Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.02.2004, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 14.02.2004, Qupperneq 22
22 14. febrúar 2004 LAUGARDAGUR VIÐ ERUM 1. ÁRS Í tilefni afmælisins 14. febrúar viljum við bjóða fría heimsendingarþjónustu um allt höfuðborgarsvæðið. KOMDU ELSKUNNI Á ÓVART OG SENDU BLÓMVÖND FRÍTT. Pantaðu strax, takmarkað magn af rauðum rósum. Hótel Örk rétt handan hæðar Valentínusardagur Þriggja rétta kvöldverður, gisting og morgunverðarhlaðborð Hugljúf dinner músík Amor sér um sína Rós í barm Þú býður elskunni - við bjóðum þér Hótel Örk Sími 483 4700 Staður stórviðburða Verð fyrir 2 kr. 9.900,- Um þrjátíu bandarísk pör vorustödd hér á landi í gær í Val- entínusarferð á vegum Icelandair Holidays í Baltimore. Pörin héldu upp á dag ástarinnar með því að endurnýja heit sín, sum fyrir flug en önnur á meðan á því stóð, hjá guðfræðilærðum manni. Brúðar- marsinn var jafnframt leikinn þegar pörin gengu um borð. „Sumir komu meira segja um borð í brúðarfötunum svo það má eiginlega segja að þetta hafi brúð- kaupsferðin þeirra,“ segir Sús- anna R. Westlund hjá Kynnisferð- um. „Þetta byrjaði fyrir nokkrum árum og þá voru fjögur pör sem tóku þátt, síðan níu og nú eru þau orðin um þrjátíu. Þannig að þetta er með því stærsta sem við þekkj- um.“ Dagskrá elskendanna, sem koma frá Boston, Baltimore og Minneapolis, var þétt skipuð en þau snæddu meðal annars mat í boði Ferðamálaráðs í Fjöru- kránni, fóru í hestaferð á vegum Íshesta, í Bláa lónið og enduðu á Stokkseyri þar sem þau ornuðu sér við varðeld og drukku ástar- drykk áður en þau héldu í mat á veitingastaðnum Við Fjöruborðið. Með í för eru erlendir blaðamenn og ljósmyndarar. Hópurinn hélt svo árla morg- uns til Bretlands þar sem ætlunin er að halda upp á hinn eiginlega Valentínusardag, þá verður þeim boðið í mat á vegum breska ferða- málaráðsins og skoða Eye of London. ■ ÁSTARRÚTAN Rúta ferðalanganna var skreytt með bleikum hjörtum. Hver var Valentínus? Valentínusardagurinn erhelgaður kaþólska dýrlingn- um og píslarvottinum Valent- ínusi. Æviatriði Valentínusar er mjög á reiki og nafnið er talið eiga við tvo eða jafnvel þrjá píslarvotta kirkjunnar. Einn var rómverskur prestur og læknir sem var ofsóttur á dögum Kládí- usar 2., annar var biskup á Ítal- íu og sá þriðji dó í Afríku en lít- ið sem ekkert er vitað um líf hans. Líklegt er talið að sögur af þessum þremur mönnum hafi brenglast í gegnum tíðina og úr orðið saga eins manns. Frá því á 14. öld hefur Valentínusdagur- inn verið hátíð elskenda sem senda sínum útvöldu ástarjátn- ingar. Sá siður er dýrlingnum alls óviðkomandi. Bandaríkja- menn hafa verið hvað ákafastir í að halda upp á daginn. ■ Á vængjum ástarinnar SÚSANNA R. WESTLUND Segir ferðir af þessu tagi verða vinsælli með hverju árinu. ÁSTFANGINN Það var ástfanginn hóp- ur sem kom til Íslands í gær til að halda upp á Valentínusardaginn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.