Fréttablaðið - 01.02.2004, Side 26
26 1. febrúar 2004 SUNNUDAGUR
Georges Rémi fæddist þann22. maí árið 1907 í borginni
Brussel í Belgíu. Hann hóf nám í
Collège Saint-Boniface skólan-
um árið 1920 þar sem honum
hundleiddist. Ári seinna gekk
hann til liðs við skátaflokk sem
starfaði innan skólans og þar
fékk hann viðurnefnið „Forvitni
refur“. Fyrstu verk Rémi birtust
í blaðinu Jamais assez, sem skát-
arnir gáfu út. Árið 1923 birtust
verk hans í Le Boy-scout, mán-
aðarlegu tímariti belgísku skát-
anna.
Rémi tók upp listamannsnafn-
ið Hergé árið 1924. Nafnið er
myndað úr upphafsstöfum hans
G.R. en lesið afturábak, RG, er
það borið fram sem Hergé á
frönsku.
Forveri Tinna
Að skóla loknum var Hergé
ráðinn í áskriftardeild að dag-
blaðinu Le Vingtième Siècle.
Árið 1926 kviknaði hjá honum
hugmyndin að Totor, nokkurs-
konar forvera Tinna, sem var
foringi í skátadeildinni Les
Hannetons. Á árunum 1927–1928
sinnti Hergé herskyldu en að
henni lokinni var hann ráðinn
ritstjóri að barnablaðinu Le Petit
Vingtième. vikulegum viðauka
við Le Vingtième Siècle. Fyrsta
blaðið undir stjórn Hergé kom út
1. nóvember og þann 10.
janúar árið 1929 komu
Tinni og Tobbi fyrst fyrir sjónir
almennings. Fyrsta Tinnabókin,
Tinni blaðamaður í Sovétríkjun-
um, kom út úr árið 1930. Bókin
var ólík þeim sem komu síðar
enda skrifuð fyrir fullorðna. Í
henni tekur Tinni á bolsévikum í
Rússlandi.
Tinni á tímamótum
Eftir að Hergé hitti Chang
Chong-Chen, kínverskan stúd-
ent, urðu þáttaskil í lífi hans.
Hergé sannfærðist um mikil-
vægi þess að hafa vel byggðan
söguþráð og nauðsyn heimildar-
öflunar við gerð bókanna. Í kjöl-
farið fer hann að líta mynda-
sögugerð alvarlegri augum.
Hergé þótti gera Kínverjum
hátt undir höfði með bók sinni
Tinni og Blái lótusinn. Í kjölfar-
ið, árið 1939, var honum boðið til
Kína en hann komst ekki í ferð-
ina vegna yfirvofandi stríðs í
Evrópu. Þann 10. maí árið 1940
réðust svo Þjóðverjar inn í Belg-
íu.
Í seinni heimsstyrjöldinni
hætti Le Vingtième Siècle að
koma út en Hergé hélt áfram að
skrifa um Tinna í Le Soir tíma-
ritinu, undir stjórn Þjóðverja.
Ekki er vitað hvað Hergé gerði
af sér en hann þótti heldur
óæskilegur í Belgíu lengi á eftir.
Skömmu eftir stríð
kom Hergé á fót
tímariti um
Tinna, í samstarfi við Raymond
Leblanc, sem jók gríðarlega á
vinsældir blaðamannsins.
Tinnabækurnar urðu fljótt
mjög vinsælar í Evrópu.
Úr stuttbuxunum
Árið 1950 stofnaði Hergé sitt
eigið stúdíó þar sem hann átti
orðið erfitt með að ljúka verkum
sínum. Það var einkum endur-
prentanir af bókum hans í lit
sem íþyngdu honum. Meðal
helstu samstarfsmanna hans
voru Bob de Moor, Jacques
Martin, Roger Leloup og Edgar
P. Jacobs. Þar lærðu allir tækni
Hergés og urðu seinna meir allir
vinsælir teiknimyndahöfundar.
Hergé þjáðist af þunglyndi
sem jókst með tímanum og vilja
sumir meina að það sjáist á
verkum hans. Tinni í Tíbet
(1959) og Vandræði Vailíu (1962)
eru taldar með bestu bókum
hans en síðasta bókin, Tinni og
Pikkarónarnir (1974) er talin sú
versta. Aðdáendur urðu fyrir
miklum vonbrigðum með bókina
og ekki síst vegna þess að þar
klæðist Tinni í fyrsta sinn síð-
buxum í stað hinna hefðbundnu
stuttbuxna.
Dauði Hergés
Andlát Hergés árið 1983
komst á forsíður margra
stærstu blaða
Evrópu. Hergé hafði unnið að
nýrri bók, „Tintin et l'Alph-art“,
en náði ekki að klára hana fyrir
andlát sitt. Bókin var engu að
síður gefin út þótt einungis
væri um skissur að ræða. Engin
þorði að taka að sér að klára
verkið.
