Fréttablaðið - 05.03.2004, Page 55

Fréttablaðið - 05.03.2004, Page 55
Góðgerðahljómsveitin Roðlaustog beinlaust hefur fært Slysa- varnaskóla sjómanna rösklega hálfa milljón að gjöf en þar er á ferðinni söluhagnaður plötunnar Brælublús sem kom út í nóvem- ber. Afrakstur sölunnar rennur annars vegar til björgunarsveita, sem tóku að sér til að byrja með sölu á diskinum, og hins vegar til Slysavarnaskóla sjómanna, en ágóðinn af símasölu rennur alfar- ið til hans. Í það heila hafa um 4000 eintök selst af Brælublús, þar af 2.600 stykki í símasölu. Hljómsveitin er að mestu skip- uð sjómönnum á frystitogaranum Kleifabergi ÓF-2 og hefur haft það yfirlýsta markmið að græða ekki á tónlistarsköpun sinni. Leið- arljósið hefur ávallt verið að ef einhver ágóði yrði af hljómdiska- útgáfu sveitarinnar rynni hann til góðra málefna. „Við munum áfram selja Brælublús í símasölu enda eru viðtökur mjög góðar og ágóðinn af þeirri sölu mun áfram renna til Slysavarnaskóla sjómanna. Við erum mjög ánægðir með þann víð- tæka stuðning sem útgáfa geisla- diska okkar hefur fengið, það efl- ir okkur í því að gera enn betur næst og leita á ný mið í listsköpun okkar,“ segir Björn Valur Gísla- son, stýrimaður á Kleifaberginu og talsmaður hljómsveitarinnar. „Margir aðilar, einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir hafa stutt vel við bakið á okkur og gert okk- ur þannig mögulegt að styðja og styrkja aðra. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Við í Roðlausu og beinlausu höfum alla tíð stutt eftir mætti við bakið á þeim sem sinna björgunar- og öryggismál- um sjómanna og höfum með að- stoð almennings getað látið gott af okkur leiða í þeim efnum.“ ■ Fréttiraf fólki 55FÖSTUDAGUR 5. mars 2004 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Sigurður Ingi Jónsson Í Úlfarsfell Jan Petersen Nú bjóðum við 10 stórar rósir á 1790 kr. frá föstudegi til föstudags MIKIÐ ÚRVAL TIL FERMINGA „RÓSADAGAR“ Blóm og Gjafir Hamraborg sími 564 3032 Árbæjarblóm Hraunbæ 102 sími 567 3111 Útgáfa ROÐLAUST OG BEINLAUST ■ Gengur vel að selja nýja diskinn sinn og hefur ný látið Slysavarnaskóla sjómanna njóta ágóðans. Salan heldur síðan vitaskuld áfram. Lárétt: 1 laun, 5 hraða, 6 fæði, 7 átt, 8 sjáðu til, 9 andlitskrem, 10 hlotnast, 12 öfug röð, 13 herma, 15 félag, 16 nag, 18 gegn. Lóðrétt: 1 á hurð, 2 fiskur, 3 sólguð, 4 raðaði, 6 bílstjóri, 8 bý til, 11 hrópa, 14 útlim, 17 grastoppur. Lausn: Lárétt: 1 hýra,5asa,6el,7na,8sko,9 meik,10fæ,12mlk,13apa,15la,16 nart, 18móti. Lóðrétt: 1handfang,2ýsa,3ra,4flokk- aði,6ekill,9sem,11æpa,14arm,17tó. 1 7 8 9 10 11 13 16 17 18 14 15 12 2 3 4 5 6 Sigurður I. Jónsson, fulltrúiFrjálslynda flokksins í útvarps- ráði, hefur sagt skilið við flokkinn vegna uppsafnaðrar óánægju með varaformanninn, Magnús Þór Haf- steinsson. Í Frétta- blaðinu í gær sagði Sigurður að Magn- ús hefði „farið offari í árásum á menn og stofnanir“ og málefnafátækt hans hefði verið landlæg. Það lítur því út fyrir að skrif Magnúsar á stjórnmálaspjall- þráðinn malefnin.com hafi verið meðal þess sem setti Sigurð úr jafnvægi en þar talaði Magnús með- al annars um að bomba hina og þessa pólitíska and- stæðinga til and- skotans. Málverjar auglýstu í gær eft- ir viðbrögðum frá Magnúsi en hann hefur ekki látið mikið á sér kræla á þessum vettvangi undanfarið. Í gærkvöld hafði hann ekki látið í sér heyra en félagi hans úr þing- flokki frjálslyndra, Sigurjón Þórð- arson, eða einhver sem skrifar undir því nafni hefur blandað sér í umræðuna og kvatt Sigurð: „Sig- urður Ingi hefur sagt skilið við okkur og skýrt frá sinni afstöðu. Mér finnst miður að hann hafi tek- ið þá ákvörðun og hef ekki mikið um hana að segja en ég vil fyrst og fremst þakka honum fyrir sam- starfið í gegnum tíðina og óska honum alls hins besta“. Fyrir nokkru hóf göngu sína á Út-varpi Sögu þátturinn Nei ráð- herra sem fjallar eins og nafnið gefur til kynna um stjórnmál, en áherslan er lögð á hugmyndafræði viðmælenda. Fyrsti viðmæland- inn í þættinum var Hannes Hólm- steinn Gissurarson sem setti þar fram þá kenningu sína um DV að fyrir- sagnasmiðir þess blaðs gætu ekki verið edrú þegar þeir væru að störfum miðað við þær fyrirsagnir sem hann hefði séð í blaðinu. Næstur var íslenskufræðingurinn Mörður Árnason sem vakti athygli fyrir hversu mikið hann sletti á frönsku. Í dag fer svo fimmti þátt- urinn í loftið og sá fyrsti þar sem ráðherra mætir í Nei ráðherra. Þar er á ferðinni Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra sem gerir grein fyrir sinni hugmynda- fræði. Úrbeinuð og flökuð peningagjöf HLJÓMSVEITIN ROÐLAUST OG BEINLAUST Áhöfnin frá Ólafsfirði semur tónlist og gefur út diska sér til skemmtunar en allur ágóði rennur til öryggismála sjómanna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.