Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 40
12. mars 2004 FÖSTUDAGUR Katarar kaupa Brasilíumenn í stórum stíl: Blatter ekki ánægður FÓTBOLTI „Þetta er gegn anda íþróttar- innar og FIFA ætlar að koma í veg fyr- ir þessa iðju,“ sagði Sepp Blatter, for- seti FIFA, um áform Katara um að greiða þremur Brasilíumönnum fyrir að skipta um ríkisfang. Knattspyrnusamband Katar hefur boðið þremur brasilískum leikmönn- um greiðslu fyrir að skipta um ríkis- fang og að leika með landsliði Katara í Heimsmeistarakeppninni. Ailton hjá Werder Bremen, Dede og Leandro hjá Borussia Dortmund hafa þekkst boð Katara og er útlit fyrir að málið verði frágengið í byrjun næstu viku. „Peningar eru ekki lykilatriðið vegna þess að ég þéna vel hjá Werder Bremen,“ sagði Ailton. „Ef Brasilía lítur framhjá mér í HM 2006 verð ég að finna aðra leið til að komast þang- að.“ Katarar hafa leikið einn leik í und- ankeppni HM en þeir töpuðu 3-1 fyrir Írönum í Teheran. Þjálfari þeirra er Frakkinn Phillipe Troussier, sem þjálfaði Japani á HM 2002. ■ LEGGUR SIG FRAM Suður-afríski kastarinn Paul Adams leggur sig allan fram í landsleik gegn Nýja- Sjálandi. Krikket 40 Njarðvík er að takaþátt í sinni 20. úr- slitakeppni um Íslands- meistaratitilinn í körfubolta og er fyrsta íslenskra körfuboltafélagið sem nær þeim áfanga. Njarðvík- ingar hafa tekið þátt í einni úr- slitakeppni meira en nágrannar þeirra úr Keflavík sem hafa tekið þátt í 19 úrslitakeppnum í röð, allt frá þeim tíma að þeir komust fyrst inn í úrslitakeppnina vorið 1986. Njarðvík er einnig það lið sem hefur oftast unnið Íslandsmeist- aratitlinn eftir úrslitakeppni en þeir unnu titilinn í tíunda sinn fyr- ir tveimur árum. Njarðvík vann fyrstu fjögur árin sem úrslita- keppnin fór fram (1984-1987) og enn fremur 1991, 1994, 1995, 1998, 2001 og 2002. ■ ■ Tala dagsins 20 BENEDIKT GUÐMUNDSSON OG ARNÓR GUÐJOHNSEN Knattspyrnuakademía Íslands undirritaði í gær samstarfssamninga við fjögur fyrirtæki. Af hverju ekki Sven Göran Eriksson? Landsliðsþjálfari Englendinga verður ráðgjafi og verndari Knattspyrnuakademíu Íslands. FÓTBOLTI „Sven Göran Eriksson kemur fyrst og fremst að starfi akademíunnar sem ráðgjafi,“ sagði Arnór Guðjohnsen, stofn- andi Knattspyrnuakademíu Ís- lands. „Þegar við ráðumst í stærri verkefni stingum við saman nefjum og við þurfum að bera þau undir hann og helst að fá samþykki hans fyrir því sem við erum að gera. Ef það er eitt- hvað annað sem hann getur ráð- lagt okkur þá gerir hann það sjálfsagt.“ Eyjólfur Sverrisson, Guðni Bergsson og Sigurður Jónsson standa að akademíunni ásamt Arnóri. „Við þessir fyrrum at- vinnumenn og þjálfararnir hérna heima getum orðið mjög öflugur hópur,“ sagði Arnór. „Ef eitthvað kemur upp á og við þurfum ráðgjöf eða ef við erum að spekúlera í einhverju en er- um í vafa með einhver atriði þurfum við að geta leitað til manns með reynslu sem á góðan feril að baki. Af hverju ekki Sven Göran Eriksson? Af hverju ekki hugsa stórt?“ „Við sendum skeyti til enska knattspyrnusambandsins og spurðum hvort við gætum hitt hann. Við útskýrðum fyrir hon- um út á hvað þetta gengur og hann tók það vel í þetta að hann boðaði okkur til fundar hjá knattspyrnusambandinu. Við fórum þangað, ég, Guðni Bergs- son og Benedikt Guðmundsson, og ræddum þessi mál. Honum fannst þetta mjög spennandi dæmi og sagði að ef hann gæti komið til okkar, samninga sinna vegna, myndi hann örugglega gera það. Svo fengum við skeyti fyrir nokkru síðan um að hann tæki glaður þátt í þessu. Við erum alveg í skýjunum með það. Okkur fannst hann jákvæður þegar við hittum hann og vorum mátulega bjartsýnir.“ „Það gæti orðið úr að hann kæmi hingað en það verður bara að koma í ljós,“ sagði Arnór. „Hans verkefni er að einblína á Portúgal í sumar og það er mik- il vinna fram undan hjá honum. En hann talaði mikið um það að hann langaði að koma hingað og kíkja á okkur.“ Er akademían með samstarf- inu við Eriksson farin að hugsa um að starfa á erlendum vett- vangi? „Nei, í sjálfu sér ekki,“ sagði Arnór. „Við erum að leita eftir því að styrkja sem best ímynd skólans svo fólk taki okk- ur alvarlega. Allt snýst þetta um peninga og við þurfum á stuðn- ingi að halda til að gera okkur kleift að reka skólann.“ ■ LEANDRO, AILTON OG DEDE Leika hugsanlega með Katörum gegn Jórdönum í lok mánaðarins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.