Fréttablaðið - 01.02.2004, Síða 31
31
■ Út í heim
SUNNUDAGUR 1. febrúar 2004
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
F
LU
2
32
87
0
1/
20
04
flugfelag.is
Árshátíðarslaufur
Starfsmannafélög, klúbbar, hópar…
Látið okkur hnýta árshátíðarslaufuna.
Hafðu samband við
Bergþóru eða Kristjönu
í síma 570 30 75
hopadeild@flugfelag.is
Litríkar og eftirminnilegar árshátíðarslaufur til:
Akureyrar
Egilsstaða
Ísafjarðar
Reykjavíkur
Færeyja
Frábærir gististaðir. Gerum tilboð í flug, gistingu
og hátíðarkvöldverð.
Tryggið ykkur sæti í tíma!
Ferðamálaráð Íslands, Ung-mennafélag Íslands og Land-
mælingar Íslands hafa undirritað
samstarfssamning um gerð og
rekstur gagnagrunns um göngu-
leiðir á Íslandi.
Gagnagrunnurinn í heild sinni
verður aðgengilegur almenningi á
heimasíðunni www.ganga.is frá
og með 1. maí næstkomandi. Þar
verða upplýsingar um að minnsta
kosti 500 gönguleiðir ásamt upp-
lýsingum sem tengjast slíkum
ferðalögum hér á landi. Fleiri leið-
ir munu svo bætast við í framtíð-
inni. Gönguleiðir eru skilgreindar
í þessu verkefni sem leiðir sem
taka a.m.k. tvær klukkustundir að
ganga.
Að sögn Einars K. Guðfinns-
sonar, formanns Ferðamálaráðs,
eru miklar vonir bundnar við
samstarfsverkefnið. „Það er mjög
athyglisvert að í nýrri könnun
kemur fram þegar ferðaáhugi
landsmanna er skoðaður að fólk
sem ferðast um landsbyggðina
sækir í fátt meira heldur en ein-
mitt gönguferðir og góðar göngu-
leiðir,“ segir Einar. „Tveir þriðju
hlutar þeirra Íslendinga sem ferð-
ast um landsbyggðina segja í
svari við spurningum okkar að
gönguferðirnar sé það sem þeir
stundi mest. Forsenda fyrir öfl-
ugri ferðaþjónustu, ekki síst á
meðal Íslendinga, er uppbygging
gönguleiða, merking þeirra og að
geta haft aðgang að slíku á einum
stað,“ segir hann. ■
FLUG TIL JAMAICA Heimsferðir
bjóða nú sérflug til Jamaica í
fyrsta sinn frá Íslandi. Glæsileg
hótel í boði. Verð kr. 69.950, flug
og skattar miðað við 5000 kr.
mastercard-ávísun. Verð kr.
84.950, flug, gisting, skattar, far-
arstjórn og gisting á Sandcastle
hóteli *** sem er fallegt hótel við
ströndina miðað við 5000 kr.
mastercard-ávísun.
FLUG TIL BILLUND Plúsferðir
bjóða beint flug til Billund alla mið-
vikudaga í sumar. Flugsæti til
Billund kostar 19.995 kr. báðar leið-
ir fyrir fullorðinn og 15.220 kr. fyr-
ir börn 2ja–11 ára. Verð frá 10.540
kr. önnur leiðin Keflavík–Billund
fyrir fullorðinn og 7.765 kr. fyrir
börn 2ja–11 ára. Innifalið er flug og
flugvallarskattar.
SAMSTARF
Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs (til hægri), og Magnús Guðmundsson, for-
stjóri Landmælinga Íslands, handsala samninginn. Sæmundur Runólfsson, framkvæmda-
stjóri UMFÍ (lengst til hægri), Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, og Magnús Oddsson
ferðamálastjóri fylgjast með.
Gagnagrunnur um gönguleiðir á Íslandi:
500 gönguleiðir á ganga.is
SUÐUR-AFRÍKA OG GLÆPIR
Glæpatíðni í Suður-Afríku er mikil og
gæti eflaust snúið mörgum ferðalangin-
um frá því að fara í heimsókn. Með því
að stunda ábyrga ferðamennsku er
hægt að sneiða hjá vandræðum.
Í ábyrgri ferðamennsku felst meðal
annars að flækjast ekki um gangandi á
kvöldin, veifa ekki peningum, skartgrip-
um og myndavélum að óþörfu. Nauð-
synlegt er að lesa sér til um hvar er
öruggt að vera og hvar ekki. Sömuleiðis
er gott að spyrja fólk í ferðaþjónustunni
ráða og fara eftir þeim leiðbeiningum
sem manni eru gefnar.
Á GÓÐRAVONARHÖFÐA
Suðvesturtá Afríku er langt frá borgum
Evrópu eins og sjá má.
BO-KAAP
Litríkt múslimahverfi Höfðaborgar.
LONGMARKET STREET Í HÖFÐABORG
Þar eru skemmtileg kaffihús og barir.
HEIMILI MANDELA
Hefur verið breytt í safn í Soweto.