Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2004, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 01.02.2004, Qupperneq 21
manns, fugls og tökumanns ein- faldlega of flókið fyrir hana. Flug- maðurinn þurfti að öðlast fullkom- inn skilning á fuglinum og geta séð hreyfingar hans fyrir og þegar upp var staðið var sterkur handleggur tökumannsins besta tækið en hann varð að geta fylgt fuglinum eftir öllum stundum. Við máttum svo alls ekki vera þyngri en 450 kíló en með mönnum og öllum búnaði vor- um við yfirleitt í kringum 445 kíló, þannig að litlir og léttir flugmenn voru mjög vinsælir hjá mér.“ Heimatilbúið snjóflóð Perrin og félagar ferðuðust til yfir 40 landa á fjórum árum við gerð myndarinnar en verkið kostaði vita- skuld mikla þolinmæði og biðin eftir réttum tækifærum og skilyrðum var oft löng. „Þetta var allt fyrst og fremst háð veðri og maður varð alltaf að huga að fegurð náttúrunn- ar, auk þess sem gott veður og heið- ur og blár himinn var ekki endilega gott veður fyrir myndina. Fuglarnir réðu svo auðvitað ferðinni og suma daga vildu þeir alls ekki fljúga og þá var ekkert við því að gera. Það þýddi ekkert að skipa þeim fyrir verkum. Svo áttu þeir það til að rjúka af stað án þess að vélarnar væru tilbúnar og þá misstum við bara af þeim.“ Stórbrotin náttúran kemur mikið við sögu í myndinni og meðal þess sem þar gefur að líta er tilkomumik- ið snjóflóð í Alaska. „Við biðum í tvö ár eftir snjóflóði og þegar við vorum á einum stað þá féll flóð annars stað- ar þannig að á endanum bað ég menn um að fara upp í fjallið með dínamít og búa til snjóflóð. Þetta var ómögulegt öðruvísi.“ Náttúran segir sögur Perrin framleiddi heimildar- myndina Microcosmos fyrir nokkrum árum en þar er kafað ofan i heim skordýranna og næsta verk- efni hans verður að fara með töku- vélarnar undir yfirborð sjávar en hvað veldur því að náttúran er hon- um jafn hugleikin? „Ég hef áhuga á náttúrunni og þá aðallega því hvern- ig við getum skoðað hana og lýst henni. Eina tungumálið sem ég tala í raun og veru er tungumál tökuvélar- innar og í náttúrunni leynast margar sögur sem mig langar að segja. Mannleg afskipti af náttúr- unni eru stundum mjög slæm og á frönskum náttúrugripa- söfnum er heilt gallerí af útdauðum dýrum og á hverju ári bætast ný í safnið. Okkur ber því að varðveita það sem við höfum og við verðum að huga að umhverfinu. Ef umhverfið er í jafnvægi er dýrunum óhætt að eilífu en í hvert sinn sem við hrófl- um við náttúrunni erum við að eyða svo miklu. Jörðin er ekki bara okkar, hún er líka svæði allra hinna og á einni öld höfum við eytt meiru en á hinni löngu sögu jarðarinnar saman- lagðri.“ Perrin stefnir að því að hefja könnun hafdjúpanna í apríl. „Við vit- um minna um hafið og allar tegund- ir þess en nokkuð annað náttúrufyr- irbæri. Það eru því ótrúleg ævintýri framundan þar sem við þekkjum yf- irborðið en vitum ekkert um það sem kann að leynast í djúpinu.“ Lífsnauðsynlegt að taka áhættu Gerð heimildarmynda af þessu tagi er gríðarlega kostnað- arsöm en finnst Perrin hann vera að taka óþarfa fjárhagslega áhættu með þessu starfi? „Þetta er áhættusamur bransi og ég er líklega svolítið geggjaður en það versta sem ég veit er að sitja að- gerðalaus og sleppa því að gera eitthvað. Ég tek áhættur þar sem ég á bara þetta eina líf og ég verð því að fylgja því góða eftir og er alveg sama um áhættur. Ég er líka alltaf að læra eitthvað nýtt, hvort sem ég er að eyða þremur árum í að skoða skordýr, fjórum í að elta fugla eða gera pólitískar myndir. Ég er alltaf að berjast og þó ég sé orðinn rúmlega 60 ára á ég ekki bara eitt líf, heldur fleiri tugi lífa. Ég lifi í gegnum vinn- una mína. Bankarnir þurfa líka alltaf á viðskiptavinum að halda og ég held að ég sé góður við- skiptavinur.“ Leikurinn er hvíld Perrin er ekki síður þekktur sem leikari en leikstjóri og á að baki hlutverk í yfir 100 myndum. Hann er enn að leika og lítur á það sem hvíld. „Ég tek að mér eitt og eitt hlutverk og það er eins og að fara í frí. Aðrir fara að veiða eða gera eitthvað álíka til að slappa ef en ég fer og leik í kvikmyndum. Þá fæ ég frí frá hugmyndafluginu og hugsa ekki um bankana. Ég verð algerlega frjáls.“ Cinema Paradiso er langþekk- tasta mynd Perrins á Íslandi en þar lék hann aðalpersónuna, Toto litla, á fullorðinsárum. „Ég minnist þessarar myndar með miklum hlý- hug enda er þetta hlý mynd. Hún er jafn góð og raun ber vitni þar sem viðfangsefni hennar er ekki ítalskt heldur alþjóðlegt. Það geta allir, alls staðar, sett sig í spor Totos litla og myndir verða einmitt alþjóðlegar þegar þær taka stað- bundna atburði og gera þá að- gengilega öllum. Myndir eru ekki alþjóðlegar vegna þess að við- fangsefni þeirra er alþjóðlegt, heldur þvert á móti. Þetta er auð- vitað alger mótsögn við Hollywoodkvikmyndagerðina sem er ekki svo slæmt.“ thorarinn@frettabladid.is 21SUNNUDAGUR 1. febrúar 2004 FARFUGLARNIR Jacques Perrin er heillaður af fuglum og eyddi fjórum árum í að elta farfugla yfir hnöttinn þveran og endilangan. Afraksturinn er heimildarmyndin Heimur farfuglanna en Perrin og félagar notuðu 450 kílómetra af filmu við gerð myndarinnar sem er þó einungis 1,5 kílómetri að lengd. Perrin býr í Normandí í Frakklandi ásamt fjölda fugla og þar á meðal eru 15 pelíkanar. „Ég fer með þá á ströndina, þar sem bandamenn gerðu innrásina í seinni heimsstyrjöldinni, í það minnsta einu sinni í mánuði. Ég þarf alveg að hugsa um þá en ég er orðinn rúmlega sextugur og þeir eiga örugglega í það minnsta 15 góð ár eftir, þannig að ég vona bara að ég tóri nógu lengi svo ég þurfi ekki að láta þá frá mér.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.