Fréttablaðið - 01.02.2004, Síða 47

Fréttablaðið - 01.02.2004, Síða 47
47SUNNUDAGUR 1. febrúar 2004 Björk „okkar“ Guðmundsdóttirhefur ákveðið að gefa út safn- box í apríl sem inniheldur allar smáskífur, endurhljóðblandanir og hvítamerkjaútgáfur sem út hafa komið á 11 ára sólóferli henn- ar. Á heimasíðu hennar kemur fram að með þessu vonist hún til þess að svala þeirri eftirspurn eft- ir lítt þekktum endurhljóðblönd- unum sem hafa verið ófáanlegar um nokkurt skeið. Sumar þeirra hafa ekki verið gefnar út í ákveðn- um löndum. Með þessu bindur Björk enda á uppgjör sitt við fortíðina en hún hefur verið í þeim gírnum alveg frá því að hún gaf út Greatest Hits plötu sína árið 2002. Hún er langt komin með nýja breiðskífu og von er á henni á heimsmarkaðinn síðla árs. Það verður þá fyrsta útgáfa hennar einungis með nýjum lög- um í þrjú ár, eða alveg frá því að Vespertine kom út árið 2001. ■ BJÖRK Er alveg að verða búin að taka til á háaloftinu heima hjá sér og ný plata er handan við hornið. Safnhaugur BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR ■ ætlar að gefa vænan skammt af gömlu efni út í myndarlegum kassa. Smáskífusafnbox á leiðinni ÍSTÖLT Sjötíu knapar mættu með hesta sína á Ístölt-keppni á Rauðavatni í gær. Sigurður Matthías- son á Kolviði frá Skeiðháholti sigraði í meistaraflokki en knapi og fákur eru hér á hálum ís. Grannur tenór fitnar Gjörbreytt útlit GuðmundarÓlafssonar leikara hefur vakið mikla athygli leikhús- gesta í Iðnó nú á nýbyrjuðu ári. Guðmundur, sem hefur leikið Tenórinn í Iðnó síðan í byrjun október, ákvað um jólin að taka sér tak. Til að fylla betur út í hlutverk heimssöngvarans þyn- gdi hann sig um heil tvö kíló og fjórtán grömm á örfáum dög- um. „Mér varð ljóst að það væri ekki bjóðandi áhorfendum að hafa einhverja horgrind á svið- inu og át því eins og svín um jólin,“ sagði leikarinn þar sem hann sat við eldhúsborðið heima hjá sér og úðaði í sig þjóðlegum þorramat. „Þorramaturinn mun án efa hjálpa mér að þyngjast enn frekar. Þetta hefur verið þrælerfitt en ég neita mér ekki um neitt og hef sjaldan verið þyngri eða í verra formi,“ sagði Guðmundur alsæll, en hann er sérlega sólginn í lundabagga ofan á rúgbrauð með miklu smjöri. Undirleikari Tenórsins, Sigursveinn Magnússon, vildi aðspurður ekkert tjá sig um mataræði söngvarans en sagði þó ljóst að það hefði ekki komið niður á raddgæðum. Þetta mun sennilega vera í fyrsta skipti sem íslenskur sviðsleikari þyngir sig fyrir hlutverk, en það er mál manna að slíkt sé mjög vænlegt ef leik- arar vilja næla sér í viðurkenn- ingar af ýmsu tagi, svo sem Golden Globe eða Óskars- verðlaunin. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvort sama á við hérlendis og erlendis. Leiksýningin um Tenórinn, sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda sem og áhorf- enda, verður áfram á fjölunum í Iðnó – eins lengi og þær gömlu fjalir þola þyngslin. ■ TENÓRINN Guðmundur Ólafsson hefur bætt á sig rúmlega tveimur kílógrömmum – allt í þágu leiklistarinnar. Aukakíló GUÐMUNDUR ÓLAFSSON ■ Leikarinn notaði tækifærið um jólin og fitaði sig til að fylla betur út í hlutverk heimssöngvara. Hann reiknar með frekari afrekum á þessu sviði á þorranum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.