Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 1
UMFERÐARSLYS Tvær stúlkur á fjórt-
ánda aldursári létust í umferðar-
slysi sem varð í Norðurárdal um
hálf fjögur í gær. Tveir jeppar sem
komu úr gagnstæðri átt rákust sam-
an og fór annar í hliðina á hinum.
Alls voru sjö farþegar í bílunum
tveimur. Báðar þyrlur Landhelgis-
gæslunnar voru tiltækar en einung-
is TF-LÍF fór af stað norður og sótti
þá fimm sem lifðu slysið af og flutti
til Reykjavíkur. Þyrlan lenti við
Landspítalann í Fossvogi klukkan
16.53.
Kona sem ferðaðist með stúlkun-
um tveimur var enn á gjörgæslu-
deild í gærkvöld en var ekki í lífs-
hættu.
Kona og drengur voru lögð inn til
eftirlits en maður og drengur fengu
að fara heim að lokinni skoðun í
gær. Þau fjögur voru saman í öðrum
bílanna á leið í átt að Borgarnesi.
Slysið varð á vegarkafla milli
Laxfoss og Bifrastar í blindbeygju.
Hálka var mjög mikil á svæðinu í
gær og fór annar bíll útaf og valt á
svipuðum slóðum skömmu eftir að
banaslysið varð. Engin slys urðu á
fólki í því óhappi. ■
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Kvikmyndir 42
Tónlist 32
Leikhús 32
Myndlist 32
Íþróttir 40
Sjónvarp 44
LAUGARDAGUR
DAGURINN Í DAG
21. febrúar 2004 – 51. tölublað – 4. árgangur
EKKI HÆKKUN Sitjandi iðnaðarráð-
herra telur ekki að ný orkulög hafi í för
með sér hækkun á raforkuverði. Hann er
sannfærður um að ekki sé ástæða til að
hafa áhyggjur af kostnaðinum. Sjá síðu 4
BIÐJA UM PÓLITÍSKT HÆLI Hjón
frá Sri Lanka með tvö ung börn komu til
landsins um síðustu helgi. Fólkið gaf sig
fram við lögregluna í Reykjavík og bað um
pólitískt hæli. Sjá síðu 2
LÆKNIR SVIPTUR Landlæknisemb-
ættið hefur frá áramótum óskað eftir að
einn læknir verði sviptur leyfi. Hann er tal-
inn hafa skrifað út ávanabindandi lyf til
eigin nota. Sjá síðu 2
VEIÐIBANN Á VIN Halldór Blöndal vill
banna allar andaveiðar og segir stokkönd-
ina mikinn vin sinn. Steingrímur J. Sigfús-
son fagnar tillögunni. Sigmar B. Hauksson
segir hana fáránlega. Sjá síðu 6
Þjóð í leit að kynnum
LÖGREGLUMÁL Þrír menn voru
handteknir í gær vegna líkfundar-
ins í Norðfjarðarhöfn á miðviku-
daginn í síðustu viku. Húsleit hef-
ur verið gerð hjá tveimur þeirra.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að mennirnir séu hinir sömu og gáfu
sig fram við lögreglu á mánudaginn
og gáfu skýrslu, tveir Íslendingar
og einn Lithái. Þá neituðu þeir allir
aðild að málinu.
Rannsóknarlögreglumenn frá
Ríkislögreglustjóra yfirheyrðu í
gær allmarga einstaklinga og hafa
nokkrir réttarstöðu grunaðra.
Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á
Eskifirði, sagði að enn fremur
væri verið að yfirheyra vitni sem
talið er að geti gefið þýðingar-
miklar upplýsingar í málinu.
„Það er verið að vinna á öllum víg-
stöðvum hér fyrir austan og fyrir
sunnan,“ sagði Inger. „Frekari upp-
lýsingar munu liggja fyrir á morgun.“
Þegar blaðið fór í prentun í
gærkvöld stóðu yfirheyrslur enn
yfir. Ekki lá fyrir játning í málinu
og enginn hafði verið úrskurðaður
í gæsluvarðhald, en lögreglan hef-
ur sólarhring frá handtöku til að
óska varðhalds þyki ástæða til.
Mennirnir sem voru handteknir
í gær voru í Neskaupstað á sama
tíma og líkið fannst. Guðmundur
St. Ragnarsson, lögmaður þre-
menninganna, sagði í byrjun vik-
unnar að tveir mannanna hefðu
leigt jeppa og ekið austur. Þeir
hafi fyrst ætlað að fara að Gull-
fossi og Geysi, en síðan ákveðið að
fara austur að Skaftafelli. Ferðin
hafi að lokum endað í heimsókn
hjá þeim þriðja, sem um stundar-
sakir hafi verið í heimsókn hjá
móður sinni í Neskaupstað.
