Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 26
26 12. mars 2004 FÖSTUDAGURfermingar Ég fermdist 7. apríl 1963 í Lang-holtskirkju. Séra Árelíus Ní- elsson fermdi mig. Hann lét okkur læra utanbókar mikið af ljóðum, sálmum og ritningargreinum. Ég man að ég fór með 23. Davíðssálm og ritningargrein. Ég var frekar kvíð- in áður en ég fór í kirkjuna og óttað- ist að ég myndi fipast á öllum þess- um texta. Dagurinn hófst á því að ég fór til Dúu, hár- greiðslukonu móður minnar, og var greiðsl- an samkvæmt nýjustu tísku – út að neðan – sem þótti mjög flott. Ég var í nýjum kjól, en pabbi, sem var mikill smekkmaður, hafði keypt hann á mig í London og mjög fína kápu líka. Vinkonur mínar voru í kjólum sem voru saumaðir á þær eftir þeirra höfði og var ég svolítið svekkt yfir því að hafa ekki feng- ið að láta sauma á mig kjól. Það var haldin mikil veisla heima hjá okkur og ég gleymi seint aðaltertunum sem voru á borðum. Þær voru frá Hressing- arskálanum, ekta Hressótertur, en afi minn, Ragnar Guðlaugsson, átti og rak það kaffihús. Ég fékk svo að láta sauma kjól á mig um haustið í sárabætur og var hann saumaður eftir teikningu sem ég og Guð- finna Thordarson vinkona mín gerðum og frænkur hennar saumuðu. Sá kjóll var mikill uppá- haldskjóll lengi, en í fermingar- kjólinn fór ég bara á ferming- ardaginn. ■ Sérsaumað á fermingarstúlkurnar: Vita hvað þær vilja Fermingarstúlkurnar vita ofthvað þær vilja og það er gaman að sauma á þær,“ segir Ragnheið- ur Hrafnkelsdóttir þar sem hún situr og saumar bleikan kjóll úr taisilki á eina fermingarstúlku vorsins. Hún rekur Kjól og klæði í Tr y g g v a g ö t u n n i , ásamt Berglindi Ómarsdóttur, en þær eru báðar kjóla- og klæðskerameist- arar. Þær segja alltaf dálítið um að fermingarstúlkur láti sauma á sig enda séu þær oft með eitthvað ákveðið í huga og svo henti ekki öllum þau snið sem tískuverslanirnar bjóði upp á. „Þær geta verið vissar um að mæta ekki öðrum stúlkum í eins fatnaði,“ segja þær. Sumar hafa þegar val- ið tauið þegar þær koma, aðrar þiggja hjálp við efniskaupin og þá eru Ragnheiður og Berglind til í að fara með þeim í búðir. Þær segja líka dálítið um að mæður fermingar- barnanna láti sauma á sig. Kostnaður við s a u m a s k a p i n n hleypur á 25-30 þús- undum að meðal- tali. ■ Í KJÓLNUM OG KÁPUNNI FRÁ LONDON Vildi frekar láta sauma á sig. FERMINGARMYND ÁSTU RAGNHEIÐAR Greiðslan samkvæmt nýjustu tísku – út að neðan. SÆTUR OG SUMARLEGUR Léttleikinn er allsráðandi í þessum lillabláa kjól með tjullpífunum. RAGNHEIÐUR OG BERGLIND Stofnuðu fyrirtækið sitt á síðasta ári. PRINSESSUKJÓLL Hún verður falleg á fermingardaginn daman sem klæðist þessum kjól. Þetta var ósköp hefðbundin sveitafermingog ég man lítið eftir fermingardeginum. Jú, ég geri ráð fyrir því að fara í fermingu í ár, innan fjölskyldunnar. Þegar maður er kominn á þennan aldur fjölgar fermingunum í kringum mann.“ Örn Friðriksson. Fermingar-dagurinn minn Já, ég man eftir fermingunni minni. Ég varvoða ánægð, með daginn sjálfan, með kirkjuna mína og með prestinn. Ég fermdist í Kópavogskirkju og presturinn var séra Gunnar. Ég veit ekki um neina fermingu í fjölskyldunni í ár. En mér finnst gaman að hitta fjölskylduna í svona veislum.“ Margrét Þórisdóttir Fermingar-dagurinn minn Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður: Óttaðist að fipast á textanum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.