Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 29
Hafðu þennan rétt einhverntíma í dálknum þínum, það er svo þakklátt að fá akkúrat svona einfalda og góða rétti,“ sagði vin- kona mín þegar ég bar fram eftir- farandi berjapæ í matarboði nú á dögunum. Rétturinn er gerður úr frosnum berjum sem mér finnst mjög handhægt að eiga tiltæk í frysti þannig að ég geti töfrað fram þennann rétt með lágmarks fyrirhöfn og fyrirvara. Berjapæ með marens 1 kassi frosin berjablanda 450 g 429 kr. 5 kúfaðar msk. eplakökurasp 2 eggjahvítur 50 kr. 3 msk. sykur Setjið frosin berin í ofnfast fat. Mér finnst berjablandan best og fallegust og í þessu samhengi gef- ur hún súrsætt bragð sem erfitt er að standast. Auðvitað er líka hægt að nota hvaða ber sem er. Stráið eplakökuraspinu yfir berin. Þeyt- ið eggjahvíturnar og stráið sykrinum hægt útí. Haldið áfram að þeyta þar til marensinn er orð- inn nægilega stífur. Smyrjið þá marensinum yfir berin en skiljið eftir ca 3 cm rönd af berjum við brún fatsins. Bakið í 175 gráðu ofni um 20 mínútur. Setjið álpapp- ír yfir þegar marensinn er farin að dökkna. Þeyttur rjómi er góður með en alls ekki nauðsynlegur. Kostnaður um 500 kr. 29FÖSTUDAGUR 12. mars 2004 Berjapæ með marens Til hnífsog skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ■ Eldar handa minnst fjórum fyrir 1000 kr. eða minna. Sykurskertar - en sætar! Örfáar hitaeiningar fiú getur alltaf fengi› flér gómsæta kökusnei› úr sykurskerta bökunarduftinu frá - einfaldlega létt og gott! Au›vita› Kathi Allt á léttu nótunum Auðvelt að baka Engin rotvarnarefni Engin litarefni Söluaðilar: Verslanir Hagkaupa - Fræið, Fjarðarkaupum - Gripið og greitt - Vöruval, Vestmannaeyjum - Hlíðarkaup, Sauðárkróki - Nesbakki, Neskaupstað. Í næstu viku, fimmtudaginn 18.til sunnudagsins 21. mars, verð- ur sérstakur matseðill í boði á Hótel Holti tileinkaður ástralska víngerðarmanninum Peter Leh- mann. Hann var valinn víngerðar- maður ársins í heiminum á síðasta ári á International Wine and Spirits awards. Boðið verður upp á fjögurra rétta matseðil og vín- glas með hverjum rétti fyrir 8.000 kr. Matreiðslumenn og vínþjónar Holtsins hafa leitast við að finna bestu samsetningu víns og matar og er matargerðin í stíl við vín Lehmanns: bragðmikil og heit með sætum keim. Vínin sem verða í boði eru fjölbreytt, tvö hvítvín, Eden Valley Riesling þar sem þýsk arfleið Lehmanns svífur yfir vötnum og hið ávaxtaríka Chardonnay. Rauðvínið Futures Shiraz er það nýjasta í Ambassa- dor-línunni, ákaflega höfugt vín, og máltíðinni lýkur svo með síð- asta útspili Lehmanns, eftirrétta- víninu The King. PETER LEHMANN MATSEÐILLINN Humar og reykt Klaustursbleikja með lár- peruturni, tómatsultu og sítrusvinaigrette. Vín: Eden Valley Riesling 2002 Smjörsteikt sandhverfa með kremuðu hestabauna ragú og beurre blanc. Vín: Chardonnay 2001 Steiktar nautalundir með kartöflum mousseline, steiktum villisveppum, krydduðu uxabrjósti og madeirasósu. Vín: Futures Shiraz 2001 Sveskjusoufflet með súkkulaðimousse manjari og heslihnetuís. Vín: The King 1995 Fjórar gerðir Lagunilla Vín frá Rioja-héraðinu áSpáni hafa löngum verið vinsæl á Íslandi. Hérlendis fást fjórar tegundir vína frá fram- leiðandanum Lagunilla í Rioja, en helsti munurinn á milli þeir- ra er hversu lengi þau hafa fengið að þroskast í eikartunn- um og verið geymd á flöskum. Lagunilla Tempranillo hefur ríkulegan ávöxt, er milt og hentar vel með tapas-kjötrétt- um, lamba- og nautakjöti. Vínið hefur verið geymt í sex mánuði í amerískum eikartunnum. Verð í Vínbúðum er 990 krónur. Lagunilla Crianza er rúbínrautt að lit og í angan er mildur eik- arkeimur ásamt góðri vanillu og ferskum ávöxt- um. Hentar sérlega vel með lamba- kjöti og kálfakjöti í krydduðum s ó s u m . Geymt í 18 mánuði í eik- artunnum og 12 mánuði í flösku. Verð í Vínbúðum er 1.150 krónur. Lagunilla Reserva er fallega rautt með brúnum blæ og angan af espresso-kaffi. Hentar vel með bragðmiklum tapasréttum, kjötforréttum í vinaigrette, mildri villibráð og nokkuð bragðmiklum ostum. Vínið er látið vera á stórum ámum í 12 mánuði til að ná stöðug- leika og eik í 36 mánuði. Verð í Vínbúðum er 1.360 krónur. Lagunilla Gran Reserva er rauðbrúnt með eikarang- an, rommrúsinum, kaffi og suðusúkkulaði. Vín sem sam- svarar sér vel í alla staði og myndi henta sérlega vel með rjúpu, gæs eða hreindýri í sultuðum sósum, villibráða- paté og dökku kjöti. Verð í Vínbúðum 1.670 kr. Vín frá Rioja:Verðkönnun: Ýsa lækkar í verði Meðalverð á ýsu lækkar á milliára samkvæmt nýrri verð- könnun Samkeppnisstofnunar. Ýsuflök með roði lækka til dæmis að meðaltali um 12%. Verðlag á öðrum fiski er yfirleitt svipað í ár og í fyrra. Kannað var verð á fiski í 19 fisk- búðum og 12 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Mjög mikill verðmunur er milli verslana og munar allt að 123% á verði milli fiskbúða. Ódýrast var að kaupa heila hausaða rauðsprettu í Fiskbúðinni okkar Smiðjuvegi 8, kílóið kostaði 340 kr. ■ Hótel Holt: Peter Lehmann dagar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.