Þegar Fréttablaðið ræddi við
Guðmund St. í gærkvöldi vildi
hann ekkert tjá sig um málið. ■
● fékk hugljómun
Halldór Friðrik Þorsteinsson:
▲
SÍÐA 24
Fann upp
Gettu betur
● 65 ára í dag
Jón Baldvin Hannibalsson:
▲
SÍÐA 18
Ræðir ekki
forsetaframboð
● frí en fáar pásur fram undan
Vignir í Írafári:
▲
SÍÐA 54
Laugardagskvöld
Um 35 þúsund Íslendingar eru skráðir
notendur á vefsíðunni einkamál.is.
Nærri lætur að 7.500 skilaboð
fari á milli manna á degi hverjum.
▲
SÍÐA 32
Þrír handteknir
og húsleit gerð
Þrír menn voru handteknir vegna líkfundarins í Norðfjarðarhöfn. Allmargir hafa verið
yfirheyrðir og nokkrir hafa réttarstöðu grunaðra.
● góð ráð jóns heiðars
BMW-inn
alltaf bestur
bílar o.fl.
Júlíus Bess:
▲
SÍÐA 36
VEÐRIÐ Í DAG
52%74%
BJART OG FALLEGT En kalt, þó
reyndar hlýni aftur síðdegis á morgun.
Stöku él við norðausturströndina og þar
verður dálítill vindur. Annars staðar hæg-
lætisveður. Sjá síðu 6.
einkamal.is
Hefur slæm áhrif á ímyndina
Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í
Fjarðabyggð, segir umfjöllun um lík-
fundinn í Neskaupstað hafa haft
slæm áhrif á ímynd staðarins.
Placebo:
Kemur til Ís-
lands í sumar
TÓNLIST Breska rokksveitin Placebo
hefur staðfest komu sína hingað til
lands og mun halda tónleika í Laug-
ardalshöll í sumar.
„Það gekk mjög vel að fá þá
hingað því þeir hafa mikinn áhuga
fyrir því að koma,“ segir Ragnheið-
ur Hansson, sem stendur fyrir tón-
leikunum.
Hljómsveitarmeðlimirnir eru
áhugasamir um landið og ætla að
dvelja hér í fjóra daga og skoða sig
um en þeir eru ekki vanir því að
staldra lengi við á hverjum stað á
tónleikaferðalögum sínum.
Sjá nánar á síðu 38.FRAM MÆTIR HAUKUM Þrír leikir
verða í Remax-deild karla. Í 1. deildinni
tekur Breiðablik tekur á móti ÍBV klukkan
14 og Selfoss á móti Þór klukkan 16. Í úr-
valsdeildinni mætast Fram og Haukar
klukkan 16.30 og Stjarnan tekur á móti
Gróttu KR klukkan 17.
SÍÐA 18
▲
ÞYRLAN LENDIR VIÐ BORGARSPÍTALA Tvær stúlkur fórust í umferðarslysinu í Norðurárdal. Fimm voru fluttir slasaðir með þyrlu
Landhelgisgæslunnar. Enginn þeirra mun vera í lífshættu og fengu tveir að fara heim í gær.
ÚR HRINGADRÓTTINSSÖGU
Ísland var skoðað sem tökustaður.
Hringadróttinssaga:
Ísland kom
til greina
KVIKMYNDIR „Íslenskt landslag þyk-
ir sérstakt og býður vissulega upp á
marga áhugaverða tökustaði. Það er
hægt að finna svipað landslag á
Nýja-Sjálandi eins og sést best á
myndunum um Hringadróttinssögu.
Það er gaman að geta þess að Ísland
var á sínum tíma skoðað sem töku-
staður þeirra mynda,“ segir Sæ-
mundur Norðfjörð, framleiðandi
hjá Sagafilm, í viðtali við blaðið í
dag. Það færist í vöxt að erlendar
stórmyndir séu teknar á Íslandi.
Ekki varð þó af töku Hringadrótt-
inssögu hér á landi, sem kunnugt er.
„Það hefði vitaskuld haft gríðarleg
áhrif á íslenska kvikmyndagerð,“
segir Sæmundur. Sjá nánar á síðu 26.
Umferðarslys í Norðurárdal:
Tvær stúlkur létust
Líkfundurinn í Neskaupstað:
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R