Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 31
Gunnlaugur Guðmundssonstjörnuspekingur segist vera háður líkamsrækt og stundar hana lágmark fjórum sinnum í viku. „Ég æfi á Nordica Spa á morgnana, sem er alveg frábært. Byrja á 20 mínút- um á hlaupabrettinu og fer svo í gegnum æfingaprógram, sem er þrískipt. Þetta er mér lífsnauðsyn- legt,“ segir Gulli. Hann hefur stundað líkams- rækt í einhverri mynd undanfar- inn 20 ár og seg- ist ekki þrífast án þess. „Ég er háður líkams- ræktinni, en passa líka mataræðið mjög vel og hugleiði reglulega. Ég er líka steinhættur að borða brauð, fæ mér hrökk- brauð án gers og sykurs í staðinn og ég verð h r e i n l e g a timbraður af sykuráti. Það eru þessi ein- földu kolvetni sem gefa manni kikk og þenja strengina, og svo dettur mað- ur niður aftur. En þetta snýst allt um að borða oft, reglulega og fjölbreytt, og sleppa öllu áti á kvöldin.“ Gulli er einn af þeim heppnu sem hefur ekki tilhneigingu til að fitna, en hann undirstrikar að það að vera í formi snúist ekki bara um holdarfar heldur almenna vellíðan. „Ég reyki ekki og drekk sjaldan, sem skiptir máli, og bæti svo við hreyfinguna á sumrin, er til dæmis afar liðtækur á hjólinu.“ ■ 31FÖSTUDAGUR 12. mars 2004 Grétar Guðmundsson æfði sund og frjálsar sem barn og unglingur. Mörgum árum síðar var hann kominn í kyrrsetu- vinnu og var hættur að geta hreyft sig að vild vegna verkja í ökklum og hnjám. “Ég var nánast hættur að geta hreyft mig fyrir verkjum, sat bara orðið fastur„ segir Grétar. „Mér var ráðlagt að prófa Lið-Aktín og þegar ég var búinn að nota það í mánuð gat ég aftur farið að hreyfa mig eðlilega. Tveim mánuðum síðar fór ég að keppa í aflraunum og hef núna 2 ár í röð verið í þriðja sæti í keppninni Sterkasti maður Íslands“ „Ég ráðlegg öllum sem eru slæmir í liðum að nota Lið-Aktín. –Það virkar!“ Lið-Aktín kom mér í verðlaunasæti Íkvikmyndinni About A Boy erHugh Grant látinn segja eftir- minnilega setningu sem á að undir- strika stöðu hans í samfélaginu: „Ég er eyja. Ég er Ibiza.“ Sannleik- urinn er hins vegar sá að enginn er eyland, eins og Grant er látinn kom- ast að í myndinni. Við erum ekki eins sjálfstæð og við viljum halda. Við þurfum öll á hverju öðru að halda. Spurningin er bara hvort við erum meðvituð um það eða ekki. Tökum dæmi um blaðið sem þú ert að lesa núna. Hvað heldur þú að margir einstaklingar hafi lagt hönd á plóginn við að koma blaðinu í hendurnar á þér? Hið augljósa er að það þurfti blaðamenn til skrifa, pappír til að prenta á og blaðburðarfólk til að koma blaðinu til skila. Ef við skoð- um dæmið hins vegar aðeins betur koma miklu fleiri aðilar að svo ein- földum hlut sem morgunblaðslest- ur er. Það þurfti að framleiða tölv- urnar og pappírinn, flytja varning- inn milli landa, einhver þurfti að grafa upp olíuna og hreinsa hana til að knýja áfram faratækin sem hafa komið nálægt flutningum og dreif- ingu, það þurfti gefa blaðamönnum og blaðburðarfólki að borða, ein- hver þurfti nú að fæða og ala upp þessa einstaklinga til að byrja með og þannig gætum við lengi haldið áfram. Þúsundir einstaklinga hafa lagt hönd á plóginn svo að þú getir lesið blaðið á þessari stundu. Hægt er að líta þessum augum á allt sem við fáum upp í hendurnar að því er virðist án erfiðleika. Sam- félag manna getur ekki gengið án samvinnu og samskipta. Nú á dögum er alltaf að koma betur í ljós að samskiptahæfileikar eru hæst launuðu hæfileikarnir í mannmörgu samfélagi. Með þetta í huga skaltu hugsa lengra næst þegar þú færð þér samloku eða keyrir bílinn þinn frá einum stað til annars. Þú ert aldrei einn. Í öll- um tilfellum hafa aðrir lagt hönd á plóginn svo að þú getir gert það