Fréttablaðið - 21.02.2004, Page 35

Fréttablaðið - 21.02.2004, Page 35
LAUGARDAGUR 21. febrúar 2004 Mikið uppnám er í þýskum bók-menntaheimi vegna óbirtrar skáldsögu Thors Kunkel, sem er einn vinsælasti höfundur Þýska- lands af yngri kynslóð. Skáldsaga hans, Endstufe, fjallar um kynlíf, klám og nasista og fyrir fram var talið að hún myndi slá rækilega í gegn. Það vakti því gríðarlega at- hygli þegar forlag Kunkels hætti skyndilega við útgáfu hennar. Út- gáfustjórinn Alexander Fest sagði ástæðuna ágreining milli sín og höfundar um innihald og fagur- fræði verksins. Sumir segja að Fest hafi þótt höfundurinn fegra nas- istana í bókinni og gera lítið úr hel- förinni. Kunkel segir gagnrýni í þessa átt vera fáránlega, hann hafi verið að færa í nútímabúning dökk- an kafla í sögu Þýskalands. Hann segist ekki horfa framhjá helför- inni en tekur fram að bók hans sé alls ekki um hana. Bókin fjallar um eitt best varð- veitta leyndarmál þriðja ríkisins: klámmyndir sem nasistar gerðu í skógunum umhverfis Hamborg. Kunkel lagðist í þó nokkrar rann- sóknir við gerð bókarinnar og komst yfir tvær þessara klám- mynda. Í einni þeirra bindur karl- maður nakta konu við tré. Kunkel fann aðalleikkonuna á elliheimili en komst ekki að því hver var leik- stjóri myndarinnar. Myndin er um- gjörð 622 blaðsíðna handrits hans. Þýskir fjölmiðlar hafa tekið mál- stað Kunkels. Í Frankfurter All- gemeine Zeitung sagði að nauðsyn- legt væri að stytta verkið en það ætti skilyrðislaust að gefa það út. Enn eitt fjaðrafokið varð þegar Der Spiegel birti tölvuskeyti sem fyrr- verandi ritstjóri Kunkels hafði sent honum en þar var að finna gagnrýni á verkið og kvartað undan því að bandamenn væru sýndir sem blóð- þyrst dýr og nasistar væru gerðir að einu fórnarlömbum stríðsins. Kunkel brást reiður við og í opnu bréfi sakaði hann Der Spiegel um að grafa undan mannorði sínu. Hann sagðist fordæma hrylling nasista- tímans, sérstaklega helförina, en hann væri að finna nýja fleti á þess- um tíma. Hann hefði lagt mikla vinnu í bókina, sem einkenndist af svörtum húmor sem útgáfustjórinn Fest skildi greinilega ekki. Ein- hverjir útgáfustjórar sem lesið hafa handritið eru sparir á hrós og segja Kunkel ofmeta hæfileika sína. Vinir Fests segja hann hafa mikið vit á bókmenntum en meðal höfunda á hans vegum eru Jeffrey Eugenides og Jonathan Franzen. Nýjustu fréttir herma að Eich- born í Berlín muni gefa þessa um- deildu bók út í apríl. ■ AChild Called It (Hann varkallaður þetta), endurminn- ingabók Dave Pelzer, hefur ver- ið samtals 11 ár á New York Times-metsölulistanum og fram- haldsbækurnar hafa selst í millj- ónum eintaka. Einhverjir kunna að hafa haldið að Pelzer væri bú- inn að segja allt sem segja þyrfti um líf sitt en svo er aldeilis ekki því ný bók hans heitir The Privi- lege of Youth og segir frá ung- lingsárum hans. Bókin er þegar komin í 6. sæti á metsölulista í Bandaríkjunum og er í 4. sæti í Bretlandi. Það stefnir því í nýja metsölubók hjá Pelzer. Pelzer er að mestu hættur að veita viðtöl. Ástæðan er sú að fyrir einhverjum árum fékk hann útreið í New York Times þar sem honum var lýst sem at- vinnufórnarlambi og var sakað- ur um að kaupa eigin bækur á tilboðsverði og selja þær á fyr- irlestrum sínum til að halda þeim inni á metsölulista. Í sömu