Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2004, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 21.02.2004, Qupperneq 39
39LAUGARDAGUR 21. febrúar 2004 Pondus eftir Frode Øverli Úrval-Útsýn á enn eftir um 20miða á stærðarinnar endur- komutónleika Duran Duran á Wembley í London þann 30. apríl næstkomandi. Þetta eru stærstu fyrirhuguðu tónleikar sveitarinnar á árinu og ljóst að allt verður gert til þess að gera þá sem glæsilegasta. Sveitin var nýlega verðlaunuð á Brit-verðlaunahátíðinni sem áhrifavaldur á þær kynslóðir tón- listarmanna sem á eftir komu. Þeir félagar tóku lagið á hátíðinni og gerðu vel. Í raun er ekki hægt að tala um endurkomu sveitarinnar þar sem hún lagði aldrei upp laupana. Málið er að nú, í fyrsta skiptið í 18 ár, eru allir upprunalegu liðsmennirnir í sveitinni á ný. Í vinnslu er útgáfa safnplötu auk þess sem liðsmenn vinna nú að gerð nýrrar breiðskífu. Það er því ljóst að nýtt Duran Duran-æði er rétt að byrja. ■ Enn til miðar á Duran Duran DURAN DURAN Úrval-Útsýn á enn miða eftir á risatónleika Duran Duran á Wembley í lok apríl. ■ Tónlist Hæ, Kjarri! Ný klipping? Má ég sjá! Hvað finnst þér? Fyrirgefðu... ég held það sé eitthvað að gleraugunum mínum! Það er lítið freistandi að fara heim svona... get ég gist hérna í svona 2 mánuði? Og þarna fór heyrnin líka! Halló? BECKHAM OG PEPSI Það eru ekki bara poppgyðjurnar Beyoncé Knowles, Britney Spears og Pink sem hafa gert samning við Pepsi-fyrirtækið því David Beckham auglýsir einnig drykkinn. Hér sést hann í brynjunni umvafinn Pepsi-dollum, alveg eins og þetta var á tímum Rómverja. FREESTYLE Freestyle-keppni Tónabæjar fer fram í 23. skipti á morgun. Hún verður að þessu sinni haldin í Laugardalshöllinni og hefur sjaldan verið stærri en 175 krakkar taka þátt að þessu sinni. Öllum börnum á aldr- inum 10-12 ára stendur til boða að taka þátt í sýningu utan keppni, bæði í einstak- lings- og hópatriðum. Keppt í Freestyle á sunnudag Freestyle-keppni Tónabæjarverður haldin í Laugardalshöll á sunnudaginn milli klukkan 12 og 18. Að þessu sinni munu 175 kepp- endur taka þátt og er þetta 23. skipti sem keppnin er haldin en fyrirkomulag hennar hefur þó breyst nokkuð. Aðlabreytingin er sú að aldurs- hópnum 10-12 ára, sem áður hefur keppt í freestyle-dönsum, verður nú boðið að taka þátt í sérstakri sýningu á freestyle-dönsum. Skipuleggjendur keppninnar binda vonir við að breytingin verði til að hvetja fleiri unga áhugasama dansara að taka þátt í sýningu án þess að vera undir keppnisálagi og til að gefa börn- um tækifæri að þjálfa sig upp í að sýna fyrir fullum sal af fólki. Í keppninni sem er aðeins fyrir aldurshópinn 13-16 ára, krakka fædda á árunum 1987 til 1990, er keppt í hóp- og einstak- lingskeppni. Stefnt er að því að hafa sérstakan strákariðil ef nógu margir strákar láta sjá sig en þátt- taka karlpeningsins hefur ekki verið upp á marga fiska í gegnum árin. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.