Hergé gaf út fleiri bækur,
sem einnig hafa komið út í ís-
lenskri þýðingu, svo sem Palli
og Toggi og Alli, Sigga og
Simbó. Tinni var og er þó lang-
vinsælastur þeirra allra.
Fyrsta Tinnabókin í íslenskri
þýðingu kom út hjá Fjölva árið
1970. Þær hafa margsinnis selst
upp en nú hyggjast Fjölvamenn
gera átak í endurprentun þeirra
og gefa þær allar 22 út á næstu
tveimur árum.
kristjan@frettabladid.is
Forveri Tinna heitirTotor og birtist fyrst í
belgísku tímariti árið 1926.
Tinni sjálfur leit fyrst dags-
ins ljós í barnablaðinu Le Petit
Vingtième árið 1929.
Tinni býr í Myllusetri sem
gestur á heimili Kolbeins
kafteins. Franska nafnið á Tinna
er Tintin, sem er líklega eftir-
nafn hans. Fyrra nafnið hefur
aldrei komið fram.
Tinni á enga fjölskyldu svo
vitað sé. Það er erfitt að geta sér
til um aldur hans – er hvorki ung-
lingur né fullorðinn. Sumir vilja
meina að hann sé sautján ára en
aðrir hallast að því að hann sé að-
eins eldri.
Tinni berst fyrir minnimáttar
og gegn hin-
um illu öflum.
Hann er
alltaf tilbúinn
að fórna lífi
sínu fyrir þá
sem eru í
hættu staddir.
Þar sem hann á
afar auðvelt
með að fyrir-
gefa fólki hefur
hann hlotið nafn-
ið „cœur pur“ eða
„hinn hjartahreini“.
Tinni metur að-
stæður áður
en hann læt-
ur til skarar
s k r í ð a .
Hann er af-
skaplega vel
gefinn og hug-
myndaríkur, á
auðvelt með
læra ný tungu-
mál og les mikið.
Hann getur brugðið sér í hin
ýmsu gervi og þykir sérstaklega
góður bílstjóri. Hann stundar
leikfimi af miklum móð sem og
jóga. Hann þykir góð skytta, er
sundmaður mikill og situr hest
einstaklega vel. Þótt lítill sé og
mjór býr hann yfir ógnarkrafti
sem kemur óvinum hans oft í
opna skjöldu, enda hefur hann
nánast alltaf betur gegn þeim.
Tinnabækurnar eru mjög vin-
sælar um allan heim. Þær hafa
verið þýddar á yfir hundrað
tungumál og milljónir eintaka af
ævintýrum hans hafa verið seld-
ar. Líklega á Tinni vinsældum
sínum að miklu leyti að þakka
hversu víðreist hann hefur farið
og hversu auðvelt hann á að til-
einka sér ný tungumál.
Tinni starfar sem blaðamaður
en það er afar sjaldan sem les-
endur bóka hans fá að lesa eitt-
hvað eftir hann. Hann hefur bæði
verið sakaður um að hrífast af
ungum drengjum sem og ýta und-
ir kynþáttahatur. Þeir sem bera
þær sakir upp á Tinna benda máli
sínu til stuðnings á að drengir
eru helstu samferðarmenn hans,
að vinunum undanskildum, og í
bókunum Tinni í Kongó og Tinni í
Ameríku er komið illa fram við
fólk af afrískum uppruna og
indíána.
Heldur langsóttar þykja fyrr-
nefndu ásakanirnar þótt ungir
drengir komi vissulega við sögu í
bókunum. Síðarnefndu ásakan-
irnar þykja hins vegar til marks
um þann tíðaranda sem ríkti þeg-
ar bækurnar voru skrifaðar fyrir
og um miðja síðustu öld.
Tinni hefur lifað í ein 75 ár og
hefur ekki elst um dag. Þótt hann
hafi komið nálægt atburðum sem
mótað hafa heimsmyndina svo
um munar eru ævintýri hans sí-
gild og verða lesin af ungum sem
öldnum um ókomna tíð. ■
Belgíski teiknimyndahöfundurinn Hergé var skapari hinna stórkostlegu ævintýra um Tinna og vini hans. Hann er af mörgum talinn vera
áhrifamesti teiknimyndahöfundur Evrópu og eru margir listamenn sem hafa stælt einfaldar teikningar hans. Þegar Hergé var ungur gekk
hann, eins og svo margir kaþólskir drengir, til liðs við skátana sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á hann. Í raun má segja að Tinni sé ein-
hverskonar steríótýpa af skáta. Tinni leit fyrst dagsins ljós árið 1929 og á því 75 ára afmæli á þessu ári.
Tímamót í lífi Tinna
Hjartahreinn
blaðamaður
HERGÉ
Skapari Tinna hét réttu nafni Georges Rémi en tók upp listamannsafnið RG, eða Hergé.