Fréttablaðið - 01.02.2004, Qupperneq 22
22 1. febrúar 2004 SUNNUDAGUR
Alþingi hefur tekið til starfaeftir jólafrí. Össur Skarphéð-
insson, formaður Samfylkingar-
innar, telur nokkur hitamál verða
á dagskrá þingsins. „Sparisjóða-
málið á örugglega eftir að verða
heitt. Mér sýndist af ummælum
forsætisráðherra á Valhallarfundi
að það blási ekki eins byrlega og
menn ætluðu í viðræðum við
Bandaríkjamenn um varnarmálin
og þau gætu komið upp með
skyndilegum hætti. Hins vegar
held ég að heilbrigðismálin og
pólitískt stefnuleysi ríkisstjórnar-
innar í þeim málaflokki muni
verða mjög áberandi á þessu
þingi,“ segir Össur.
Hvað með stöðu stjórnarand-
stöðunnar? Stundum finnst manni
að hún sé ekki sterk. Brást stjórn-
arandstaðan til dæmis ekki í eftir-
launafrumvarpinu? Steingrímur J.
fór á fjöll og sumum fannst að þú
hafir reynt að firra þig ábyrgð í því
máli með því að mæta ekki á
fundi sem flokksmenn boðuðu til
þar sem þau mál voru rædd.
„Ég get fullvissað þig um að
stjórnarandstaðan er sterk og
ábyrg og í fínum gír. Varðandi
þetta sérstaka mál þá var það
ákaflega erfitt fyrir flokkinn. Ég
ræddi málið við alla fjölmiðla og
mörgum sinnum við suma þannig
að mín viðhorf voru ljós. Þegar
fundurinn í Kópavogi var boðaður
lá fyrir að ég var á leið með
nokkrum þingmönnum í funda-
ferð sem búið var að ákveða og
auglýsa en ég tjáði félögum mín-
um að ég væri reiðubúinn til að
mæta síðar til að ræða málið. Af
fundi Alþýðuflokksfélags Reykja-
víkur um sama mál frétti ég að-
eins á skotspónum, og fundarboð-
endur leituðu sjálfir til annars
þingmanns til að hafa framsögu.
Annars ríkir sá misskilningur að
þingflokkur Samfylkingarinnar
hafi stutt málið. Það komu hins
vegar upp álitamál og flokkurinn
studdi það ekki.“
Nú styttist í að Davíð Oddsson
hverfi úr embætti forsætisráð-
herra. Hvaða eftirmæli heldurðu
að hann fái í sögunni?
„Það skal ég segja þér þegar
hann hættir í stjórnmálum. Ég
veit hins vegar ekkert hvenær
það verður en hef á tilfinningunni
að það kunni að verða síðar en
margir ætla.“
Hvernig líst þér á að fá Halldór
Ásgrímsson sem forsætisráð-
herra?
„Ég hef enga hugmynd um
hvernig Halldór kynni að reynast
sem forsætisráðherra og hann á
erfitt verk fyrir höndum. Per-
sónulega óska ég honum alls góðs.
Stjórnarandstaðan mun hins veg-
ar veita honum hart aðhald. Það
verður sérkennileg tilfinning fyr-
ir bæði þingmenn og óbreytta
sjálfstæðismenn að sjá Davíð
Oddsson ganga út úr stjórnarráð-
inu og afhenda lyklana formanni
Framsóknar. Hver hefði trúað
því? Mig grunar því að Sjálfstæð-
isflokkurinn geri honum ekki
alltaf lífið léttara.“
Stórsigur þrátt fyrir mistök
Á Samfylkingin að bjóða fram
R-lista næst með Framsókn og
VG? Samstarfið sem byggðist á
sterkum foringja virðist ekki eins
sterkt og áður.
„Þórólfur Árnason hefur
reynst afburða vel sem borgar-
stjóri. Hann hefur látlausan og
persónulegan stíl sem greinilega
fellur í kramið. Birtu dóttur minni
finnst hann að minnsta kosti flott-
ur gæi. Hann hefur mikla inni-
stæðu hjá Reykvíkingum eins og
sést í könnunum. Þórólfur er eig-
inlega vaxinn upp í það á skömm-
um tíma að vera mjög góður sam-
nefnari fyrir Reykjavíkurlistann.
Ég hef engar áhyggjur af sam-
starfinu og það mun ekki slitna á
Samfylkingunni. Forystmenn
flokkanna, þeir Stefán Jón, Árni
Þór og Alfreð ná greinilega vel
saman, þannig að eins og staðan
er í dag finnst mér Reykjavíkur-
listinn í fínum málum.“
Ertu búinn að gera upp við þig
hvort þú ætlar að bjóða þig fram
til formanns árið 2005 og taka
slaginn við Ingibjörgu Sólrúnu?
„Ég hef fyrir löngu sagt að ég
stefni að því að verða formaður
áfram ef guð og gæfan lofa. Það
kemur einfaldlega í ljós hvort það
verður mótframboð. Þannig er
lýðræðið.“
Finnst þér þingflokkur Sam-
fylkingar standa að baki þér sem
formanns?
„Já. Þar er valinn maður í
hverju rúmi, og ég er stoltur af
þeim.“
Hvað finnst þér um grein fyrr-
um aðstoðarmanns þíns Birgis
Hermannssonar um mistök í
kosningabaráttu flokksins eins og
til dæmis Borgarnesræðuna
frægu?
„Mér fannst greinin einkenn-
ast af sömu djúphygli og flest það
sem sá prýðilegi drengur skrifar.
Hins vegar fannst mér hún gróf-
lega afflutt í frétt Moggans. Þar
kom ekki fram meginkjarninn
sem var sá að í pólitík er ekki
hægt að vera nógu vondur við
framsóknarmenn. Það er alltaf
hægt að segja að kosningabaráttu
hefðu menn átt að reka með ein-
hverjum öðrum hætti. Við unnum
hins vegar stórsigur hvað sem öll-
um mistökum leið. Sama var ekki
hægt að segja um nokkurn annan
flokk. Við komum böndum á Sjálf-
Össur Skarphéðinsson ræðir um stjórnmálaástandið, heilbrigðismálin, fjölmiðla, stöðu Samfylkingarinnar og síðast en ekki síst stöðu
stjórnarandstöðunnar sem legið hefur undir gagnrýni fyrir að vera máttlaus í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina.
Össur vísar gagnrýninni á bug. Hann ætlar sér langan líftíma í pólitík.
Hér á höfuðborgar-
svæðinu eru þúsund-
ir sem hafa ekki greiðan að-
gang að heilsugæslu og
verða að leita á kvöldvaktir
eða á náðir Læknavaktar-
innar þar sem heimsóknin
kostar miklu meira. Og nú
er að koma upp tvöfalt kerfi
hjá sérfræðilæknum þar
sem er hægt að kaupa sig
fram fyrir eins og fyrrver-
andi aðstoðarmaður Jóns
Kristjánssonar skrifaði ný-
lega grein um. Þrengingarn-
ar sem nú ríða yfir ýta undir
það. Ofan á það eru svo sí-
fellt fleiri dæmi um að það
er hópur fólks sem veigrar
sér við að leita á náðir heil-
brigðiskerfisins af því það
hefur ekki efni á því. Þetta
er það sem stendur upp úr
af afrekum Framsóknar í
heilbrigðismálum.
,,
Stefni að því að
verða formaður áfr