Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 55
Góðgerðahljómsveitin Roðlaustog beinlaust hefur fært Slysa- varnaskóla sjómanna rösklega hálfa milljón að gjöf en þar er á ferðinni söluhagnaður plötunnar Brælublús sem kom út í nóvem- ber. Afrakstur sölunnar rennur annars vegar til björgunarsveita, sem tóku að sér til að byrja með sölu á diskinum, og hins vegar til Slysavarnaskóla sjómanna, en ágóðinn af símasölu rennur alfar- ið til hans. Í það heila hafa um 4000 eintök selst af Brælublús, þar af 2.600 stykki í símasölu. Hljómsveitin er að mestu skip- uð sjómönnum á frystitogaranum Kleifabergi ÓF-2 og hefur haft það yfirlýsta markmið að græða ekki á tónlistarsköpun sinni. Leið- arljósið hefur ávallt verið að ef einhver ágóði yrði af hljómdiska- útgáfu sveitarinnar rynni hann til góðra málefna. „Við munum áfram selja Brælublús í símasölu enda eru viðtökur mjög góðar og ágóðinn af þeirri sölu mun áfram renna til Slysavarnaskóla sjómanna. Við erum mjög ánægðir með þann víð- tæka stuðning sem útgáfa geisla- diska okkar hefur fengið, það efl- ir okkur í því að gera enn betur næst og leita á ný mið í listsköpun okkar,“ segir Björn Valur Gísla- son, stýrimaður á Kleifaberginu og talsmaður hljómsveitarinnar. „Margir aðilar, einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir hafa stutt vel við bakið á okkur og gert okk- ur þannig mögulegt að styðja og styrkja aðra. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Við í Roðlausu og beinlausu höfum alla tíð stutt eftir mætti við bakið á þeim sem sinna björgunar- og öryggismál- um sjómanna og höfum með að- stoð almennings getað látið gott af okkur leiða í þeim efnum.“ ■ Fréttiraf fólki 55FÖSTUDAGUR 5. mars 2004 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Sigurður Ingi Jónsson Í Úlfarsfell Jan Petersen Nú bjóðum við 10 stórar rósir á 1790 kr. frá föstudegi til föstudags MIKIÐ ÚRVAL TIL FERMINGA „RÓSADAGAR“ Blóm og Gjafir Hamraborg sími 564 3032 Árbæjarblóm Hraunbæ 102 sími 567 3111 Útgáfa ROÐLAUST OG BEINLAUST ■ Gengur vel að selja nýja diskinn sinn og hefur ný látið Slysavarnaskóla sjómanna njóta ágóðans. Salan heldur síðan vitaskuld áfram. Lárétt: 1 laun, 5 hraða, 6 fæði, 7 átt, 8 sjáðu til, 9 andlitskrem, 10 hlotnast, 12 öfug röð, 13 herma, 15 félag, 16 nag, 18 gegn. Lóðrétt: 1 á hurð, 2 fiskur, 3 sólguð, 4 raðaði, 6 bílstjóri, 8 bý til, 11 hrópa, 14 útlim, 17 grastoppur. Lausn: Lárétt: 1 hýra,5asa,6el,7na,8sko,9 meik,10fæ,12mlk,13apa,15la,16 nart, 18móti. Lóðrétt: 1handfang,2ýsa,3ra,4flokk- aði,6ekill,9sem,11æpa,14arm,17tó. 1 7 8 9 10 11 13 16 17 18 14 15 12 2 3 4 5 6 Sigurður I. Jónsson, fulltrúiFrjálslynda flokksins í útvarps- ráði, hefur sagt skilið við flokkinn vegna uppsafnaðrar óánægju með varaformanninn, Magnús Þór Haf- steinsson. Í Frétta- blaðinu í gær sagði Sigurður að Magn- ús hefði „farið offari í árásum á menn og stofnanir“ og málefnafátækt hans hefði verið landlæg. Það lítur því út fyrir að skrif Magnúsar á stjórnmálaspjall- þráðinn malefnin.com hafi verið meðal þess sem setti Sigurð úr jafnvægi en þar talaði Magnús með- al annars um að bomba hina og þessa pólitíska and- stæðinga til and- skotans. Málverjar auglýstu í gær eft- ir viðbrögðum frá Magnúsi en hann hefur ekki látið mikið á sér kræla á þessum vettvangi undanfarið. Í gærkvöld hafði hann ekki látið í sér heyra en félagi hans úr þing- flokki frjálslyndra, Sigurjón Þórð- arson, eða einhver sem skrifar undir því nafni hefur blandað sér í umræðuna og kvatt Sigurð: „Sig- urður Ingi hefur sagt skilið við okkur og skýrt frá sinni afstöðu. Mér finnst miður að hann hafi tek- ið þá ákvörðun og hef ekki mikið um hana að segja en ég vil fyrst og fremst þakka honum fyrir sam- starfið í gegnum tíðina og óska honum alls hins besta“. Fyrir nokkru hóf göngu sína á Út-varpi Sögu þátturinn Nei ráð- herra sem fjallar eins og nafnið gefur til kynna um stjórnmál, en áherslan er lögð á hugmyndafræði viðmælenda. Fyrsti viðmæland- inn í þættinum var Hannes Hólm- steinn Gissurarson sem setti þar fram þá kenningu sína um DV að fyrir- sagnasmiðir þess blaðs gætu ekki verið edrú þegar þeir væru að störfum miðað við þær fyrirsagnir sem hann hefði séð í blaðinu. Næstur var íslenskufræðingurinn Mörður Árnason sem vakti athygli fyrir hversu mikið hann sletti á frönsku. Í dag fer svo fimmti þátt- urinn í loftið og sá fyrsti þar sem ráðherra mætir í Nei ráðherra. Þar er á ferðinni Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra sem gerir grein fyrir sinni hugmynda- fræði. Úrbeinuð og flökuð peningagjöf HLJÓMSVEITIN ROÐLAUST OG BEINLAUST Áhöfnin frá Ólafsfirði semur tónlist og gefur út diska sér til skemmtunar en allur ágóði rennur til öryggismála sjómanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.