Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 6
6 20. mars 2004 LAUGARDAGUR ■ Evrópa ■ Evrópa GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70.65 0.33% Sterlingspund 129.58 0.81% Dönsk króna 11.72 0.97% Evra 87.31 0.97% Gengisvísitala krónu 121,39 0,82 KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 378 Velta 5.532 milljónir ICEX-15 2.538 -0,13% Mestu viðskiptin Pharmaco hf. 251.750 Landsbanki Íslands hf. 230.699 Medcare Flaga 200.917 Mesta hækkun Medcare Flaga 14,16% AFL fjárfestingarfélag hf. 3,66% Og fjarskipti hf. 1,23% Mesta lækkun Straumur Fjárfestingarbanki hf -2,31% Eimskipafélag Íslands Hf. -1,02% Össur hf -0,98% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.274,7 -0,2% Nasdaq* 1.963,7 0,1% FTSE 4.417,7 0,5% DAX 3.819,2 -0,2% NK50 1.421,7 -0,1% S&P* 1.119,6 -0,2% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hvaða skóli sló Menntaskólann íReykjavík út úr spurningakeppninni Gettu betur? 2Hvað heitir næstæðsti maður al-Kaída? 3Hvað heitir sá sem var rekinn semþjálfari HK í handbolta? Svörin eru á bls. 62 Kosovo-Albanir gagnrýndir fyrir óeirðir síðustu daga: Eina leiðin að skipta Kosovo KOSOVO, AP Skipting Kosovo með tilliti til þjóðernis er eina leiðin til að tryggja frið á svæðinu til fram- búðar sagði Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serbíu, og aðstoðarforsætisráðherra hans átaldi Sameinuðu þjóðirnar fyrir að fordæma Kosovo-Albana ekki nægilega fyrir óeirðirnar undan- farna daga. Kveikt var í fimmtán kirkjum og hundruð heimilum Serba. Því var svarað í Serbíu með því að kveikja í tveimur moskum múslima. Tugþúsundir Serba fylktu liði í Belgrad, höfðuborg Serbíu, í gær og lýstu stuðningi við landa sína í Kosovo. Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, sagði ábyrgð leiðtoga Kosovo-Albana mikla og kvað þá verða að gera sitt til að koma á friði í Kosovo eftir þriggja daga átök sem hafa kostað á fjórða tug manna lífið. Hann sagði stjórn- málaleiðtoga beggja fylkinga, Serba og Kosovo-Albana, verða að grípa til aðgera en beindi einkum augum að Kosovo-Albön- um. Scheffer sagði átökin grafa undan þeim árangri sem hefði náðst. „Þetta eru sorglegt og illa afráðið afturhvarf til þess of- beldis sem á engan rétt á sér í Evrópu. ■ Björgólfur Thor fer með Eimskip í víking Björgólfur Thor Björgólfsson, nýkjörinn stjórnarformaður Burðaráss, stefnir í stórfellda erlenda fjárfestingu. Markmiðið er að gera félagið að alþjóðlegu fjárfestingarfélagi með allt að 75% af eignum erlendis. AÐALFUNDUR Eimskipafélagið mun undir nýju nafni, Burðarás, leggj- ast í víking. Langtímamarkmið félagsins er að 75 prósent eigna félagsins verði erlendar. „Nauð- synlegt er nú fyrir Ísland að eiga sterkan og öflugan fulltrúa á sviði fjárfestinga í heiminum, líkt og það var nauð- synlegt fyrir land og þjóð að eiga öflugt flutningafélag fyrr á árum,“ sagði Björgólf- ur. Hann sagði að sú stefna sem hann og ný stjórn félagsins boðar sé nær þeirri hugsjón sem langafi hans, Thor Jensen, og aðrir frumkvöðlar félagsins lögðu upp með. „Ég er sannfærður um að ef hinir stjórhuga einstakling- ar sem stofnuðu félagið væru á lífi í dag myndu þeir kjósa slíkt hið sama.“ Björgólfur segir að breyting- arnar muni verða yfir lengri tíma. Ekki sé á dagskrá í bráð að selja skipafélagið sem nú fær hið virðulega nafn móðurfélagsins HF. Eimskipafélag Íslands. Magnús Gunnarsson, fráfar- andi stjórnarformaður, kom inn á þau kynslóðaskipti sem orðið hafa í íslensku viðskiptalífi að undan- förnu. „Ég treysti þessu unga fólki vel til að auka hróður lands og þjóðar í framtíðinni.