Fréttablaðið - 01.02.2004, Side 28
28 1. febrúar 2004 SUNNUDAGUR
Myndverk vikunnar
Stafagátan
32
2317
11
9
155
91010
3
15512
262623
26
15
9
25
25
9
23
22
8
31
28
29
23
28
23
15
9
22
14
13
31
11
9
26
23
25
25
29
30
18 29
5
1557
18
52226
24
12
10 152319
1311
231626
26
26
6
23
26
269325
2329
25
49151231992559
23
29
17
3
21
12
23
19
9
27
15
2112520
GÁTAN hér að ofan er í ætt við svonefnda hjartagátu sem margir kannast við. Gefið er eitt orð og stafina í
því orði seturðu í gátuna þar sem sömu tölustafi er að finna. Það er svo þitt að finna aðra stafi og þegar því
er lokið er auðvelt að fylla út lausnarorðið hér fyrir neðan sem er kvenmannsnafn. Í gátunni er að finna
alla stafi íslenska stafrófsins nema c, z, q og w. Lausnarorð síðustu gátu var: Eyrún
LAUSNARORÐIÐ ER: 3 9 15 22 15 21 29
H PAR
Krossgátan
Lárétt: 2 halda vel utanum, 6 einn af ásum, 7 nagdýrið, 9 guðspjallamaður, 12 stríð, 13 geðillur, 15 strákar, 18 blóm, 20 sterkleg,
22 kröftug, 23 skot.
Lóðrétt: 1 hæfur, 2 kæpur, 3 sló, 4 náma, 5 bæta við, 8 dýramyndir, 10 grófur, 11 bretar, 12 dós, 13 ìgljúfrabúiî, 14 fjölbreytilega,
16 stöfum, 17 kjassar, 19 uggur, 21 mild.
1
14
21
17
1110
16
23
20
15
22
18
13
8
9
6
19
12
7
432 5
Lausn.
Lárétt:2umlykja,6ullur, 7rottuna,9lúkas,12barátta,13fúllyndur, 15drengir, 18rósir, 20rammleg,22sterk,23afkimar.
Lóðrétt:1fær, 2urtur, 3laust,4auðlind,5auka,8apamyndir, 10klúr, 11skotar, 12baukur, 13foss,14litríka,16emmum,17
gælir, 19ótti,21gæf.
NÁTTTRÖLL
Eftir Ásgrím Jónsson
frá árinu 1905.
Birna
Þórðardóttir
Málverk vikunnar er Nátttröllfrá árinu 1905 eftir Ásgrím
Jónsson. Verkið var dánargjöf
listamannsins til Listasafn Íslands
árið 1958.
Ásgrímur Jónsson (1876– 1958)
er einn brautryðjenda íslenskrar
myndlistar og varð fyrstur ís-
lenskra málara til að gera mynd-
listina að aðalstarfi.
Ein þekktasta þjóðsagnamynd
Ásgríms er úr sögunni Nátttröllið,
olíumálverk frá árinu 1905, Nátt-
tröll á glugga. Myndin sýnir unga
stúlku sem situr á rúmstokk við
glugga í baðstofu og horfir í átt til
trölls á glugganum. Ásgrímur vík-
ur frá sögunni og brýtur lögmál
hennar um að stúlkan megi ekki
líta við og mæta augnaráði óvætt-
arinnar. Eins og í fleiru verkum
sínum er Ásgrímur að túlka óttann
við ofureflið og í þessu verki og
öðrum er það ljósið sem verður
manninum til bjargar.
Ásgrímur fæddist 4. mars 1876
í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í
Flóa. Árið 1897 hélt hann til Kaup-
mannahafnar þar sem hann stund-
aði nám við Konunglega listahá-
skólann 1900– 1903. Ásgrímur
dvaldist ytra til ársins 1909, en
síðasta árið hafði hann vetursetu á
Ítalíu. Á leið sinni til og frá Ítalíu
kom hann við í Berlín og Weimar í
Þýskalandi og sá m.a. verk frön-
sku impressjónistanna sem höfðu
djúp áhrif á hann.
