Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.02.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 14.02.2004, Qupperneq 10
10 14. febrúar 2004 LAUGARDAGUR MIKILL SNJÓR Í AÞENU Mikið hefur snjóað í Aþenu og víðar á Grikklandi undanfarið. Veðrið hefur sett mark sitt á samgöngur, flugi hefur verið frestað og samgöngur á jörðu niðri truflast. Spölur tapar máli gegn íslenska ríkinu: Veglyklagjaldið skattskylt DÓMSMÁL Skilagjald á veglykla í Hvalafjarðargöng er virðisauka- skattskylt og úrskurður yfir- skattanefndar um endurálagningu á Spöl ehf. fjögur ár aftur í tím- ann og ákvörðun um 10 prósenta álag á vangoldinn virðisaukaskatt stendur því óhögguð. Þetta er niðurstaða Héraðs- dóms Reykjavíkur í máli Spalar gegn íslenska ríkinu. Skattstjóri Vesturlands boðaði í nóvember 2001 að skattskyld velta Spalar skyldi hækkuð vegna innheimtu á 2000 króna skila- gjaldi sem Spölur innheimti fyrir veglykla. Spölur taldi skilagjaldið ekki virðisaukaskattskylt þar sem það lánaði viðskiptavinum lyklana en seldi ekki. Enginn skattur var því innheimtur af skilagjaldinu. Skattstjóri Vesturlands var á öðru máli og náði endurálagning til síð- ustu þriggja mánaða ársins 1998, áranna 1999 og 2000 og fyrri hluta árs 2001. Yfirskattanefnd stað- festi þessa niðurstöðu skattstjór- ans og höfðaði Spölur því mál til ógildingar úrskurðinum. Héraðs- dómur hafnar rökum Spalar sem þarf því standa íslenska ríkinu skil á skattinum auk álags. ■ HÖFÐABORG, AP Tæpum fjörutíu árum eftir að hann var rekinn af heimili sínu ásamt 67.000 öðrum þeldökkum íbúum hverfis sex í Höfðaborg varð Ebrahim Murat fyrsti maðurinn til að taka við lyklunum að nýju heimili sínu í gamla hverfinu. Fólkinu var gert að yfirgefa heimili sín árið 1966 eftir að borgarstjórn Höfðaborg- ar lýsti svæðið hvítt, með vísan til laganna um aðskilnað kynþátta. „Ég fékk sólarhringsfrest. Sól- arhring til að setja líf mitt niður í kassa,“ sagði Jaswint Gihwala sem flyst nú í gamla hverfið sitt. „Ég bjóst aldrei við því að upplifa þennan dag.“ Hverfi sex var blómlegt hverfi á sínum tíma þar sem fólk af ólík- um kynþáttum bjó innan um hvert annað áður en þeldökkir íbúarnir voru neyddir til að flytja í fátæk- leg hverfi, reist á vindbörðum stöðum sem ekki þóttu boðlegir fyrir hvíta íbúa Suður-Afríku. Fá- einum árum eftir að íbúunum var skipað að flytjast á brott var búið að rífa flest húsin. Um áratuga- skeið börðust þeir sem reknir voru á brott fyrir því að ekki yrði ráðist í framkvæmdir á svæðinu, til að tryggja að gömlu íbúar þess gætu einhvern tíma snúið aftur. „Ég er himinlifandi. Núna fögnum við því sem þolinmæðin færði okkur,“ sagði Anwah Nagia, sem leiddi þá baráttu. Nú geta gamlir íbúar hverfis sex valið á milli skaðabóta fyrir að hafa verið fluttir nauðungar- flutningum eða að fá nýtt húsnæði í gamla hverfinu sínu. Búist er við því að um 4000 fjölskyldur snúi aftur en enn hafa aðeins fáein hús verið reist. „Konan mín lést á síðasta ári, stuttu eftir að við fréttum að við mættum flytja aftur á gömlu heimaslóðirnar þar sem við ólum upp fimmtán börn okkar. Nú mun ég búa hérna með fjórum eftir- lifandi börnum okkar,“ sagði Ebrahim Murat eftir að Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður- Afríku, afhenti honum fyrsta lyk- ilinn að nýrri íbúð á svæðinu. ■ Áhrif hnattvæðingar: Vilja nýtt öryggisráð NÝJA DELHÍ, AP Þörf er á nýrri stofnun Sameinuðu þjóðanna sem er betur til þess fallin að takast á við hnattvæðingu og efnahagsleg og félagsleg áhrif hennar, auk áhrifa hennar á um- hverfið, sagði Dominique de Villepin, utanríkisráðherra Frakklands, þegar hann kom til Nýju Delí á Indlandi. „Sem svar við þessu hefur Frakkland lagt til að stofnað verði öryggisráð efnahags- og velferðarmála, sem tryggir hag alþjóðasamfélagsins,“ sagði de Villepin. ■ LÖGREGLUMÁL Mennirnir tveir sem rændu fjármunum á Hótel Örk og Búnaðarbankanum í Hveragerði í gærmorgun hafa verið sendir á Litla-Hraun. Þeir hafa margoft komið við sögu lögreglu áður vegna afbrota. Mennirnir sem eru um tvítugt ógnuðu hótelstjóranum á hótel Örk með hnífi og særðu hann. Þar höfðu þeir 60–70 þúsund krónur á brott með sér. Síðan fóru þeir í Búnaðarbankann, þar sem þeir slógu starfsmann og hótuðu fólki. Þeir höfðu skiptimynt upp úr krafsinu. Lögreglan náði þeim þar sem þeir voru á hlaupum skammt frá bænum skömmu síðar. Vegna ránanna voru mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 19. febrúar nk. að kröfu lögreglunnar á Selfossi Átján ára kona sem talin er hafa verið í slagtogi með karlmönnun- um var tekin til yfirheyrslu hjá lögreglunni, en síðan sleppt. Lög- reglan mun á næstu dögum vinna úr fyrirliggjandi gögnum og yfir- heyra vitni. Að öðru leyti er málið í eðlilegum rannsóknarfarvegi, að því er segir í tilkynningu frá Selfosslögreglu. ■ Ránin í Hveragerði: Ránsmennirnir á Litla-Hraun SITJA INNI Mennirnir tveir sem rændu Búnaðarbanka, reyndu fyrst að fara inn um aðalinngang, sem sést hér á myndinni. Síðan fóru þeir inn um starfsmannainngang, ógnuðu og slógu starfsmenn og höfðu skiptimynt á brott með sér. Heim á ný eftir áratuga útlegð Gamlir íbúar hverfis sex í Höfðaborg snúa aftur 37 árum eftir að borgar- stjórnin sagði hverfið aðeins fyrir hvíta menn og rak þeldökka íbúa á brott. TÍMAMÓTUM FAGNAÐ Nelson Mandela afhenti fyrstu lyklana að nýjum heimilum og fagnaði með íbúunum. MEÐ MYND AF GAMLA HEIMILINU Dan Ndzabela brosti út að eyrum þegar hann fékk lyklana að nýju heimili sínu í hverfinu sem hann var rekinn frá fyrir 37 árum. Hann mætti með innrammaða mynd af gamla heimilinu á athöfn þar sem fyrstu lyklarnir voru afhentir. BANDARÍKJAFORSETI Í könnun sem birt var í The Washington Post sögðu 51 prósent aðspurðra að þeir myndu kjósa demókratann John Kerry í forsetakosningunum í haust en aðeins 43 prósent George W. Bush. Bandarísk skoðanakönnun: Bush ekki treystandi WASHINGTON Traust bandarísku þjóðarinnar á George W. Bush hefur ekki verið minna síðan hann tók við embætti forseta Banda- ríkjanna, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun sem birtist í The Washington Post. Aðeins 52% aðspurða treysta forsetanum en 42% segjast efast um heilindi hans. Stuðningur al- mennings við stríðið í Írak virðist líka hafa minnkað. Helmingur að- spurðra segir að stríðið hafi ekki verið fyrirhafnarinnar virði. 54% voru á þeirri skoðun að Banda- ríkjastjórn hefði vísvitandi ýkt þá ógn sem heimsbyggðinni stafaði af gereyðingarvopnum Íraka. ■ HVALFJARÐARGÖNG Spölur taldi ekki skylt að innheimta virðis- aukaskatt af skilagjaldi veglykla, þar sem ekki væri um eiginlega sölu að ræða.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.