“ Hann sagðist sjá fyrir sér nýja víkinga- öld þar sem Íslendingar sæktu fram með nútímalegum hætti ný verðmæti til annarra þjóða. Hann sagðist treysta því að menn gleymdu ekki í hita orrustunnar uppruna sínum og rótum. Björgólfur Thor segir að mark- mið útrásarinnar sé að skila sautján þúsund íslenskum hlut- höfum Eimskipafélagsins ávinn- ingi til framtíðar af vexti félags- ins. „Við erum víkingasveit í þeim skilningi að við munum koma á fót hópi fólks erlendis til að sækja verkefni. Við munum nota þekk- ingu Burðaráss hér heima til að vega og meta þau tækifæri.“ Þórunn Guðmundsdóttir er varaformaður stjórnar Eimskipa- félagsins og Þór Kristjánsson mun sitja áfram í stjórninni. Aðr- ir stjórnarmenn eru Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbank- ans, og Eggert Magnússon. Frið- rik Jóhannsson sem stýrt hefur Burðarási sem dótturfélagi Eim- skipafélagsins mun nú stýra Burðarási sem móðurfélagi Eim- skipafélagsins. haflidi@frettabladid.si STJÓRI GEGN HRYÐJUVERKUM Innanríkis- og dómsmálaráðherr- ar aðildarríkja Evrópusambands- ins samþykktu í gær að setja á fót embætti sem sér um að sam- ræma baráttuna gegn hryðjuverkum. Styrkja á aðgerð- ir lögreglu en tillögu um evr- ópska leyniþjónustu í anda CIA var hafnað. REKINN FYRIR LEKANN Leyni- þjónusta danska hersins hefur rekið starfsmann sem lak leyni- legri skýrslu til fjölmiðla. Í skýrslunni kom fram að engin sönnunargögn væru fyrir hendi um að Írakar byggju yfir gereyð- ingarvopnum. Verði starfsmaður- inn ákærður og sakfelldur getur búist við allt að tólf ára fangelsi. FRÁ BJÖRGUNARAÐGERÐUM Minna skip tekur við drætti Baldvins. Baldvin Þorsteinsson: Komið til Noregs BJÖRGUN Fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson, sem bjargað var af strandstað á Meðallandsfjöru að- faranótt miðvikudags, kom að Noregsströnd, rétt norðan við Bergen, í gærkvöldi. „Þar verður stóra dráttarskipinu sleppt og annað minna skip tekur við að draga Baldvin,“ sagði Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Sam- herja, þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Kristján sagði ekki búið að ákveða endanlegan áfangastað Baldvins en skipið yrði skoðað til að athuga með skemmdir við fyrsta tækifæri. Hann segir þá Samherjamenn vera að vinna í því að fá verðtilboð í skemmdir á skip- inu. ■ HER Í ÍRAK MEÐAN ÞÖRF KREFUR Degi eftir að Aleksander Kwasni- ewski, forseti Póllands, sagði blaðamönnum, að Pólverjar hefðu verið blekktir með upplýsingum um meint gereyðingarvopn sagði hann George W. Bush Banda- ríkjaforseta að pólskir hermenn yrðu í Írak svo lengi sem þörf krefur. Hann kenndi misskilningi um fyrri ummæli sín. Colin Powell: Óvænt til Bagdad ÍRAK Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjastjórnar, kom í óvænta heimsókn til Bagdad í gær en þá var eitt ár liðið frá því að herir banda- manna réðust inn í landið. Sagði Powell við komuna að uppreisnar- menn yrðu sigraðir og lýðræðið yrði ekki stöðvað með hryðjuverkum. Bandamenn hafa orðið fyrir miklu mótlæti að undanförnu og varla lið- ið sá dagur sem þeim er ekki sýnt tilræði af einhverjum toga. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FLÚIN FRÁ HEIMILUM SÍNUM Fjöldi Serba hefur flúið heimili sín síðustu daga. Margir hafast við á bækistöðvum friðargæsluliða. „Við erum víkingasveit í þeim skilningi að við mun- um koma á fót hópi fólks erlendis til að sækja verkefni. BOÐAR ÚTRÁS Björgólfur Thor Björgólfsson tekur við stjórnarformennsku í Eimskipafélaginu sem nú heit- ir Burðarás. Hann fylgir í fótspor langafa síns Thors Jensen sem var stjórnarformaður und- irbúningsstjórnar félagsins og léð því merki Kveldúlfs við stofnun þess árið 1914. Björgólfur boðar tímamót í rekstri félagsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.