Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 4
4 12. mars 2004 FÖSTUDAGUR Sækirðu námskeið reglulega? Spurning dagsins í dag: Hefurðu áhyggjur af holdafari íslenskrar æsku? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 41% 24% Nei 35%Einstaka sinnum Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Evrópa Sundabraut eykur umferðaröryggi: Styttir ferðir og sparar tíma SAMGÖNGUR „Það liggur ljóst fyrir að Sundabraut mun greiða mjög fyrir umferð að og frá borginni því þarna kemur annar valkostur í við- bót við Vesturlandsveginn,“ segir Sigurður Helgason hjá Umferðar- stofu. Sigurður segist sannfærður um að gerð Sundabrautar muni hafa já- kvæð áhrif á umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu óháð því hvaða leið verði fyrir valinu. Venjan er að framkvæmdir í vegamálum séu skoðaðar út frá arðsemissjónarmiði. „Ég hef ástæðu til að ætla að þessi fram- kvæmd verði frekar arðbær. Þetta styttir ferðir fólks, greiðir fyrir umferð og sparar tíma,“ segir Sig- urður. Sundabraut mun einnig auð- velda vöruflutninga til og frá höf- uðborgarsvæðinu. Sigurður bendir á að flutningar á landinu hafi færst frá ströndinni og yfir á vegina en lítið hafi verið gert til að bregðast við mikilli fjölgun flutningabíla. Auk Sundabrautar nefnir Sig- urður aðra framkvæmd sem hann telur mjög aðkallandi. „Ég lít á mislæg gatnamót við Kringlumýr- arbraut-Miklubraut sem mikilvæg- ustu og arðbærustu framkvæmd- ina á höfuðborgarsvæðinu. Það eru vonbrigði að ekki skuli enn hafa verið ráðist í það dæmi“. ■ Nálarför voru eftir meðferð á Vökudeild Nálarför sem fundust við krufningu á höfði barns, sem lést eftir að hafa verið tekið með bráðakeisaraskurði, eru eftir meðferð á Landspítalanum. Þetta segir settur landlæknir í máli því sem risið er vegna andláts barnsins. LÖGREGLUMÁL Nálarstunguför þau sem fundust á höfði barnsins sem lést eftir að það var tekið með bráðakeisaraskurði á Hjúkrunarstofnun Suðurnesja í september síðastliðnum eru eft- ir læknismeðferð á vökudeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem settur landlæknir í málinu, Jón Alfreð Hilmarsson, hefur sent frá sér. Talið er að barnið hafi látist vegna þess að of miklu deyfiefni var dælt í legháls móður í fæð- ingunni. Landlæknirinn hefur sent frá sér lokaútgáfu af álitsgerð sinni vegna meintrar rangrar með- ferðar læknis við fæðinguna. Tvær fyrri útgáfur hafa verið kynntar hlutaðeigandi og þeim gefinn kostur á athugasemdum eins og venja er til, að sögn land- læknisins. „Í lokaútgáfu er viðauki með skýringum og svörum vegna at- hugasemda lögmanns kærenda,“ segir í yfirlýsingunni. „Að öðru leyti er hún óbreytt.“ Síðan segir að í framhaldi af álitsgerð beri Landlækni að taka ákvörðun um aðgerðir ef um mistök sé að ræða að mati hans. Hann getur aðvarað eða áminnt og loks lagt til við ráðherra sviptingu starfsréttinda, allt eft- ir alvarleika yfirsjónanna. Landlæknir kveðst ekki geta fjallað um efnisatriði kærumála í fjölmiðlum. Hann sé bundinn þagnarskyldu. Hann geti því ekki svarað þeirri gagnrýni sem fram hafi komið á álitsgerð hans. Það muni verða gert á rétt- um vettvangi kæru- og dóms- mála. „Það er erfitt að láta ósvarað dylgjum um óheiðarleika og hlutdrægni eins og að draga fjöður yfir mikilvægt atriði máls eða jafnvel sönnunargagn,“ seg- ir í yfirlýsingunni. „Það hefur ít- rekað verið minnst á nál- arstunguför í fjölmiðlum, en þau eru nefnd í krufningarskýrslu án frekari skýringa. Ég tel mig ekki brjóta þagnarskyldu þótt ég upplýsi að þessi för eiga sér ein- falda og eðlilega skýringu eftir meðferð á Vökudeild og hafa ekkert með rannsókn málsins að gera. Réttarlæknirinn minntist aðeins á þetta nákvæmni vegna. Lögmanninum hefði verið í lófa lagið að fá munnlegt svar við þessari spurningu hjá mér eða réttarlækninum ef honum lá svo lífið á að ekki mátti bíða skriflegs svars. Öðrum gagnrýnisatriðum sem fram hafa komið hjá lög- manninum mun ég láta nægja að svara á réttum vettvangi. Og lýkur þar með allri umfjöllun af minni hálfu um þetta mál í fjöl- miðlum.