Fréttablaðið - 01.02.2004, Side 23

Fréttablaðið - 01.02.2004, Side 23
23SUNNUDAGUR 1. febrúar 2004 stæðisflokkinn sem fékk slæman skell. Kosningabarátta bæði okk- ar og Sjálfstæðisflokksins þróað- ist hins vegar út í persónulegri farveg en góðu hófi gegndi og það dró dilk á eftir sér. Það gerði okk- ur til dæmis erfiðara um vik að koma sérstöðu okkar í málefnum eins skýrt fram og við hefðum kosið.“ Skyssa Blairs Nú var Tony Blair lengi vel helsta stjarna jafnaðarmanna í Evrópu en óhætt er að segja að framganga hans undanfarið hafi valdið mörgum jafnaðarmönnum vonbrigðum. Hver er þín afstaða til Tony Blair? „Hann er merkur leiðtogi. Það er alltof snemmt að afskrifa hann eins og sumir eru að gera þessa dagana. Nauman sigur hans í skólagjaldamálinu túlka ég sem fast viðvörunarskot af hálfu flokksins. Sá sigur byggð- ist á stuðningi eins liðhlaupa frá íhaldinu og tveggja frá frjáls- lyndum fyrir utan hrikaleg hrossakaup við skosku uppreisn- armennina. Stóru mistökin hjá honum liggja hins vegar í stuðn- ingi við stríðið í Írak. Blair er í þeirri hættu að hans verði ekki minnst sem mannsins sem reisti Verkamannaflokkinn frá dauð- um heldur forsætisráðherrans sem fór með Breta í stríð sem sagan hefur þegar dæmt sem ótrúlega skyssu af hálfu allra sem þar lögðu hönd á plóg, þar á meðal íslenskra ráðamanna.“ Tvöfalt kerfi í heilbrigðismálum Er stefna Samfylkingar í heil- brigðismálum lík stefnu Sjálf- stæðisflokksins? Hvar skilur á milli stefnu ykkar og ríkisstjórn- arinnar í þeim málum? „Spurningin er satt að segja út í hött því það hefur ekki einu sinni örlað á því að ríkisstjórnin hafi stefnu í heilbrigðismálum. Milljörðum er kastað á glæ af því hún hefur ekki haft stefnu í lyfjamálum og henni virðist fyr- irmunað að skilja að með því að fjárfesta í heilsugæslu gæti hún sparað margfalt meira ofar í heilbrigðiskerfinu. Ef menn ætla að nýta fjármuni eins vel og kostur er þurfa þeir að hafa stefnu og kjark. Þessi ríkisstjórn hefur hvorugt. Afleiðingin er sú að fjármagnið nýtist ekki eins og best verður á kosið. Kjarkleysið birtist þessa dagana í því að rík- isstjórnin þorir ekki sjálf að ákveða hvaða verkefnum Lands- spítalinn-háskólasjúkrahús á að sinna, og hvaða verkefni á að vinna annars staðar, og hefur fleygt erfiðum ákvörðun um það í fang stjórnenda og starfs- manna spítalans.“ En þú getur þó varla neitað því að Jón Kristjánsson vill vel? „Hjartaprúður er hann. En það hlýtur samt að vera ömur- legt fyrir Framsókn að nú er í fyrsta skipti að koma upp tvöfalt kerfi í heilbrigðismálum sem bitnar að sjálfsögðu á þeim efna- minni. Hér á höfuðborgarsvæð- inu eru þúsundir sem hafa ekki greiðan aðgang að heilsugæslu og verða að leita á kvöldvaktir eða á náðir Læknavaktarinnar þar sem heimsóknin kostar miklu meira. Og nú er að koma upp tvöfalt kerfi hjá sérfræði- læknum þar sem er hægt að kaupa sig fram fyrir eins og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Kristjánssonar skrifaði nýlega grein um. Þrengingarnar sem nú ríða yfir ýta undir það. Ofan á það eru svo sífellt fleiri dæmi um að það er hópur fólks sem veigrar sér við að leita á náðir heilbrigðiskerfisins af því það hefur ekki efni á því. Þetta er það sem stendur upp úr af afrek- um Framsóknar í heilbrigðis- málum.“ Heimurinn ekki lengur svarthvítur Hvernig líst þér, sem fyrrum ritstjóra þriggja dagblaða, á stöðuna á fjölmiðlamarkaði? Á að setja lög um eignarhald á fjöl- miðlum? „Það er sérkennilegt að það er fyrst þegar einokunarstaða Morgunblaðsins á markaðnum er rofin sem Sjálfstæðisflokkur- inn fer að tala um slík lög. En rökin hitta þá sjálfa fyrir. Þeir segja að gegnum bein og óbein áhrif ritstjóra og yfirmanna á fréttamenn geti eigendurnir stýrt stefnu miðlanna. Sjálfir hafa þeir hins vegar raðað sínum mönnum í flestar helstu yfir- mannastöður á RÚV og hljóta þá með sömu röksemdafærslu að geta stýrt fréttastefnu ríkismiðl- anna. En Sjálfstæðisflokkurinn talar aldrei um þetta. Sjálfur lenti ég í þeirri óþægilegu að- stöðu að þurfa tvisvar að verjast tilraunum til að reka mig úr stöðu ritstjóra á Þjóðviljanum út af óþægilegum skoðunum eins og frægt varð á sínum tíma. Í ljósi þeirrar reynslu finnst mér sjálfsagt að setja lög sem vernda ritstjórnarfrelsi, ef það er þá hægt, og styð algerlega að það verði sett lög um að eignarhald sé gagnsætt þannig að menn viti hver eigi miðlana. En eins og staðan er í dag finnst mér ekki að það eigi að setja lög um hverj- ir megi eiga hvaða miðla enda held ég að þetta sé fyrst og fremst angi af stríði Sjálfstæðis- flokksins við Baugsveldið.