Fréttablaðið - 21.02.2004, Side 6
6 21. febrúar 2004 LAUGARDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 68,1 0,12%
Sterlingspund 128,32 -0,30%
Dönsk króna 11,57 -0,29%
Evra 86,21 -0,31%
Gengisvísitala krónu 119,10 0,08%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 418
Velta 10.866 milljónir
ICEX-15 2.483 0,83%
Mestu viðskiptin
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 4.976.186
Og fjarskipti hf. 190.796
Össur hf 107.108
Mesta hækkun
Landsbanki Íslands hf. 3,45%
Straumur Fjárfestingarbanki hf 3,15%
Medcare Flaga 3,00%
Mesta lækkun
Fjárfestingarfélagið Atorka hf. -6,38%
SÍF hf. -2,03%
Opin Kerfi Group hf. -1,49%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 10.618,7 -0,4%
Nasdaq* 2.033,5 -0,6%
FTSE 4.517,9 0,1%
DAX 4.066,5 -1,8%
NK50 1.372,7 0,0%
S&P* 1.142,8 -0,4%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1KB banki er í viðræðum vegna sölu áhvaða olíufélagi?
2Hvað heitir hátíðin sem nú stenduryfir í Reykjavík?
3Hvaða íslenski handboltamaður erlíklega á leiðinni til þýska liðsins
Grosswallstadt?
Svörin eru á bls. 54
Alþingi Íslendinga tækjavæðist:
Raflost til bjargar þingmönnum
ALÞINGI Tæki sem gefur raflost
hefur verið komið fyrir í Skála í
Alþingishúsinu. Þingverðir hafa
lært að nota tækið og eru því al-
búnir að takast á við það ef eitt-
hvað ber út af hjá starfsfólki eða
alþingismönnum.
Þetta mun vera gert vegna
þess að Endurlífgunarráð hefur
mælt með því að sjálfvirk hjarta-
rafstuðstæki verði notuð utan
sjúkrahúsa. Fyrirtækjum og
stofnunum hafa boðist slík tæki til
notkunar. Á vef landlæknisemb-
ættisins segir eftirfarandi:
„Þeir sem leið eiga um Al-
þingi og verða þess varir að ein-
hver hefur fengið hjartaáfall
eru hvattir til að hafa þegar
samband við þingverði í símum
570 eða 575 og óska eftir aðstoð
þeirra. Bent er á að við hjarta-
stopp utan sjúkrahúss skipti
höfuðmáli að endurlífgun með
hjartahnoði og rafstuðsmeðferð
sé hafin sem allra fyrst til að
minnka hættu á varanlegum
heilaskaða“. ■
ALÞINGI Skotveiðimenn eru allt ann-
að en ánægðir með tillögu Halldórs
Blöndal, forseta Alþingis, um að all-
ar andaveiðar verði bannaðar á Ís-
landi. Halldór varpaði því fram í
umræðum um frumvarp umhverf-
isráðherra um vernd, friðun og
veiðar á villtum fuglum og spendýr-
um, hvort ekki væri rétt að taka
ákvæði um þetta inn í lögin. Hann
sagði nokkur brögð að því að friðað-
ar endur væru skotnar fyrir mis-
skilning.
„Grænhöfði eða stokköndin er
það mikill vinur minn að ég get ekki
hugsað mér að veiðar á þeirri fugla-
tegund haldi áfram,“ sagði Halldór.
Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri
grænum, fagnaði tillögu Halldórs
um að alfriða endur og sagði hann
sýna kjark með henni.
„Ég hygg að skotveiðimenn eigi
eftir að yggla nokkuð brún ef gripið
verður til þess að alfriða endur. Ég
er sammála Halldóri Blöndal um að
það er full ástæða til að fara yfir
þær reglur sem gilda um andaveið-
ar. Það er líka ástæða til að hafa
áhyggjur af sumum sjaldgæfum
fuglategundum,“ sagði Steingrímur.
Sigmar B. Hauksson, formaður
Skotveiðifélags Íslands, segir til-
lögu forseta Alþingis fáránlega.
Hann bendir á að skotveiðimenn
veiði sjö tegundir anda á Íslandi,
og mest sé veitt af stokkönd, um 10
þúsund fuglar á ári.
„Við erum gríðarlega grettir
yfir þessari tillögu Halldórs,“ seg-
ir Sigmar. „Varpfuglar stokkandar
eru um fimmtán þúsund pör, sem
þýðir að stofninn gæti verið um 60
þúsund fuglar að hausti. Það er
öðru nær að verið sé að ganga
nærri tegundinni,“ segir Sigmar.
Um eitt þúsund rauðhöfðaendur
eru skotnar árlega hér á landi, en
varpstofninn er talinn vera allt að
sex þúsund pör. Þá eru um 200
skúfendur veiddar á hverju ári og
stofn varpfugla er líklega um þrjú
til fjögur þúsund varppör.
„Þetta er dapurleg umræða og
menn eru að tala um hluti sem þeir
hafa hvorki vit á né hafa kynnt sér.