grein var haft eftir bróður hans og ömmu að endurminninga- bækur hans ættu meira skylt við skáldskap en sannleika. Pelzer hefur svarað þessum ásökunum í einu af fáum viðtöl- um sem birst hafa við hann. Hann sagði blaðakonu The Guardian að hann mætti oft tor- tryggni vegna lýsinga í bókum sínum. Fólk á vitaskuld erfitt með að ímynda sér móður sem neyðir barn sitt til að drekka amoníak, sveltir það, misþyrmir því og læsir það niðri í kjallara. Pelzer segist ekki vita af hverju móðir hans gerði allt þetta, hún hafi drukkið og þá hafi hún breyst í skrímsli. Hann segir bróður sinn nálægt því að vera vangefinn, hann hafi verið eftir- læti móðurinnar og hún hafi ætíð verndað hann. Hann harð- neitar því að hafa keypt bækur sínar á útsölu og endurselt. Á síðasta ári eyddi Pelzer rúmlega 200 dögum að heiman í fundarferðir vegna kynningar á bókum sínum. Hann er 43 ára gamall, er kvæntur konu sem var ritstjóri hans, og á einn son með fyrri konu sinni. Blaðakona Guardian lýsir honum sem við- kvæmnislegum manni sem tali stöðugt og sé greinilega nokkuð taugaveiklaður. „Ég veit ekki hvað henti hann. En það var eitt- hvað,“ segir blaðakonan. ■ Ég er alltaf með nokkrar bækurá náttborðinu sem ég gríp í til skiptis, en ef ég lifi mig rækilega inn í bók reyni ég að lesa hana í einni lotu, til að spilla ekki áhrif- unum,“ segir Margrét Sverris- dóttir, framkvæmdastjóri Frjáls- lynda flokksins. „Ég hef gaman af sögulegum skáldsögum, var að ljúka við að lesa Snorra á Húsa- felli eftir Þórunni Valdimarsdótt- ur og skemmti mér konunglega við lesturinn. Í byrjun sögunnar fannst mér heimildatilvitnanir dá- lítið truflandi og fyrstu 50 síðurn- ar las ég fremur rólega, en síðan fór ég á flug. Ekki spillti fyrir að ég er ættuð úr Aðalvík á Horn- ströndum og þekki staðhætti þar um slóðir, auk þess sem maðurinn minn er kominn af Snorra! Snorri lifði nánast alla 18. öldina og sag- an er skrifuð af leiftrandi innsæi sem opnar manni nýja sýn inn í þennan tíma. Ég er núna að lesa Hrapandi jörð eftir Úlfar Þormóðsson. Þar segir frá Tyrkjaráninu og afdrif- um Íslendinga sem fluttir voru nauðugir suður í Barbaríið á 17. öld. Sagan er vel skrifuð, fróðleg og spennandi og mér finnst mál- far hennar skemmtilegt því það dregur dám af þeim tíma sem at- burðirnir gerast á. Þessa dagana er stórkostleg út- sala í Máli og menningu á Laugavegi og maðurinn minn gladdi mig með því að gefa mér tvær af- bragðsbækur eftir höf- unda sem ég hef sér- stakt dálæti á: Smá- sagnasafnið Vorhænan og aðrar sögur eftir Guðberg Bergsson og Birtan á fjöllunum eft- ir Jón Kalman Stefáns- son. Ég kann sannar- lega að meta kímnigáfu Guðbergs og sögur Jóns eru sérstaklega liprar og léttar. Umfram allt eru sögur þeirra beggja svo alíslenskar að ég nýt þess að lesa þær. Ég hef verið að lesa um lýðræði, meðal annars greinar af Netinu eft- ir Þorvald Gylfason, sem ég hef miklar mætur á, og einnig er ég með bókina Þjóðráð eftir Hörð Bergmann á náttborðinu, hann er glöggur samfélagsrýnir. Svo er ég alltaf með reyfara í takinu og uppáhaldshöfundurinn minn í þeim bókmenntageira er Stephen King. Ég er núna að lesa From a Buick 8 (Átta gata Buick), spennutrylli um ill- an bíl - nema hvað!