Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 49
49LAUGARDAGUR 21. febrúar 2004 www.urvalutsyn.is Trygg›u flér bestu k jörin og bóka›u strax á n etinu! Lágmúla 4 • sími 585 4000 á mann m.v. tvo fullor›na og 2 börn, 2ja til 11 ára, í íbú› me› 1 svefnherbergi á Helios. *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. 10.000 kr. bókunarafsláttur á öllum brottförum! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 37 64 02 /2 00 4 ■ ■ SJÓNVARP 12.15 Enski boltinn á Sýn. Lundúnarliðin Chelsea og Arsenal eigast við í beinni útsendingu. 14.25 Þýski fótboltinn í Sjónvarpinu. Bein útsending frá leik Schalke 04 og Werder Bremen í úrvalsdeildinni. 14.30 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn. Þáttur um PGA-mótaröðina í golfi. 14.45 Enski boltinn á Stöð 2. Bein út- sending frá leik Newcastle og Middles- brough. 16.20 Handbolti í Sjónvarpinu. Bein út- sending frá leik Fram og Hauka í Remax-deild karla. 17.00 Enski boltinn á Sýn. 19.25 Sterkasti maður heims á Sýn. Kraftajötnar reyna með sér í ýmsum þrautum 20.20 Spænski boltinn á Sýn. Leikur Val- encia og Barcelona í beinni útsend- ingu. 22.30 Hnefaleikar á Sýn. Útsending frá rizona í Bandaríkjunum. Margarito og Kyvelos eigast við. KÖRFUBOLTI Snæfell náði í gær- kvöld tveggja stiga forystu í Intersport-deildinni í körfubolta. Snæfell sigraði Breiðablik 87-84 í Smáranum en Grindvíkingar töp- uðu 94-90 í Keflavík. Breiðablik var yfir fyrstu þrjá leikhlutana í gær en munurinn var aldrei mikill. Mesti munurinn var sjö stig, 66-59, þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leik- hluta. Snæfell náði að jafna fyrir lok leikhlutans, 67-67, Blikar náðu forystu að nýju í fjórða leikhlut- anum en Snæfell seig fram úr í lokin. Kyle Williams skoraði 26 stig fyrir Breiðablik og tók níu fráköst en Mirko Virijevic og Pálmi Sig- urgeirsson skoruðu nítján stig. Pálmi átti átta stoðsendingar og stal boltanum sjö sinnum. Uros Pilipovic skoraði átta stig, Ólafur Guðnason fimm, og tók sjö frá- köst, Þórarinn Andrésson skoraði fjögur stig og Ágúst Angantýsson þrjú. Dondrell Whitmore skoraði 20 stig fyrir Snæfell og Edmund Dot- son sautján en Hlynur Bærings- son skoraði sextán stig og tók fimmtán fráköst. Sigurður Þor- valdsson skoraði fimmtán stig og átti níu fráköst, Corey Dickerson skoraði fjórtán stig, átti níu stoðsendingar en tapaði boltanum tíu sinnum og Hafþór Gunnarsson skoraði fimm stig. ■ ÚRSLIT LEIKJA Í GÆRKVÖLDI ÍR - Valur 27-28 KA - HK 34-29 Valur 5 3 1 1 135:128 15 (8) KA 5 3 0 2 156:143 13 (7) Haukar 4 3 1 0 126:100 12 (5) ÍR 5 2 0 3 140:139 12 (8) Stjarnan 4 2 0 2 110:122 10 (6) Fram 4 1 0 3 112:115 8 (6) Grótta/KR 4 2 0 2 105:116 7 (3) HK 5 1 0 4 131:152 7 (5) Fjöldi stiga sem félögin tóku með sér úr riðlakeppninni er innan sviga. LEIKIR Í DAG Stjarnan - Grótta/KR Ásgarður kl. 17:00 Fram - Haukar Framhús kl. 16:30 RE/MAX-úrvalsdeild karla: Öruggt hjá KA HANDBOLTI KA-menn unnu öruggan sigur á HK-mönnum, 34-29, í RE/MAX-úrvalsdeild karla í hand- knattleik á Akureyri í gærkvöld. Leikurinn var jafn fyrstu tíu mínút- urnar en síðan sigu KA-menn fram úr, leiddir áfram af stórleik Arnórs Atlasonar sem skoraði alls níu mörk í fyrri hálfleik. Heimamenn fóru með tveggja marka forystu, 17-15, í leikhlé en í síðari hálfleik jókst mun- urinn jafnt og þétt og varð mestur sex mörk. KA-menn sigldu síðan í örugga höfn með fimm marka sigur, 34-29. Arnór Atlason og Andreus Stelmokas áttu frábæran leik í liði KA en Hörður Flóki Ólafsson var yfirburðarmaður í liði HK, sem er í neðsta sæti deildarinnar. Mörk KA: Arnór Atlason 13/1, Andreus Stelmokas 10/4, Bjartur Máni Sigurðsson 3, Sævar Árnason 2, Einar Logi Friðjónsson 2, Þor- valdur Þorvaldsson 1, Jónatan Magnússon 1, Árni Björn Þórarins- son 1, Magnús Stefánsson 1. Varin skot: Hafþór Einarsson 6, Hans Hreinsson 3. Mörk HK: Andreus Rackauskas 8/3, Haukur Sigurvinsson 5, Samúel Árnason 5, Alexander Arnarson 4, Ólafur Víðir Ólafsson 3, Atli Þór Samúelsson 2, Brynjar Valsteinsson 2. Varin skot: Hörður Flóki Ólafs- son 23/1. ■ Markús Máni skoraði sigurmark Vals gegn ÍR: Tryggði sigurinn HANDBOLTI Valsmenn eru á toppi RE/MAX-úrvalsdeildar karla eft- ir sigur á ÍR, 28-27, í háspennu- leik í Austurbergi í gærkvöld. Valsmenn voru mun sterkari aðil- inn í fyrri hálfleik og réðu ÍR- ingar ekkert við sterka fram- liggjandi vörn þeirra. Valsmenn náðu mest fjögurra marka for- ystu í hálfleiknum en ÍR-ingum tókst að minnka hana niður í tvö mörk, 14-12, þegar flautað var til hálfleiks. ÍR-ingar skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks og jöfnuðu leikinn og eftir það var jafnt á öllum tölum þar til á loka- sekúndunum. Fannar Þorbjörns- son jafnaði metin fyrir ÍR, 27-27, þegar nítján sekúndur voru til leiksloka en Markús Máni Michaelsson skoraði síðan sigur- mark Valsmanna á síðustu sek- úndu leiksins. Mörk ÍR: Fannar Þorbjörnsson 6, Bjarni Fritzson 6/4, Hannes Jón Jónsson 5, Ingimundur Ingimund- arson 5, Einar Hólmgeirsson 4 og Sturla Ásgeirsson 1. Mörk Vals: Markús Máni Michaelsson 9/2, Baldvin Þor- steinsson 5/4, Heimir Örn Árnason 5, Hjalti Gylfason 4, Bjarki Sig- urðsson 2, Sigurður Eggertsson 2 og Atli Rúnar Steinþórsson 1. Tíu í röð Snæfell með tveggja stiga forystu. SNÆFELL VANN Snæfellingarnir Hlynur E. Bæringsson og Andrés Hreiðarsson sækja hér að körfu Breiðabliks í leik liðanna í gærkvöldi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.