sem þú ert að gera hverju sinni. Ef þú vilt ná ár- angri í okkar samfélagi er því vit- urlegt að efla samskiptahæfnina því að enginn er eyland. ■ Viltu spyrja Guðjón? Sendu póst á gbergmann@gbergmann.is. Offita í Kína: 200 milljónir of feitar Um 200 milljónir Kínverjaeiga við þyngdarvandamál að stríða, samkvæmt fréttum ríkisfjölmiðla í Kína. Af þessum 200 milljónum þjást um 30 milljónir af alvarlegri offitu. Vandamálið er sérstaklega slæmt í Peking. Þar er talið að um 18% af grunnskólanemend- um berjist við offitu og hefur fjöldinn tvöfaldast á aðeins ein- um áratug. Þessar niðurstöður eru í samræmi við þróun annars staðar í heiminum, þar sem svo- kallaðir lífsstílssjúkdómar verða sífellt algengari með hverju árinu sem líður. ■ Finnsk rannsókn: Meira kaffi – minni líkur á sykursýki Hvernig heldur þú þér í formi? Verð timbraður af sykuráti MS Aloe Vera jógúrt og jógúrt-drykkur er nýjung í íslensk- um mjólkurafurðum. Í frétt frá Mjólkursamsölunni er Aloe Vera jógúrtin sett á markað til að koma til móts við aukinn áhuga á nátt- úrlegum afurðum með heilsusam- lega eiginleika. Aloe Vera jurtin, sem hefur verið nefnd drottn- ing heilsu- plantna, inni- heldur yfir 100 virk efni nauð- synleg fyrir heilsu og útlit, meðal annars vítamín, stein- efni og ýmis fæðubótarefni . Aloe Vera hefur verið notuð í auknum mæli sem fæðubótar- efni, í formi safa auk þess að vera notuð í snyrtivörur og smyrsl. Jógúrtin og jógúrtdrykk- urinn inni- halda einung- is 1,1% fitu. Jógúrtin inni- heldur 15 grömm af Aloe Vera og jógúrtdrykkur- inn 25 grömm, sem samsvarar 10% Aloe Vera íblöndun. Ein- göngu er notað 100% Aloe Vera Bargadensis Miller í vörurnar frá gæðavottuðum ræktunarbýlum. ■ Nýjung: Aloe Vera jógúrt og drykkur GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON Hefur alltaf verið mjög meðvitaður um heilsuna, enda í góðu formi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Kaffiþamb dregur úr hættu ááunninni sykursýki er niður- staða finnskrar rannsóknar. Um 14.600 manns tóku þátt í rannsókn- inni. Konur sem drukku þrjá til fjóra bolla af kaffi á dag voru 29% síður líklegar til að fá sykursýki. Sama magn af kaffi minnkaði líkur á sykursýki karla um 27%. Líkurnar á sykursýki héldu áfram að minnka eftir því sem kaffidrykkja jókst, en enn er á huldu hvers vegna það er. Konur sem drukku 10 eða fleiri kaffibolla á dag voru 80% síður líklegar til að fá sykursýki en aðrar. Helmings minni líkur voru á áunninni sykur- sýki á meðal karla sem drukku jafn mikið kaffi. Finnar drekka að meðaltali um níu kaffibolla á dag eða 10,8 kíló á mann ári. Það var finnska heil- brigðisstofnunin sem stóð fyrir rannsókninni sem birt er í Journal of the American Medical Associ- ation. Niðurstöður hennar eru í samræmi við hliðstæðar rannsókn- ar sem nýverið hafa verið gerðar bæði í Bandaríkjunum og Hollandi. Finnska rannsóknin rennir frekari stoðum undir þá kenningu að því meira kaffi sem maður drekkur því minni líkur séu á áunninni sykur- sýki. Ástæður þessa góðu hliðar- áhrifa frá kaffidrykkju eru óljósar en talið er mögulegt að ákveðið efni í kaffi geti hjálpað til við að hafa stjórn á blóðsykri. Einnig er ljóst að koffín örvar insúlínlosun í brisi. Áunnin sykursýki, sem verð- ur æ algengari, tengist offitu og lít- illi hreyfingu. Hún veldur því að fólk tapar hæfileika til að nýta insúlín sem er hormón sem tekur þátt í stjórnun efnaskipta og nýt- ingu á sykri. ■ KAFFISOPINN INDÆLL ER Ekki verra ef hann dregur úr hættu á sykursýki. Líkamiog sál GUÐJÓN BERGMANN ■ jógakennari og rithöfundur skrifar um andlega og líkamlega heilsu. Enginn er eyland

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.