Það eru önnur vandamál stærri.
Það hefur fækkað gríðarlega í
blesgæsastofninum á nokkrum
árum vegna breyttra aðstæðna á
varpstöðvum á Grænlandi. Alþingi
ætti frekar að kynna sér það,“ seg-
ir Sigmar.
bryndis@frettabladid.is
Mannaðar geimferðir:
Út í geim á
næsta ári
FLÓRÍDA, AP Bandaríska geim-
ferðastofnunin, NASA, hefur
ákveðið að hætta við fyrirhugaða
geimferð mannaðs fars sem áætl-
að var að yrði farin í haust. Þess
í stað er miðað við að senda geim-
ferjuna Discovery út í geiminn á
næsta ári.
Stopp var sett á mannaðar
geimferðir eftir að geimferjan
Columbia fórst þegar hún sneri
aftur til jarðar á síðasta ári. Nú
hafa stjórnendur NASA ákveðið
að geimferjan Atlantis verði
standsett til að fara í björgunar-
leiðangur ef þörf krefur meðan á
leiðangri Discovery stendur. ■
SKÍFAN
Hæstiréttur hefur komist að þeirri niður-
stöðu að Skífan hafi brotið gegn sam-
keppnislögum.
Hæstiréttur um Skífuna:
Misnotaði
stöðu sína
HÆSTIRÉTTUR Skífunni ber að greiða
tólf milljónir króna í sekt fyrir al-
varlegt brot á samkeppnislögum
samkvæmt dómi Hæstaréttar, en
rétturinn hefur þar með staðfest
dóm héraðsdóms í málinu. Hæsti-
réttur taldi að Skífan hefði með
samningi við Aðföng um sölu á
geisladiskum við verslanir Hag-
kaupa og Bónuss árið 1999 nánast
útilokað keppinauta sína með öllu
frá viðskiptum við verslanirnar.
Skífan hefði þannig misnotað sér
markaðsráðandi stöðu sína með
gerð samningsins og brotið gegn
samkeppnislögum.
Kvartað var til Samkeppnis-
stofnunar vegna samningsins og
komst áfrýjunarnefnd samkeppnis-
mála að þeirri niðurstöðu árið 2002
að hann stríddi gegn lögum. Var
hann felldur úr gildi í kjölfarið og
fyrirtækinu gert að greiða tólf
milljóna króna sekt. Skífan reyndi
að fá þeirri niðurstöðu hnekkt, en
Hæstiréttur féllst meðal annars
ekki á að annmarkar hefðu verið á
málsmeðferðinni sem leiða ættu til
ógildingar á niðurstöðu áfrýjunar-
nefndar. ■
Veisla í Washington
Glæsilegur vinningur:
Sælkeraferð fyrir tvo til Washington
Flug til Baltimore fyrir tvo, gisting í Washington og sælkeraveislur á
hinum vinsælu veitingastöðum DC Coast, Ceiba og Ten Penh.
Þú svarar þremur spurningum og setur merktan
svarseðilinn í hátíðarpottinn í Vetrargarðinum.
Sjáumst - og njótum þess að vera til.
Spurningaleikur Icelandair
á Food & Fun hátíðinni sem hefst kl. 12
í Vetrargarðinum í Smáralind í dag
ÍSLEN
SK
A
A
U
G
LÝ
SIN
G
A
STO
FA
N
/SIA
.IS IC
E 23767 02/2004
VÍSAÐ Á BUG Yfirkjörstjórn í
Rússlandi vísaði í gær á bug
kvörtun tveggja forsetaframbjóð-
enda sem telja að ríkisrekna
sjónvarpsstöðin Rossiya hafi mis-
munað frambjóðendum með óhóf-
legri umfjöllun um Vladimír
Pútín forseta. Rossiya rauf dag-
skrá sína til að sýna hálftíma
langa ræðu forsetans beint.
INNFLYTJENDUR FÁ AÐ KJÓSA
Deilum um kosningarétt innflytj-
enda lauk með því að belgíska
þingið samþykkti að þeir sem
búið hafa í landinu í fimm ár fái
að kjósa til sveitarstjórna.
■ Evrópa
■ Evrópa
ALÞINGI
Komið hefur verið fyrir tæki til að vekja alþingismenn til lífsins ef hjörtu þeirra stöðvast.
HALLDÓR BLÖNDAL
Forseti Alþingis telur rétt að setja ákvæði sem banni allar andaveiðar inn í lög um friðun
og veiðar villtra fugla. „Stokköndin er það mikill vinur minn að ég get ekki hugsað mér að
veiðar á þeirri fuglategund haldi áfram,“ sagði Halldór þegar hann bar upp tillöguna.
Veiðibann sett
á vini Halldórs
Halldór Blöndal vill banna allar andaveiðar og segir stokköndina mik-
inn vin sinn. Steingrímur J. Sigfússon fagnar tillögunni. Sigmar B.
Hauksson segir hana fáránlega.