Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 39
39FÖSTUDAGUR 12. mars 2004 hvað?hvar?hvenær? 9 10 11 12 13 14 15 MARS Föstudagur LEIKIR  18.30 KR leikur við Fylki í Egilshöll í deildabikarkeppni karla í fótbolta.  19.15 Grindavík og KR keppa í Grindavík í átta liða úrslitum Inter- sport-deildarinnar í körfubolta.  19.15 Njarðvík mætir Haukum í Njarðvík í átta liða úrslitum Inter- sport-deildarinnar í körfubolta.  20.00 Haukar keppa við Grindavík í Reykjaneshöllinni í deildabikar- keppni karla í fótbolta.  20.30 FH og ÍBV leika í Egilshöll í deildabikarkeppni karla í fótbolta. Tengsl Guðna Bergssonar við sitt gamla félag koma að góðum notum: Bolton hefur mikla trú á íslenskri knattspyrnu FÓTBOLTI „Það voru hæg heimatök- in með Bolton og ég vonast til að við getum bundið endahnútinn á samkomulagið á næstunni,“ sagði Guðni Bergsson, fyrrum leikmað- ur Bolton. Knattspyrnuakademía Íslands hyggur á samstarf við enska úrvalsdeildarfélagið um þjálfun ungra knattspyrnumanna. „Ég sé það fyrir mér að við munum halda námskeið hér í sam- vinnu við Bolton og hingað komi þjálfarar sem fylgist með krökk- unum og því sem við erum að gera. Svo sjáum við til hvernig það þróast hvort einhverjir krakkar æfi með Bolton.“ Guðni segir að það yrði fyrst og fremst samkomulag milli félags og leik- manns. „Þetta yrði kannski í því forminu að þeir kæmu hingað og fylgdust með þeim sem eru á námskeiði hjá okkur og vildu kannski bjóða viðkomandi út til æfinga, en það á bara eftir að koma í ljós.“ „Þeir hafa mikla trú á íslenskri knattspyrnu,“ sagði Guðni. „Ég held ég geti sagt að íslenskir leik- menn hafi reynst þeim vel og þeir hafa margoft talað um það að þeir vilji fylgjast með efnilegum knattspyrnumönnum hér.“ Guðni segir að samvinna við akademíu Bolton komi einnig til greina. „Ég held að við getum leitað í þeirra smiðju og þeir jafn- vel til okkar. Þetta verður bara til þess að styrkja starfið og kannski fá einhverjir Íslendingar tæki- færi til að spila með Bolton í framtíðinni, sem ég hefði per- sónulega mjög gaman af.“ „Félögin hér sinna sínu starfi frábærlega en þetta verður við- bót við það,“ segir Guðni, sem vonast eftir frekara samstarfi við félögin og KSÍ á breiðum grund- velli. „Það á ekki bara við þá bestu heldur líka þá sem hafa meðalgetu og svo framvegis og það allt í heild sinni mun styrkja íslenska knattspyrnu og það er okkar markmið.“ ■ Vináttulandsleikur í sumar: Ísland mætir Ítalíu FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið leikur vináttulandsleik við Ítalíu á Laugardalsvelli þann 18. ágúst í sumar. Samhliða leiknum fer fram vináttulandsleikur milli U21 landsliða þjóðanna hér á landi. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, hitti í gær formann og framkvæmdastjóra Knatt- spyrnusambands Ítalíu, dr. Franco Carraro og Francesco Ghirelli, til að ræða við þá um vináttulandsleikinn og komst þessi niðurstaða í málið. Einung- is er ólokið að semja um sjón- varpsrétt vegna leiksins. ■ Fylkir í samstarf við Akademíu Arnórs og félaga: Tvöfaldur ávinningur FÓTBOLTI „Við vorum ákveðnir í að fara í þetta samstarf og nýta þessa peninga sem sannarlega eiga að nýtast fyrir yngri hópana,“ sagði Sigmundur Sigur- jónsson, formaður barna- og ung- lingaráðs Fylkis. „Við ákváðum að gera nokkurs konar tilraun með 3. flokk karla og 3. flokk kvenna og eldra árið í 4. flokki kvenna.“ Fylkir notar styrk UEFA vegna barna- og unglingaþjálfunar í að greiða niður þátttöku yngri iðk- enda í námskeiðum akademíunn- ar. Fylkismenn sjá jafnvel fyrir sér samstarf við akademíuna í sumar. „Þá fengjum við kennara frá þeim til okkar, ef af verður, og vonandi á nýja gervigrasvöllinn okkar.“ „Æfingarnar hjá okkur eru fjórum til fimm sinnum í viku og þetta er viðbót,“ sagði Sigmundur. „Þetta er tilraunaverkefni. Við fylgjum bara þeirra hugmynda- fræði en á seinni stigum getur vel verið að við komum með okkar óskir.“ Fylkismenn líta einnig á nám- skeiðin sem námskeið fyrir þjálf- ara yngri flokkanna. „Við viljum búa til sterkt lið af þjálfurum í Fylki og höfum alla tíð haft áhuga á því. Tvöfaldur ávinningur segj- um við og ég hef kynnt mér það hjá þjálfurunum sem hafa mætt að þeir eru mjög ánægðir.“ „Þegar þetta tímabil er búið förum við í barna- og unglingaráði yfir þetta dæmi með okkar íþróttafulltrúa og þjálfurum hvernig til hefur tekist og skoðum svo framhaldið út frá því. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við höldum áfram, mér líst það vel á þetta sem við höfum verið að gera hingað til,“ sagði Sigmundur Sig- urjónsson, formaður barna- og unglingaráðs Fylkis. ■ UNGIR FYLKISMENN FAGNA Fylkismenn eru himinlifandi með fyrirhugað samstarf við Arnór og félaga GUÐNI BERGSSON „Ég held ég geti sagt að íslenskir leikmenn hafi reynst Bolton vel.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.