Fréttablaðið - 01.02.2004, Síða 45
SUNNUDAGUR 1. febrúar 2004 45
Pondus
Ég hreinlega
elska þetta
hljóð!
Jæja já... þú ætlar
bara að sturta í þig
pilsner! Gerirðu þér
enga grein fyrir því
hvað afleiðingarnar
geta verið svakalegar?
Þegar var ég var í húsmæðra-
skóla ‘63, þá fórum við í bekkj-
arferð til Köben, skal ég segja
þér. Við skelltum í okkur
nokkrum köldum, skilurðu...
OG ÞÁ GERÐIST
ÞETTA!!!
Já, maður er þokkalega á perunni þegar
maður lætur tattúvera Mikka Mús á
magann og belju á hækjum að renna sér
niður hryggjarsúluna! Viltu sjá?
Brett og Butler
í samstarf?
FÓLK Brett Anderson, söngvari
Suede, er með sólóplötu í bígerð
og er ekki talið ólíklegt að hann
kalli til sinn gamlan félaga
Bernard Butler til samstarfs.
Anderson hætti í Suede á síðasta
ári með þeim orðum að hann
vildi nálgast sinn innri djöful
aftur. Nú lítur allt út fyrir að
hann verði særður fram í sam-
starfi við Butler sem hætti í
Suede eftir að upptökum á
annarri plötu sveitarinar lauk
árið 1994.
Samkvæmt fréttavef New
Musical Express, www.nme.co.uk
er talið víst að Anderson og Bulter
hafi að minnsta kosti unnið saman
að einu lagi á nýju plötunni.
Vinslit urðu með Butler og
Anderson þegar sá fyrrnefndi
hætti í Suede, tónlistaraðdáend-
um til mikils ama því samstarf
þeirra þótti með afbrigðum
frjótt. Það taldist því heldur bet-
ur til tíðinda þegar sást til
þeirra tveggja á börum í London
í desember og strax leitt líkum
að því að þeir félagarnir tækju
upp samstarf á nýjan leik.
Þrátt fyrir sólóverkefni Suede
eru allar líkur taldar á því að félag-
arnir í Suede komi saman aftur.
Anderson sjálfur gaf það í skyn á
síðustu tónleikum sveitarinnar á
síðasta ári, aðdáendum Suede til
mikillar ánægju. Hvenær það verð-
ur er hins vegar alveg óljóst. ■
BRETT ANDERSON
Ætlar að nálgast sinn innri djöful með aðstoð Bernards Butler.
Barist um einkaréttinn
á kynlífsupptökunni
FÓLK Fyrrum kærasti vandræða-
ljóskunnar Paris Hilton hefur
boðist til þess að falla frá 10 millj-
ón dollara meiðyrðamáli á hendur
fjölskyldu stúlkunnar. Í staðinn
vill hann fá dreifingarréttinn af
kynlífsmyndbandinu með Paris
sem gengið hefur á Netinu.
Það ætti ekki að koma neinum
á óvart að þessi tillaga fór mikið
fyrir brjóstið á fjölskyldu
stúlkunnar sem rekur Hilton-hót-
elkeðjuna frægu. Frá því að
myndbandið komst í umferð á
Netinu hefur fjölskyldan reynt
hvað hún getur til þess að ná því
úr umferð.
Salomon, sem er eiginmaður
Beverly Hills 90120 leikkonunnar
Shannen Doherty, sendi fjölskyld-
unni tilboðið um miðjan síðasta
mánuð.
Salomon kærði fjölskylduna
eftir að hún sakaði hann um að
vera valdur þess að myndbands-
upptakan lak á Netið. Meðlimir
fjölskyldunnar sökuðu hann ein-
nig um að hafa byrlað stúlkunni
eiturlyf og sögðu hana varla með
rænu þegar kynlífsupptakan var
gerð. Þeir sem hafa séð mynd-
bandið vita betur.
Lögfræðingur Hilton fjöl-
skyldunnar segir tilboðið sýna
fyrirlitningu og hafnaði því al-
farið. ■
PARIS HILTON
Eftir að myndbandsupptakan lak á Netinu hefur Paris Hilton reynt hvað hún getur til þess
að bjarga ímynd sinni. Hér sést hún mótmæla slæmri meðferð á dýrum.
30 BESTU PLÖTUR ALLRA TÍMA SAM-
KVÆMT NÝLEGUM LISTA TÓNLISTAR-
TÍMARITSINS ROLLING STONE:
Sgt Pepper's Lonely Hearts Club Band
THE BEATLES
Pet Sounds
THE BEACH BOYS
Revolver
THE BEATLES
Highway 61 Revisited
BOB DYLAN
Rubber Soul
THE BEATLES
What's Going On
MARVIN GAYE
Exile on Main Street
THE ROLLING STONES
London Calling
THE CLASH
Blonde on Blonde
BOB DYLAN
The Beatles („The White Album“)
THE BEATLES
The Sun Sessions
ELVIS PRESLEY
Kind of Blue,
MILES DAVIS
Velvet Underground and Nico
THE VELVET UNDERGROUND
Abbey Road
THE BEATLES
Are You Experienced?
JIMI HENDRIX EXPERIENCE
Blood on the Tracks
BOB DYLAN
Nevermind
NIRVANA
Born to Run
BRUCE SPRINGSTEEN
Astral Weeks
VAN MORRISON
Thriller
MICHAEL JACKSON
The Great Twenty-Eight
CHUCK BERRY
Plastic Ono Band
JOHN LENNON
Innervisions
STEVIE WONDER
Live at the Apollo (1963)
JAMES BROWN
Rumours
FLEETWOOD MAC
The Joshua Tree
U2
King of the Delta Blues Singers, Vol. 1
ROBERT JOHNSON
Who's Next
THE WHO
Led Zeppelin
LED ZEPPELIN
Blue
JONI MITCHELL
Listinn er birtur í nýjasta hefti
Rolling Stone.
NEI
NEI
NEI
Svona... við verslum
þá bara á netinu,
elsku kallinn minn...
svona já... láttu það
bara koma...
Eitt kíló af sykri...
tveir lítrar af létt-
mjólk... úps, þarna
datt risapoki af
lakkrískonfekti í
kerruna... og eitt
karlablað...
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
30 bestu plöturallta tíma
BÍTLARNIR
Eins og svo oft áður er toppslagurinn yfir
bestu plötur allra tíma á milli Bítlaplötunn-
ar Sgt Peppers og Beach Boys plötunnar
Pet Sounds.