Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 1
UMFERÐARSLYS Tvær stúlkur á fjórt- ánda aldursári létust í umferðar- slysi sem varð í Norðurárdal um hálf fjögur í gær. Tveir jeppar sem komu úr gagnstæðri átt rákust sam- an og fór annar í hliðina á hinum. Alls voru sjö farþegar í bílunum tveimur. Báðar þyrlur Landhelgis- gæslunnar voru tiltækar en einung- is TF-LÍF fór af stað norður og sótti þá fimm sem lifðu slysið af og flutti til Reykjavíkur. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi klukkan 16.53. Kona sem ferðaðist með stúlkun- um tveimur var enn á gjörgæslu- deild í gærkvöld en var ekki í lífs- hættu. Kona og drengur voru lögð inn til eftirlits en maður og drengur fengu að fara heim að lokinni skoðun í gær. Þau fjögur voru saman í öðrum bílanna á leið í átt að Borgarnesi. Slysið varð á vegarkafla milli Laxfoss og Bifrastar í blindbeygju. Hálka var mjög mikil á svæðinu í gær og fór annar bíll útaf og valt á svipuðum slóðum skömmu eftir að banaslysið varð. Engin slys urðu á fólki í því óhappi. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 42 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 40 Sjónvarp 44 LAUGARDAGUR DAGURINN Í DAG 21. febrúar 2004 – 51. tölublað – 4. árgangur EKKI HÆKKUN Sitjandi iðnaðarráð- herra telur ekki að ný orkulög hafi í för með sér hækkun á raforkuverði. Hann er sannfærður um að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af kostnaðinum. Sjá síðu 4 BIÐJA UM PÓLITÍSKT HÆLI Hjón frá Sri Lanka með tvö ung börn komu til landsins um síðustu helgi. Fólkið gaf sig fram við lögregluna í Reykjavík og bað um pólitískt hæli. Sjá síðu 2 LÆKNIR SVIPTUR Landlæknisemb- ættið hefur frá áramótum óskað eftir að einn læknir verði sviptur leyfi. Hann er tal- inn hafa skrifað út ávanabindandi lyf til eigin nota. Sjá síðu 2 VEIÐIBANN Á VIN Halldór Blöndal vill banna allar andaveiðar og segir stokkönd- ina mikinn vin sinn. Steingrímur J. Sigfús- son fagnar tillögunni. Sigmar B. Hauksson segir hana fáránlega. Sjá síðu 6 Þjóð í leit að kynnum LÖGREGLUMÁL Þrír menn voru handteknir í gær vegna líkfundar- ins í Norðfjarðarhöfn á miðviku- daginn í síðustu viku. Húsleit hef- ur verið gerð hjá tveimur þeirra. Heimildir Fréttablaðsins herma að mennirnir séu hinir sömu og gáfu sig fram við lögreglu á mánudaginn og gáfu skýrslu, tveir Íslendingar og einn Lithái. Þá neituðu þeir allir aðild að málinu. Rannsóknarlögreglumenn frá Ríkislögreglustjóra yfirheyrðu í gær allmarga einstaklinga og hafa nokkrir réttarstöðu grunaðra. Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, sagði að enn fremur væri verið að yfirheyra vitni sem talið er að geti gefið þýðingar- miklar upplýsingar í málinu. „Það er verið að vinna á öllum víg- stöðvum hér fyrir austan og fyrir sunnan,“ sagði Inger. „Frekari upp- lýsingar munu liggja fyrir á morgun.“ Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld stóðu yfirheyrslur enn yfir. Ekki lá fyrir játning í málinu og enginn hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, en lögreglan hef- ur sólarhring frá handtöku til að óska varðhalds þyki ástæða til. Mennirnir sem voru handteknir í gær voru í Neskaupstað á sama tíma og líkið fannst. Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður þre- menninganna, sagði í byrjun vik- unnar að tveir mannanna hefðu leigt jeppa og ekið austur. Þeir hafi fyrst ætlað að fara að Gull- fossi og Geysi, en síðan ákveðið að fara austur að Skaftafelli. Ferðin hafi að lokum endað í heimsókn hjá þeim þriðja, sem um stundar- sakir hafi verið í heimsókn hjá móður sinni í Neskaupstað. Þegar Fréttablaðið ræddi við Guðmund St. í gærkvöldi vildi hann ekkert tjá sig um málið. ■ ● fékk hugljómun Halldór Friðrik Þorsteinsson: ▲ SÍÐA 24 Fann upp Gettu betur ● 65 ára í dag Jón Baldvin Hannibalsson: ▲ SÍÐA 18 Ræðir ekki forsetaframboð ● frí en fáar pásur fram undan Vignir í Írafári: ▲ SÍÐA 54 Laugardagskvöld Um 35 þúsund Íslendingar eru skráðir notendur á vefsíðunni einkamál.is. Nærri lætur að 7.500 skilaboð fari á milli manna á degi hverjum. ▲ SÍÐA 32 Þrír handteknir og húsleit gerð Þrír menn voru handteknir vegna líkfundarins í Norðfjarðarhöfn. Allmargir hafa verið yfirheyrðir og nokkrir hafa réttarstöðu grunaðra. ● góð ráð jóns heiðars BMW-inn alltaf bestur bílar o.fl. Júlíus Bess: ▲ SÍÐA 36 VEÐRIÐ Í DAG 52%74% BJART OG FALLEGT En kalt, þó reyndar hlýni aftur síðdegis á morgun. Stöku él við norðausturströndina og þar verður dálítill vindur. Annars staðar hæg- lætisveður. Sjá síðu 6. einkamal.is Hefur slæm áhrif á ímyndina Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir umfjöllun um lík- fundinn í Neskaupstað hafa haft slæm áhrif á ímynd staðarins. Placebo: Kemur til Ís- lands í sumar TÓNLIST Breska rokksveitin Placebo hefur staðfest komu sína hingað til lands og mun halda tónleika í Laug- ardalshöll í sumar. „Það gekk mjög vel að fá þá hingað því þeir hafa mikinn áhuga fyrir því að koma,“ segir Ragnheið- ur Hansson, sem stendur fyrir tón- leikunum. Hljómsveitarmeðlimirnir eru áhugasamir um landið og ætla að dvelja hér í fjóra daga og skoða sig um en þeir eru ekki vanir því að staldra lengi við á hverjum stað á tónleikaferðalögum sínum. Sjá nánar á síðu 38.FRAM MÆTIR HAUKUM Þrír leikir verða í Remax-deild karla. Í 1. deildinni tekur Breiðablik tekur á móti ÍBV klukkan 14 og Selfoss á móti Þór klukkan 16. Í úr- valsdeildinni mætast Fram og Haukar klukkan 16.30 og Stjarnan tekur á móti Gróttu KR klukkan 17. SÍÐA 18 ▲ ÞYRLAN LENDIR VIÐ BORGARSPÍTALA Tvær stúlkur fórust í umferðarslysinu í Norðurárdal. Fimm voru fluttir slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Enginn þeirra mun vera í lífshættu og fengu tveir að fara heim í gær. ÚR HRINGADRÓTTINSSÖGU Ísland var skoðað sem tökustaður. Hringadróttinssaga: Ísland kom til greina KVIKMYNDIR „Íslenskt landslag þyk- ir sérstakt og býður vissulega upp á marga áhugaverða tökustaði. Það er hægt að finna svipað landslag á Nýja-Sjálandi eins og sést best á myndunum um Hringadróttinssögu. Það er gaman að geta þess að Ísland var á sínum tíma skoðað sem töku- staður þeirra mynda,“ segir Sæ- mundur Norðfjörð, framleiðandi hjá Sagafilm, í viðtali við blaðið í dag. Það færist í vöxt að erlendar stórmyndir séu teknar á Íslandi. Ekki varð þó af töku Hringadrótt- inssögu hér á landi, sem kunnugt er. „Það hefði vitaskuld haft gríðarleg áhrif á íslenska kvikmyndagerð,“ segir Sæmundur. Sjá nánar á síðu 26. Umferðarslys í Norðurárdal: Tvær stúlkur létust Líkfundurinn í Neskaupstað: FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.