfinu.
Jón hefur um árabil starfrækt
Upplýsingaþjónustu Háskóla Ís-
lands og hefur safnað að sér
ógrynni gagna um ýmis mál og
komið upp vefsíðum þar sem að-
gangur að upplýsingunum er
gerður einfaldur.
Hann segir að með réttri
notkun upplýsingatækninnar
geti stjórnendur í ríkisrekstri
fundið leiðir til sparnaðar og
innleitt þær. „Þannig er hægt að
spara jafnóðum í stað þess að
bíða eftir niðurskurðargusum,“
segir Jón.
Jón telur að víða fari fram
tvíverknaður þar sem ekki sé
næg vinna lögð í að kynna sér þá
vinnu sem hefur átt sér stað ann-
ars staðar í heiminum. „Afköst
þessarar nýju tækni má líkja við
það að notuð sé skurðgrafa í
staðinn fyrir skóflu,“ segir hann.
Á heimasíðu Jóns,
www.hi.is/~joner, er að finna
gríðarlegt magn af upplýsinga-
síðum sem hann hefur sett sam-
an um hin ýmsu mál sem hann
hefur tekið til athugunar; bæði
af eigin frumkvæði og eftir
ábendingar frá öðrum.
Að sögn eru heimasíðurn-
ar sem hann hefur smíð-
að komnar yfir tuttugu
þúsund og geta þeir sem
leita eftir aðstoð Jóns átt
von á því að hann setji saman
heimasíðu um málið á aðeins ör-
fáum mínútum. ■
LEIKSKÓLAR Í samanburði á leik-
skólagjöldum í níu sveitarfélög-
um á landinu, sem héraðsfrétta-
blaðið Bæjarins besta á Ísafirði
lét framkvæma, kemur fram að
lægstu gjöldin eru í Fjarðabyggð.
Hæst eru gjöldin í Ísafjarðarbæ
en litlu lægri á Akureyri. Munur-
inn á hæstu og lægstu gjöldunum
er tæp 40%. Fjarðabyggð veitir
minni systkinaafslátt en sum
sveitarfélaganna í samanburðin-
um en þrátt fyrir það eru ódýr-
ustu leikskólagjöldin fyrir syst-
kini einnig í Fjarðabyggð.
Sveitarfélögin sem borin voru
saman eru: Reykjanesbær, Akra-
nes, Vesturbyggð, Ísafjarðarbær,
Bolungarvík, Skagafjörður, Akur-
eyri, Fjarðabyggð og Vestmanna-
eyjar.
Þegar skoðuð eru gjöld fyrir
sjö tíma vistun kemur í ljós að þar
er Ísafjarðarbær hæstur. Þar
kostar vistunin 19.600 kr. á mán-
uði. Næsthæstu gjöldin eru á Ak-
ureyri, 19.438 kr., í Bolungarvík
mun slík vistun kosta 18.900 kr.
eftir 1. mars, í Reykjanesbæ kost-
ar vistunin 18.200 kr., í Vest-
mannaeyjum 18.039 kr., í Skaga-
firði 16.828 kr., í Vesturbyggð
16.625 kr., á Akranesi 15.680 kr. og
lægst er greitt fyrir slíka vistun í
Fjarðabyggð eða 14.049 kr.
Leikskólavistunin er því tæpum
40% dýrari í Ísafjarðarbæ en í
Fjarðabyggð. ■
Kýldur fimm
sinnum í andlitið
Ragnar Hilmarsson var á skíðum í Bláfjöllum þegar unglingsstrákur réðst óvænt á hann.
Ragnar telur eftirlit á skíðasvæðinu ábótavant.
FÓLK Ragnar Hilmarsson lenti í
erfiðri reynslu þegar hann,
ásamt níu ára syni sínum og vini
hans, var á skíðum í Bláfjöllum
á miðvikudagskvöld. Ragnar fór
með drengina í stólalyftuna og
þegar þeir voru á leiðinni upp
gerði unglingsstrákur, sem sat
tveimur bekkjum fyrir framan
Ragnar, sér að leik að standa
upp og hoppa í stólnum. Við það
hristist togvír stólalyftunnar
svo um munaði. Ragnar segir
strákana litlu hafa orðið mjög
hrædda.
Þegar upp var komið talaði
Ragnar við drenginn sem átti sök
að máli. „Ég spurði hvort hann
gerði sér grein fyrir að uppátæki
hans hefði hrætt strákana og
benti honum á að fleiri börn hefðu
verið í lyftunni. Drengurinn reif
stólpakjaft. Þá benti ég honum á
að ég myndi sjá til þess að lyftu-
kortið hans yrði klippt og honum
vísað út af skíðasvæðinu.“ Að því
búnu sneri Ragnar sér frá honum
og settist niður til að festa á sig
brettið.
„Það næsta sem ég veit er að
drengurinn er kominn að mér og
kýlir mig fimm sinnum í andlitið.
Vinir stráksins reyndu að stöðva
hann en ég varð svo gáttaður að
ég áttaði mig ekki á hvað væri á
seyði. Þegar ég stóð svo upp var
drengurinn horfinn niður brekk-
una. Ég gáði eftir honum þegar
niður var komið en sá hann ekki
aftur.“ Litlu drengirnir tveir, sem
voru með Ragnari, urðu vitni að
því þegar hann var kýldur. „Báðir
urðu logandi hræddir en sem bet-
ur fer voru þeir fljótir að jafna
sig.“
Ragnar segist aldrei áður hafa
lent í svipuðu atviki. „Ég vann á
unglingaheimili hér áður fyrr og
hafði umsjón með frekar harð-
svíruðum strákum. Atvik eins og
átti sér stað í Bláfjöllum henti mig
aldrei.“
Ragnar gagnrýnir að menn á
vegum skíðasvæðisins séu ekki á
ferð um svæðið til að koma í veg
fyrir slæm atvik. Slíkt eftirlit sé
undantekningarlaust á skíðasvæð-
um erlendis.
kolbrun@frettabladid.is
MARGRÉT EA
Skipum fyrirtækisins markvisst verið haldið
til veiða á Norðaustur- og Austfjarða-
miðum þar sem fiskurinn þaðan er
betri til vinnslu.
RAGNAR HILMARSSON
Ragnar slapp betur en á horfði frá barsmíðunum. Drengurinn sem kýldi hann var hanskaklæddur og telur Ragnar það hafa komið í veg
fyrir að andlitið slapp óskaddað.
JÓN ERLENDSSON
Segir að heimasíður frá sér séu
gjarnan efstar þegar alþjóðlegar
leitarvélar skila niðurstöðum
um þau efni sem hann hefur
unnið að.
Upplýsingatækniþjónusta HÍ:
Skurðgrafa í
stað skóflu
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R