“ ■ Aðdáandi Stephen King Ég hef gaman af sögulegum skáldsög- um, var að ljúka við að lesa Snorra á Húsafelli eftir Þór- unni Valdimarsdóttur og skemmti mér konunglega við lesturinn. Í byrjun sög- unnar fannst mér heimilda- tilvitnanir dálítið truflandi og fyrstu 50 síðurnar las ég fremur rólega, en síðan fór ég á flug. ,, Pelzer enn og aftur á metsölulista Miklar deilur hafa verið í Þýskalandi vegna óbirtrar skáld- sögu um efni sem ekki hefur verið fjallað mikið um: Klám og nasistar Dagskráin í dag 21. febrúar ze to r www.rvk.is/vetrarhatid 11:00 – 12:00 Styttur bæjarins, sem enginn nennir að horfa á… Gönguferð milli útilistaverka. Listasafn Reykjavíkur. 11:00 – 17:00 Með kveðju frá Barcelona. Listasafn Reykjavíkur. 12:00 – 16:00 Opið hús Hjá Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur, Nýlendugötu 15. 13:00 – 15:00 Þríleikur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. 13:00 – 18:00 Óðurinn til orkunnar. Elliðaárstöðin í Elliðárdal. 13:00 – 17:00 Listir Hallgrímskirkju, Skólavörðuholti. 13:00 – 17:00 Fjölbreytt dagskrá í félagsstarfi Gerðubergs. 14:00 – 17:00 Þekkir þú höggmyndir Sigurjóns? Skemmtilegur fjölskylduleikur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga. 14:00 Brúðuleikhús fyrir börn á öllum aldri í Iðnó, Vonarstræti. 14:00 – 17:00 Þjóðahátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meðal þátttakenda eru fulltrúar frá Japan, Póllandi og Ástralíu. Fjölþjóðleg skemmtiatriði á sviði á klukkutíma fresti. 14:00 – 17:00 “Sonor” “Jipto” í sýningarsal SÍM, Hafnarstræti 16. 14:00 – 22:30 Líttu inn í Hitt húsið, Pósthússtræti. Afar fjölbreytt dagskrá. 14:00 – 17:00 Safnaramarkaður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. 14:30 – 16:00 Leiksýningin In Transit í biðsalnum á Reykjavíkurflugvelli. 14:45 & 15:45 Listhlaup á skautum í Skautahöllinni, Múlavegi 1. 15:00 Er listin þraut? Fjölskylduleikur og leiðsögn. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum. 15:00 Norðurland á Vetrarhátíð, hljómsveitin Mór í Ingólfsnausti. 15:00 & 17:00 Ljóðatónleikar í Söngskólanum í Reykjavík, Snorrabraut 54. 16:00 Voices for Peace kynnir heimstónlist fyrir börnum í Hafnarhúsi. 16:00 Leikur að tónum. Flautuleikur í Listasafni Einars Jónssonar. 16:00 Kynning á Grafíkvinum og listamanni ársins. Sýningarsalurinn íslensk Grafík Hafnarhúsi, Tryggvagötu. 20:30 Opinn hljóðnemi með Howie Kunzinger frá New York í Aþjóðahúsi. 21:00 – 22:00 Reykjavík Fashion. Íslenskir fatahönnuðir í Ráðhúsi Reykjavíkur. 21:00 – 23:00 Fjölþjóðlega hljómsveitin Voices for Peace heldur tónleika í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Miðasala í síma: 562 3045. SPRON er aðalstyrktaraðili tónleikanna. 22:00 Raftónlist í Skaparanum, Laugavegi 28. 23:00 Fjölmenningarlegt ball fram eftir nóttu í Iðnó, Vonarstræti. THOR KUNKEL Forlag hans hætti við útgáfu skáld- sögu hans þar sem fjallað er um klámmyndagerð nasista. DAVE PELZER Hann er með nýja bók á metsölulistum í Bandaríkjunum og Bretlandi og fyrsta bók hans „Hann var kallaður þetta“ hefur verið 11 ár á metsölulista New York Times. MARGRÉT SVERRISDÓTTIR „Svo er ég alltaf með reyfara í takinu og uppáhalds höfundur- inn minn í þeim bókmennta- geira er Stephen King. Ég er núna að lesa From a Buick 8 (Átta gata Buick), spennutrylli um illan bíl - nema hvað!“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.