Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 15
Gunnhildur Hrólfsdóttir hefurgetið sér gott orð sem barna- bókahöfundur og hún hlaut meðal annars Íslensku barnabókaverð- launin árið 1999 fyrir bókina Sjá- umst aftur.. . Hún hefur nú heldur betur skipt um gír og hefur nýlok- ið við að skrifa leikrit fyrir Snúð og Snældu, leikfélag eldri borg- ara. „Ég byrjaði nú að skrifa leikrit fyrir útvarp á sínum tíma, þannig að ég er ekki ókunnug forminu og fannst þetta verkefni mjög spenn- andi þegar þau fóru þess á leit við mig að ég semdi verk sérstaklega fyrir þennan hóp,“ segir Gunn- hildur. „Þau voru með ákveðnar óskir um að í verkinu blandaðist saman rómantík, gleði, söngur, spenna og síðast en ekki síst margar persónur vegna þess að þá yrði svo gaman á æfingum. Þau voru alveg opin fyrir því að það yrði gert svolítið grín að þeim sjálfum en kröfurnar um harmon- ikuleik voru nokkuð eindregnar. Ég tók tillit til þessa alls og hafði það í huga að þau muna mörg hver horfna tíma og hafa upplifað mikl- ar breytingar en allt endar þetta auðvitað vel.“ Leikritið gerist í sumarbústað þar sem fólk safnast saman til að fagna 55 ára fermingarafmæli sínu. Gamlar ástir vakna og sam- tölin einkennast af tregabundnu afturliti til yngri ára. Gestgjafinn hefur hagnast í gegnum árin á innflutningi á rennilásum, eins dularfullt og það nú er, og það dregur hressilega til tíðinda þeg- ar hún finnur hvítt duft sem hún notar sem sykur í kakóið fyrir mannskapinn. Þá lifnar yfir sam- komunni og gamla fólkið fer að rappa og fortíðartreginn rýkur út í veður og vind. „Það gaf mér mjög mikið að vinna með þessum hópi og ég fékk mjög góða strauma frá þeim,“ segir Gunnhildur sem vonast til þess að sem flestir gefi lífs- og starfsgleði eldri borgara gaum.“ Bjarni Ingvarsson leikstýrir Rappi og rennilásum sem verður frumsýnt 6. febrúar. ■ 15SUNNUDAGUR 1. febrúar 2004 Samíska söngkonan Mari Boineer einstök í sinni röð og hlaut á síðasta ári tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Þeir Íslending- ar sem þekkja til hennar hafa ef- laust beðið þess með eftirvænt- ingu að hún komi til þess að syng- ja hér á sinn sérstæða hátt. Nú er hún á leiðinni og ætlar að halda hér tónleika í Salnum í Kópavogi laugardaginn 21. febr- úar. Söngur hennar byggist á gam- alli samískri hefð, svonefndu joiki, sem hún blandar síðan saman við sálmasöng eins og hún ólst upp við í æsku. Inn í þetta fléttar hún síðan áhrifum úr ýmsum tónlistarstefnum, svo sem rokki, djass og afríku- töktum þannig að útkoman verð- ur tónlist sem er engu öðru lík. Á 25 ára ferli sínum hefur hún sent frá sér níu hljóm- plötur, og hefur starfað með tónlistarmönnum úr ýmsum átt- um. Þar á meðal má nefna Senegalann Youssou N'Dour og breska tónlistarmanninn Peter Gabriel. Þegar Mari Boine fæddist árið 1956 var joikið álitið syndsamlegt og Sömum var talin trú um að menning þeirra og tungumál væru einskis virði. Mari Boine býr í litlum bæ í Norður-Noregi sem heitir Gamehhisnjarga. Hún hefur á ferli sínum jafnan barist fyrir viðurkenningu á menningu Sama. Framan af ólgaði mikil reiði og uppreisn í tónlist hennar og text- um, en smám saman tókst henni að ná viðurkenningu og er í dag orðin einn af þekktustu lista- mönnum Sama. ■ Meistari joiksins MARI BOINE ■ hefur á 25 ára ferli sínum barist fyrir viðurkenningu á menningu Sama. Lífsgleði GUNNHILDUR HRÓLFSDÓTTIR ■ hefur sérsamið leikrit fyrir Snúð og Snældu, leikfélag eldri borgara, og ægir þar saman spennu, rómantík og harmonikuleik. Mari Boine syngur á Íslandi DENNIS FARINA Þessi fyrrum lögreglumaður og frábæri leikari er 60 ára í dag. Hann er til að mynda eftirminnilegur í myndunum Get Shorty og Snatch. með Karlakórnum HEIMI & Óskari Péturssyni HAPPA- DRÆTTI V i n n i n g a r : 1. Folald 2. Lambhrútur á fæti 3. Hangikjötslæ ri SKEMMTIATRIÐI m.a. •Hinn margfrægi söng- og spéfugl Óskar Pétursson •Gamanmál og ekta skagfirskir hagyrðingar •Fjöldasöngur •Hljómsveitin Miðaldamenn leikur fyrir dansi •Húsið opnað kl. 19.30 - Blótið sett kl. 20.15 •Miðaverð kr. 5.400 (skemmtun, matur, dansleikur) •Miðaverð á dansleik kr. 1.500 •Forsala aðgöngumiða í síma 533 1100 milli kl. 13 og 17 virka daga. H V ÍT T & S V A R T Eldri borgarar rappa um rennilása SAMÍSKA SÖNGKONAN MARI BOINE Heldur tónleika hér á landi 21. febrúar. GUNNHILDUR HRÓLFSDÓTTIR Leikurinn æsist heldur betur í verki hennar Rapp og rennilásar þegar eldri borgarar gæða sér á kakói með dularfullu hvítu dufti. Þá tekur gleðin við af fortíðartrega og ýmislegt forvitilegt skýtur upp kollinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.