Íslensk náttúra var frá upphafi
aðalviðfangsefni Ásgríms og með
starfi sínu lagði hann grunninn að
íslenskri landslagslist. Sýn hans á
náttúruna var mótuð af rómantík
19. aldar og henni var hann trúr,
þótt áherslur og vinnuaðferðir
breyttust á hartnær 60 ára lista-
mannsferli. Ásgrímur vann
ennfremur brautryðjandastarf við
myndskreytingar íslenskra þjóð-
sagna og ævintýra og er einn mik-
ilvirkasti þjóðsagnateiknari Ís-
lendinga. Ásgrímur varð því fyrst-
ur íslenskra listmálara til að
sækja sér yrkisefni í þjóðsögurn-
ar. Ásamt Guðmundi Thorsteins-
syni er hann sá listamaður íslensk-
ur sem hefur túlkað þær á per-
sónulegastan hátt. Þjóðsagna-
myndir Ásgríms voru honum afar
nákomnar. Þar lét hann hugann
reika og tjáði tilfinningar á opin-
skárri hátt en í landslagsmyndun-
um. Ef frá eru taldar sýning hans í
Reykjavík um áramótin 1905–’06
og áttræðisafmælissýning hans
árið 1956, virðist hann aldrei hafa
haldið sýningu þar sem þjóðsagna-
myndirnar skipuðu veglegan sess.
Þjóðsagnamyndirnar komu hins
vegar fyrir almenningssjónir í
bókum. Veturinn 1906–’07, er hann
var um kyrrt í Reykjavík, vann
hann þjóðsagnamyndir í Lesbók
handa börnum og unglingum, sem
Guðmundur Finnbogason, Jóhann-
es Sigfússon og Þórhallur Bjarn-
arson sáu um útgáfu á, og
ennfremur í Nýja stafrófskverið
sem Laufey Vilhjálmsdóttir sá um
og kom út árið 1909. ■
Maðurinn sem spurt var um áblaðsíðu 24 er Birna Þórðar-
dóttir. Birna var lengi ritstjóri
Fréttabréfs Lækna og Lækna-
blaðsins en er framkvæmdastjóri
Alnæmissamtakanna í dag auk
þess sem hún leiðsegir í menn-
ingargönguferðum um miðborg
Reykjavíkur. Hún er þekkt fyrir
skörulega framgöngu í þeim bar-
áttumálum sem hún hefur tileink-
að sér um ævina og fara kjaramál
og herstöðvarandstaða þar fremst
í flokki. ■
Maðurinn er...
Óttinn við ofureflið
Ný könnun á meðal skrifstofustarfsmanna í Bretlandi:
Vilja vinna á strönd
Niðurstöður könnunar á vegumbreska símafyrirtækisins BT
gefa til kynna að skrifstofustarfs-
menn myndu koma meiru í verk ef
þeir fengju að vinna utan skrifstof-
unnar. Tveir þriðju aðspurðra í
könnunni sögðu að þeir myndu
verða ánægðari og koma meiru í
verk ef þeir fengju að velja hvar
þeir ynnu vinnuna sína.
Þá myndu starfsmennirnir
nýta sér Netið og þráðlaus sam-
skipti. Vinsælasti vinnustaðurinn
reyndist vera ströndin. Um 37%
aðspurðra sögðust helst vilja
vinna á ströndinni, með fartölv-
una sína í rólegheitum við sjávar-
niðinn. Fjöll og garðar skoruðu
einnig hátt. Um 18% sögðust helst
vilja vera upp til fjalla, og vinna
þaðan, og um 17% sögðust vilja
vera úti í fallegum almennings-
garði.
Athygli vekur að allir eru þessir
staðir úti við. Einungis um 4% sögð-
ust vilja vera heima í rúminu sínu
með tölvuna sína og vinna þaðan.
Könnuninn leiddi einnig í ljós að
um 28% aðspurðra vinna á milli níu
til tólf tíma á dag. Um 57% eyða
um fimm klukkustundum á dag
fyrir framan tölvuskjáinn. ■
STRÖNDIN
Um 37% aðspurðra í nýrri könnun sögðu
að þeir myndu koma meiru í verk ef þeir
fengju að taka fartölvuna sína á ströndina.