“ jss@frettabladid.is Milljón dollara seðill: Bara mis- skilningur ATLANTA, AP Bandaríska konan sem reyndi að greiða fyrir vörur í stór- markaði með milljón dollara seðli, andvirði rúmra 70 milljóna króna íslenskra, segir að málið sé allt einn misskilningur. Hún hafi haldið að seðillinn væri ekta. Konan var fangelsuð eftir að hún framvísaði seðlinum. Seðilinn seg- ist hún hafa fengið frá eiginmanni sínum sem er myntsafnari. Seðlar sem þessi fást í prakkarabúðum. Upphaflega reyndi hún að borga fyrir innkaupin með gjafakortum, en verðmæti þeirra nam aðeins um 170 krónum meðan innkaupin námu á annað hundrað þúsund krónum. ■ Ölvaður maður ók út af vegi: Á gjörgæslu eftir bílveltu BÍLVELTA Maður liggur á gjörgæslu eftir bílveltu á Eyrarbakkavegi á miðvikudagskvöld. Laust fyrir klukkan níu var lög- reglu tilkynnt um ölvaðan öku- mann á leið í vesturátt frá Stokks- eyri. Þegar lögreglumenn hugðust kanna ástand mannsins sinnti hann ekki stöðvunarmerkjum heldur ók inn á Eyrarbakka og síðan á ofsa- hraða vestur Eyrarbakkaveg. Öku- manninum var veitt eftirför en að sögn lögreglu hafði hann litla stjórn á ökutækinu, rakst utan í lögreglubifreiðina og skapaði stór- hættu fyrir aðra vegfarendur. Við Óseyrarbrú fór maðurinn út af og velti bílnum. Kalla varð út tækjabíl til að ná honum út úr bif- reiðinni og var hann síðan fluttur á Landspítala - háskólasjúkrahús. Hann er undir eftirliti á gjörgæslu og er líðan hans stöðug, að sögn lækna. ■ Upphaf þjóðarmorða: Ásökunum vísað á bug BRUSSEL, AP Paul Kagame, forseti Rúanda, vísar alfarið á bug fregn- um þess efnis að hann hafi borið ábyrgð á því að flugvél Juvenal H a b y a r i m - ana, forvera hans, var skotin niður árið 1994. Í k j ö l f a r i ð hófust þjóð- armorð hútúa á tútsum sem lauk ekki fyrr en uppreisn- armenn undir forystu Kagame höfðu hrakið öfga- menn úr röðum hútúa úr landi. Franska dagblaðið Le Monde greindi frá því á föstudag að sam- kvæmt óbirtri skýrslu frönsku lög- reglunnar hafi Kagame fyrirskipað árásina. Um 800.000 manns létu líf- ið í þjóðarmorðunum og stuttri borgarastyrjöld. ■ edda.is Glæsileg bók um besta vininn Aðgengileg og ríkulega myndskreytt umfjöllun um 234 hundategundir. Ómissandi bók fyrir alla hundaeigendur, falleg og eiguleg. – Glæsileg gjöf VEÐUR Óvenjuhlýtt hefur verið í veðri það sem af er marsmánaðar. Á Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að meðalhiti fyrstu tíu dagana í mars hefði aðeins tvisvar áður verið jafnhár eða hærri síðan mælingar hófust. Hlýindin skýrast meðal annars af því að lægð hefur verið yfir land- inu síðustu daga. „Þessi mikla hæð yfir Skandinavíu hefur ýtt á móti þannig að lægðagangurinn hefur ekki komist norður yfir landið“ seg- ir Hrafn Guðmundsson, veðurfræð- ingur hjá Veðurstofu Íslands. Hrafn segir að það sé eðlilegt að lægðir gangi yfir landið á þessum árstíma en hvassviðrið hafi þó varað óvenju lengi. „Það lítur út fyrir að þetta muni breytast um helgina. Hæðin er að gefa sig og þá dettur vindur- inn niður.“ Hrafn segir að búast megi við hægum norðlægum áttum og kólnandi veðri eftir helgi. Ekki er þó útlit fyrir snjókomu. Erfitt er að segja til um það hvort veturinn er tekinn að gefa eft- ir en Trausti Jónsson veðurfræðing- ur segir að reiknimiðstöð Evrópu- veðurstofa spái því að hitastig á Ís- landi verði tveimur til þremur gráð- um yfir meðallagi út marsmánuð. ■ Lægðagangur yfir landinu: Óvenju hlýr marsmánuður Ostborgarafrumvarpið: Vernd gegn lögsóknum BANDARÍKIN Fulltrúadeild Banda- ríkjaþings hefur samþykkt svo- nefnt ostborgarafrumvarp. Frum- varpið verndar skyndibitakeðjur og matvælaframleiðendur fyrir lögsóknum fólks sem krefst bóta vegna þess að það hafi orðið feitt af því að borða óhollan mat. Flytjendur frumvarpsins segja það ganga út á almenna skynsemi og að fólk beri sjálft ábyrgð á því hvað það borðar. Andstæðingar þess segja það flytja stjórnendum skyndibitakeðja þau skilaboð að þeir þurfi engar áhyggjur að hafa af heilsufari landsmanna. Frumvarpið verður ekki að lög- um nema öldungadeildin sam- þykki það. Hún hefur áður fellt frumvörp sem fela í sér vernd fyrir einstakar atvinnugreinar. ■ SIGURÐUR HELGASON Sundabraut mun auka umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu, að mati Sigurðar Helgasonar hjá Umferðarstofu. STUÐNINGSMENN KAGAME Kagame er í opinberri heimsókn í Belgíu. HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Settur landlæknir í máli sem risið er vegna andláts barns eftir að það var tekið með bráðakeisaraskurði á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann deilir á lögmann aðstandenda. VORBLÍÐA Óvenjuhlýtt hefur verið í veðri síðustu daga miðað við árstíma. NÝTIÐ ATKVÆÐISRÉTTINN „Hvert og eitt atkvæði skiptir miklu máli,“ sagði Vladimír Pútín Rúss- landsforseti þegar hann hvatti landsmenn til að taka þátt í for- setakosningunum næsta sunnu- dag. Helmingur atkvæðabærra manna þarf að taka þátt til að kosningarnar séu gildar og óttast Kremlverjar að kjörsókn verði lítil vegna vissu um sigur forset- ans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.