Fréttablaðið - 09.05.2004, Síða 21

Fréttablaðið - 09.05.2004, Síða 21
Réttur þinn 3SUNNUDAGUR 9. maí 2004 Söngstjóri Laus er staða söngstjóra Samkórs Selfoss. Samkór Selfoss var stofnaður 24. september 1973 og er því að ljúka sínu þrítugasta starfsári. Í kórnum eru u.þ.b. 40 áhugasamir söngfélagar sem eru ávallt reiðubúnir að takast á við ögrandi verkefni í söng og leik. Áhugasamir skili inn umsókn fyrir 1. júní 2004. Pósthólf 107 802 Selfossi. Upplýsingar gefur Ingibjörg Stefánsdóttir formaður Samkórsins í síma 4821972 – 8642972. Kennarar athugið. Við grunnskólann á Tálknafirði vantar kennara til starfa. Mögulegar kennslugreinar, stærðfræði, íslenska, raun- greinar, samfélagsfræði og danska á unglingastigi sem og kennsla í upplýsinga og tæknimennt, textíl- og mynd- menntakennsla. Allar frekari upplýsingar gefur skólastjóri, Ingólfur Kjartansson Símar: 4562537 - 4562538 - 8976872 Netföng: ingolfur@talknafjordur.is, grunnskolinn@talk- nafjordur.is Veffang: www.talknafjordur.is Hvernig verð ég? Dýralæknir Starfið Starfandi dýralæknar á Íslandi eru í kringum 80. Dýralæknar stunda al- mennar dýralækning- ar og rannsóknir, sjá um heilbrigðis- og matvælaeftirlit og gegna ýmsum stjórn- unarstörfum. Starfið er gefandi og skemmtilegt, en oft erfitt og hefur sínar skuggahliðar. Væntumþykja og virðing fyrir dýrum er nauðsynleg og hæfileiki til að umgangast fólk því samtengd starfinu eru samskipti við dýraeigendur. Námið Til að verða dýralæknir þarf að hafa stúdentspróf, helst af náttúrufræði- eða eðlisfræðibraut. Annað sambæri- legt nám getur komið í staðinn. Að því loknu tekur við nám við viður- kenndan dýralæknaháskóla erlendis, því ekki er hægt að læra dýralæknis- fræði hér heima. Námið tekur um það bil sex ár og er bæði bóklegt og verklegt. Kennslan felst í rannsóknum og skoðunum á dýrum. Námið er dýrt því háskólarnir þurfa að reka sjúkrahús svo hægt sé að stunda starfsnám meðfram bóklega náminu. Flestir íslenskir dýralæknar eru mennt- aðir á Norðurlöndunum, en örfáir í Skotlandi og Austurríki. Á Norðurlönd- unum eru engin skólagjöld, en þau eru hins vegar himinhá í Bretlandi. Takmarkanir eru inn í dýralæknaskól- ana og erfitt að komast að. ■ Jafnaðarkaup er ekki til Algengt er að skólakrakkar séu ráðnir í kvöld- og helgarvinnu á veitingastöðum og fái borgað svokallað jafnaðarkaup. Þeir eru sjaldnast að græða á því. „Það er ekki til neitt sem heitir jafnað- arkaup,“ segir Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Efl- ingu. „Það er til vaktavinna, en hún þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að geta kallast vaktavinna. Reynslan er hins vegar sú að jafnaðarkaup er oft- ast greitt fyrir vinnu sem fólk ætti að fá yfirvinnukaup fyrir.“ Tryggvi segir algengt að unglingar leiti til þeirra þegar þau eru hætt. „Þá reiknum við út kaupið eins og það var, kaupið eins og það ætti að vera og innheimtum mismuninn.“ ■ „Eitt það skemmtilegasta við starfið mitt er útivinn- an á sumrin. Að vera úti í náttúrunni við mælingar og gagnasöfnun er frábært. Jafnvel þótt veðrið sé ekki alltaf upp á það besta,“ segir Elín Ásgeirsdóttir, líffræðingur. Hún hefur unnið á umhverfissviði Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti frá því í janúar 2000 en þar starfa líffræðingar, land- fræðingar, jarðfræðingar og tæknifræðingur. Yfir veturinn segir Elín starf sitt felast í að vinna úr upplýsingum sem búið er að afla yfir sumarið auk þess að halda utan um og efnagreina jarðvegssýni sem komi inn í húsið. Allt sé það áhugavert en óneit- anlega sé gott að komast út af tilraunastofunum á vorin og frá skrifborðunum. Hún kveðst „bara“ vera með BS-próf og ekki stunda sjálfstæðar rannsóknir. „Ég er aðallega í að aðstoða meiraprófsfólkið og þannig hef ég fengið að kynnast mörgum mismun- andi og spennandi rannsóknum svo sem endurheimt votlendis og kolefnisbúskap mismundandi land- gerða. Af því hefur svo leitt að mér hefur veist erfitt að velja sérsvið en er á leiðinni til Danmerkur í þver- faglegt umhverfisfræðinám,“ segir Elín brosandi. Framundan hjá henni nú er alþjóðleg ráðstefna um eldfjallajarðveg sem haldin verður á Akureyri og Hallormsstað og sumarið bíður með spennandi verk- efni. ■ Líffræðingurinn: Útivinnan er skemmtilegust Elín við rannsóknir í kjallaranum á Keldnaholti. Hér er verið að bera á. Í essinu sínu við gróðurgreiningu úti í náttúr- unni, ásamt Rafni Rúnarssyni, starfsmanni Landgræðslunnar. Ekki er umhverfið dónalegt.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.