Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 12
12 12. mars 2004 FÖSTUDAGUR Í LJÓSUM LOGUM Fréttamenn flýja sprengingu þegar þeir fylgjast með eyðingu varnings sem kín- verska lögreglan hafði lagt hald á. 34 vörubílsfarmar af ólöglegum afritunum og vörum sem standast ekki gæðakröfur voru brenndir. Nauðasamningar í kvikmyndagerð: Mikilvægt að endurnýja samning KVIKMYNDIR Íslenska kvikmynda- samsteypan leitar leiða til þess að framlengja nauðasamninga fyrir- tækisins. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri vonast til þess að staða fyrirtækisins skýrist í næsta mánuði. Friðrik Þór er aðaleigandi Íslensku kvik- myndasamsteypunnar. Fyrirtæk- ið á sýningarétt á meirihluta mynda sem framleiddar hafa ver- ið á Íslandi síðasta aldarfjórðung- inn. „Landsbankinn er að vinna í þessu með okkur og á þakkir skildar fyrir að hjálpa okkur við að leita leiða til þess að bjarga fyrirtækinu.“ Friðrik Þór segir að meðal þess sem verið sé að gera sé að selja ríkissjónvarpinu stærstan hluta íslenskra kvik- mynda samsteypunnar. Friðrik Þór segir stöðu ís- lenskrar kvikmyndagerðar erfiða þessa dagana. Dregist hafi að end- urnýja samning við ríkið um stuðning við greinina, sem var í gildi. „Við bindum vonir við að nýr menntamálaráðherra endur- nýi samninginn.“ Þótt fjárfesting í íslenskum kvikmyndum skili sér hægt til greinarinnar segir Friðrik Þór ýmis hliðaráhrif skila sér hingað til lands. „Ég hugsa að um millj- arður manna hafi séð Börn náttúr- unnar.“ Þar fyrir utan bendir hann á að fyrir hverja krónu sem lögð er í íslenskar kvikmyndir komi þrjár til fjórar að utan. ■ Bakari lætur undan: Ekki fleiri negrakossar SJÖBO, AP Bakari í suðurhluta Sví- þjóðar breytti nafninu á einni af vör- um sínum eftir að stjórnvöld hótuðu að sekta hann um sem nemur einni milljón króna vegna þess að vöruheit- ið væri móðgandi gagnvart þeldökk- um. Vöruheitið sem olli svo miklum deilum er negrakossar. Nafninu hélt bakarinn þrátt fyrir að flestir bakar- ar hafi breytt því á undanförnum árum. Þegar honum var hótað sektum breytti hann því í Brancobollur og út- skýrir það með því að um sé að ræða skammstöfun á nafni bakarísins. Ein- hverjir hafa þó orðið til að benda á að branco þýðir hvítur á portúgölsku. ■ G R O U P P L C Nýtt líf eftir offituaðgerð Kristín Halldórsdóttir, 45 ára reykvísk kona, léttist um 59,5 kíló á einu og hálfu ári. Þá var hún komin með ýmsa fylgikvilla allt of mikillar líkamsþyngdar. HEILBRIGÐISMÁL Hún heitir Kristín Halldórsdóttir og er 45 ára. Hún hefur lést um 59,5 kíló á einu og hálfu ári ári. Hún geislar af lífs- orku og hamingju, enda hefur hún yngst um mörg ár í andlegu og lík- amlegu atgervi og lífið brosir við henni, eftir að hún fór í svokallaða offituaðgerð á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Hún féllst á að deila reynslu sinni með lesendum blaðsins. „Ég fór í aðgerðina í október 2001,“ segir hún. „Þá var ég orðin 140 kíló. Þá var lífi mínu þannig háttað að ég var í líkamsrækt hjá einkaþjálfara, að sjálfsögðu, til að reyna að halda allt of þungum lík- VIÐ AUGLÝSINGASKILTIÐ Vegfarendur komast ekki hjá því að sjá atvinnuauglýsingu Sieradzkis. Þreyttur á atvinnuleysinu: Auglýsti eftir vinnu VARSJÁ, AP Þegar Andrzej Sieradzki var orðinn þreyttur á því hversu erfiðlega gekk að fá vinnu tók hann sig til og auglýsti eftir vinnu á miklu auglýsingaskilti í Varsjá. Við- brögðin létu ekki á sér standa. Margir hringdu í hann, sumir fyrir forvitnissakir en nokkrir til að bjóða honum vinnu. Sieradzki er þó ekki búinn að ráða sig þar sem störfin eru ekki efst á óskalistanum. Hann vill vinnu við fjármálaráðgjöf en störfin sem honum hafa boðist eru á sviði aug- lýsingagerðar og almannatengsla þar sem menn telja sig sjá að hann búi yfir hæfileikum. ■ FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Erfiðir tímar eru í íslenskri kvikmyndagerð. Stofnandi Íslensku kvikmyndasam- steypunnar bindur vonir við að nýr menntamálaráðherra taki á vandanum. ALLT NÝTT Í sumarbústaðnum fyrir aðgerð. Víðu, svörtu fötin hafa nú vikið út fataskápnum fyrir nýjum fatnaði í ýmsum litum. FYRIR AÐGERÐ Svona leit Kristín út, einu og hálfu ári og 60 kílóum fyrir aðgerð. EFTIR AÐGERÐ Í dag er Kristín rétt tæpum 60 kílóum léttari en hún var fyrir einu og hálfu ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.