“ Ert þú að færa Samfylkinguna til hægri? „Heldurðu að Jóhanna Sigurð- ardóttir myndi leyfa það? Gam- anlaust, þá vil ég að Samfylking- in spanni allt litrófið frá vinstri og yfir miðjuna alla. Ég vil þætta saman frjálslyndi og klassíska jafnaðarstefnu af því að samfélagið þarf á slíkum flokki að halda. Það þýðir til dæmis að Samfylkingin er ekki hrædd við að beita markaðnum á meðan það er í þágu markmiða um jafnrétti og aukna velferð. Fyrir 20–30 árum litu menn á það sem einhverja hægri stefnu að vera ekki á móti atvinnulífinu en það er löngu úrelt. Í dag finnst ekki nokkur vinstri maður með slík viðhorf. Sjálfur er ég vinveittur atvinnulífinu af því ég lít á það sem uppsprettu vel- megunar fyrir alla. Heimurinn er ekki lengur svarthvítur eins og í kalda stríðinu.“ Pólitík til framtíðar Þú ert búinn að vera formaður þingflokks, ráðherra og svo for- maður Samfylkingarinnar. Hvaða atvik eru nú eftirminnilegust? „Flest þau skemmtilegustu eru þér að segja ekki til frásagnar. Eitt það eftirminnilegasta var þegar gengi krónunnar var fellt með handafli í síðasta sinn. Ríkis- stjórnin sat þá á fundi hálfan dag til að komast að niðurstöðu. Ég hafði einhvern veginn ímyndað mér að gengisfelling væri gerð á hávísindalegan hátt. Jón Baldvin og Þorsteinn Pálsson voru alger- lega á öndverðum meiði og það var rifist lengi dags um hvað ætti að fella gengið mikið. Svo nennti Davíð þessu ekki lengur og nefndi tölu sem var einhvers staðar á milli og það var niðurstaðan. Þá skildi ég loksins út á hvað æðri hagfræði gekk.“ Ætlarðu þér langan líftíma í pólitík? „Mér finnast stjórnmál ákaf- lega skemmtileg og þó stundum sé stormur er satt að segja lítið lát á þeirri ánægju. Ég dróst inn í pólitík meira fyrir tilviljun og af því ég fékk ekki vinnu á Hafró þegar ég kom heim með doktors- próf frá Bretlandi. En það var heppileg tilviljun. Alþingi er frá- bær vinnustaður og hér vil ég una ævi minnar daga eins og þar stendur. Það er líka einstakt ævin- týri að fá að taka þátt í að byggja upp flokkinn. Samfylkingin var pólitískur æskudraumur sem varð að veruleika. Já, ef guð lofar er þó nokkuð þangað til ég hætti í pólitík.“ kolla@fréttabladid.is ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON „Ég hef fyrir löngu sagt að ég stefni að því að verða formaður áfram ef guð og gæfan lofa. Það kemur einfaldlega í ljós hvort það verður mótframboð. Þannig er lýðræðið.“ am Það er alltaf hægt að segja að kosninga- baráttu hefðu menn átt að reka með einhverjum öðrum hætti. Við unnum hins vegar stórsigur hvað sem öllum mistökum leið. Sama var ekki hægt að segja um nokkurn annan flokk. Við komum böndum á Sjálf- stæðisflokkinn sem fékk slæman skell. Kosningabar- átta bæði okkar og Sjálf- stæðisflokksins þróaðist hins vegar út í persónulegri farveg en góðu hófi gegndi og það dró dilk á eftir sér. Það gerði okkur til dæmis erfiðara um vik að koma sérstöðu okkar í málefnum eins skýrt fram og við hefð- um kosið. ,, VINSTRIMENNSKA OG ATVINNULÍFIÐ „Fyrir 20-30 árum litu menn á það sem einhverja hægri stefnu að vera ekki á móti atvinnulífinu en það er löngu úrelt. Í dag finnst ekki nokkur vinstri maður með slík viðhorf. Sjálfur er ég vinveittur atvinnulífinu af því ég lít á það sem uppsprettu velmegunar fyrir alla. Heim- urinn er ekki lengur svarthvítur eins og í kalda stríðinu.“ FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.