Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 15
15FÖSTUDAGUR 12. mars 2004 LÖGREGLUMÁL „Fasteignasalan Frón var búin að leggja heilmikið í hús- næðið,“ sagði Finnbogi Kristjáns- son, fyrrverandi fasteignasali, um deilur sem upp hafa komið vegna kaupa Birgis Ingimarssonar á at- vinnuhúsnæði við Síðumúla 2. „Þegar hún kaupir það á 44 milljónir er virði húsnæðisins miklu, miklu meira og það verð- mæti liggur í hluta fasteignasöl- unnar. Þetta var einn matshluti. Það var því svigrúm að aflýsa veð- skuldum á hluta Birgis eftir að við hefðum búið til tvo eignarhluta. En það var aldrei gert. Ég færði áhvíl- andi veðlán af öðrum eignum yfir á hæðina.“ Spurður hvers vegna eignin hefði farið á uppboð sagði Finn- bogi að Birgir hefði dottið út úr dæminu. Hann hefði hvorki rekið hana, né „borgað meira“. Þá hefði verið farið að halla undan fæti hjá Fróni. Spurður hvers vegna hann hefði lokað fasteignasölunni Fróni og væri nú án starfsleyfis sagði Finn- bogi: „Ég er kominn með kæru og maður má ekkert vera að starfa undir því, að mínu mati. Maður á ekki að vera að taka á sig ábyrgðir ef eitthvað vafasamt er í gangi.“ Spurður hvers vegna kærurnar á hann hefðu hrúgast inn hjá lög- reglunni sagði Finnbogi að nokkrir menn gætu tekið sig saman og lagst í að kæra hann trekk í trekk. „Ég hef lent í því áður við þetta félag þarna, en það er nýr stíll að fara með lögregluna inn í málið.“ ■ LÖGREGLUMÁL Fjölmargar kærur eru nú til rannsóknar hjá lögregl- unni á hendur Finnboga Kristjáns- syni, fyrrum fasteignasala á Fróni, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér. Við- mælendur blaðsins kveðast allir hafa lagt fram kæru vegna hárra fjárupphæða, sem þeir telji að Finnbogi hafi misfarið með. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins munu að minnsta kosti 10 kær- ur vera til rannsóknar hjá lögregl- unni. Er þá meðtalin kæra Birgis Ingimarssonar sem varðar með- ferð Finnboga á 9,5 milljónum króna, sem Birgir reiddi af hönd- um vegna húsnæðiskaupa í Síðu- múlanum. Aðrir viðmælendur blaðsins segjast hafa kært vegna meðferð- ar Finnboga á upphæðum frá ríf- lega einni milljón króna og allt upp í sjö milljónir. Út frá upplýsingum blaðsins má áætla að heildarupp- hæð í þeim málum sem kærð hafa verið sé nær 50 milljónir króna. Lögreglan vinnur nú að rann- sókn þessara mála. Að henni lok- inni verða niðurstöður væntanlega sendar ríkissaksóknara, sem tekur ákvörðun um frekari meðferð. ■ Ólafur hótaði bönkunum kæru vegna misnotkunar á upplýsing- um um fyrirtækin sem viðskipta- bankar þeirra. Bankarnir gáfu sig og í framhaldinu var eignarhald fyrirtækjanna skerpt. S-hópurinn réði SÍF, en bankarnir, Burðarás og Straumur réðu SH. Viðskiptahagsmunir SH og SÍF leyfa ekki endalausa óvissu um stefnu þeirra. Félögin hafa við- kvæma hagsmuni sem snerta bæði framleiðendur og erlenda viðskiptavini. Eyða þurfti því óvissu um fyrirtækin og því var höggvið á hnútinn. Skömmu síðar hófust átök bankanna um Straum sem leiddu til uppstokkunar á eignarhaldi íslenskra fyrirtækja. Forysta Íslandsbanka taldi Lands- bankamenn hafa gengið á bak orða sinna um jafnvægi í eignar- haldi Straums. Tortryggni Ís- landsbanka í garð Landsbankans kann að hafa haft áhrif á að bank- inn missti þolinmæðina þegar ákveðið var að selja hlutinn til SÍF. Stórt alþjóðafyrirtæki Margir telja að vilji Björgólfs hafi verið að stíga engin skref varðandi SH fyrr en skýrari mynd væri komin á hvað yrði um Eim- skipafélagið. Breytingar á eignar- haldi SH myndu setja í óvissu mikilvæga flutningahagsmuni Eimskipafélagsins. Sú óvissa myndi hafa áhrif á verðmat fé- lagsins. Úr herbúðum Landsbank- ans er þessu neitað. Stefna bank- ans varðandi sölusamtökin sé að bankinn styðji við myndun öflugs alþjóðlegs sjávarútvegsfyrirtæk- is. Menn töldu víst að fjárfestarn- ir í SH hefðu ætlað að fjármagna kaupin með því að selja eignir frá fyrirtækinu. Þeir hafi ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að standa að baki stækkun og útrás sem sé vilji bankans. Baldur Guðnason, einn fjár- festanna, segir að ekkert hafi leg- ið fyrir um sölu eigna fyrirtækis- in. Hins vegar sé ávallt ljóst að nýir eigendur velti við steinum og skoði möguleika sem liggi í slíkri fjárfestingu. Baldur sest í stjórn SH á aðalfundi á föstudag, ásamt Gunnlaugi Sævari og Sindra. Hann segir SH sterkt fyrirtæki og í því liggi góð sóknarfæri. Sameining SÍF og SH er enn á dagskrá. Reikna má með að stigið verði varlega til jarðar með auk- inni samvinnu til að byrja með. Mikil samlegð liggur í sölukerfi fyrirtækjanna. Líklegast er talið að fyrstu skrefin í samvinnu fyr- irtækjanna verði í Bandaríkjun- um, þar sem fjárbindingin er mest. Hagræðingarmöguleikar liggja einnig í sölukerfi í Evrópu. Gangi samvinnan vel má búast við að loks gætu tekist ástir risanna SH og SÍF eftir stormasamt til- hugalíf. ■ STÆRSTU EIGENDUR SÍF OG SH SÍF Sund hf. 18,5% Ker. hf. 14,63% KB Banki hf. 10,8% Vís hf. 9,3% Samvinnulífeyrissjóðurinn 8,1% SH Burðarás hf. 27,1% Landsbanki Íslands hf. 26,9% SÍF hf. 23,2% Straumur Fjárfestingarbanki hf. 17,4% Í lögreglurannsókn: Kærur upp á nær 50 milljónir Finnbogi Kristjánsson: Færði veðlán af öðrum eignum FINNBOGI KRISTJÁNS- SON Finnbogi segir að viðskiptin með atvinnu- húsnæðið í Síðumúla 2 hafi verið í eðlileg- um farvegi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.