Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 28
28 20. mars 2004 LAUGARDAGUR Ásgeir Ásgeirsson (forseti frá1952-1968). Þingmaður, fræðslustjóri, ráðherra og banka- stjóri áður en hann varð forseti. Mótframbjóðendur (í kosning- um 1952): Bjarni Jónsson dóm- kirkjuprestur og Gísli Sveinsson, sendiherra og fyrrverandi alþing- ismaður. Kristján Eldjárn (forseti frá1968-1980). Þjóðminjavörður áður en forsetatíð hans hófst. Mótframbjóðandi (í kosningum 1968): Gunnar Thoroddsen hafði komið nokkuð víða við um ævina. Hann var alþingismaður, forsætis- ráðherra, borgarstjóri og prófessor í lögum við HÍ en gegndi embætti sendiherra þegar hann sóttist eftir forsetaembættinu. Vigdís Finnbogadóttir (forseti frá1980-1996). Leikhússtjóri Leikfé- lags Reykjavíkur þegar hún var kjörin. Mótframbjóðendur (í kosning- um 1980): Albert Guðmundsson var alþingismaður, stórkaupmað- ur og fyrrverandi borgarfulltrúi og atvinnumaður í knattspyrnu, Guð- laugur Þorvaldsson var ríkissátta- semjari og fyrrum rektor Háskóla Íslands og Pétur Thorsteinsson var sendiherra. Mótframbjóð- andi (í kosningum 1988): Sigrún Þorsteinsdóttir húsmóðir. Ólafur Ragnar Grímsson (for-seti frá 1996). Hafði setið á Alþingi og verið fjármálaráðherra þegar hann bauð sig fram auk þess að vera fyrrverandi prófess- or í stjórnmálafræði við HÍ. Mót- frambjóðendur (í kosningum 1996): Pétur Hafstein var hæsta- réttardómari en hafði áður verið sýslumaður á Ísafirði, Guðrún Agnarsdóttir læknir var sérfræð- ingur í veiru- og ónæmisfræði og sat þess að auki nokkur ár á þingi og Ástþór Magnússon hafði fengist við eitt og annað tengt verslun og viðskiptum en var í forsvari fyrir samtök sín Frið 2000 þegar hann fór í framboð. Af þessu má sjá að sex þeirra fimmtán sem gefið hafa kost á sér í embætti forseta Íslands í þjóðkjöri höfðu áður setið á þingi. Þrír höfðu gegnt sendi- herrastöðum og fjórir verið emb- ættismenn af öðrum toga. Ólafur Ragnar Grímsson for-seti boðaði blaðamenn til fundar við sig í vikunni og til- kynnti að hann sæktist eftir end- urkjöri í annað sinn. Yfirlýsingin kom ekki á óvart enda tilfinning flestra að Ólafur hefði fullan hug á að gegna embættinu áfram. Áður höfðu tveir lýst áhuga á að sækjast eftir kjöri; Ástþór Magnússon, forsvarsmaður Frið- ar 2000, og Snorri Ásmundsson myndlistarmaður. Með yfirlýstum framboðum þeirra Ástþórs og Snorra eru töluverðar líkur á að það verði forsetakosningar í landinu. Þetta skiptir máli. Þar með þurfa þeir sem vilja bjóða sig fram gegn Ólafi ekki að láta hina margum- töluðu hefð, að ekki sé til siðs að bjóða sig fram gegn sitjandi for- seta, vefjast lengur fyrir sér. Þetta eykur líkur á fleiri fram- boðum. Sú spurning brennur því á landanum hvort fjórði aðilinn muni lýsa yfir framboði sínu á næstu dögum. Og ef svo, þá hver? Það hefur einnig vakið athygli að Ólafur Ragnar hefur lýst yfir framboði sínu til áframhaldandi setu af þó nokkrum ákafa. Hann hefur lagt fram málefni sem hann leggur áherslu á og í Kast- ljósþætti á fimmtudagskvöld varðist hann spurningum fim- lega, líkt og forsetinn byggist við öflugu mótframboði. En slíkt er þó vitaskuld einungis getgátur. Makinn skiptir meginmáli Eftir góðan sigur Ólafs Ragn- ars í kosningunum 1996 með eigin- konu sína, Guðrúnu Katrínu, sér við hlið er ekki síður horft til kosta maka viðkomandi en frambjóð- andans sjálfs. Ljóst er að staða Dorritar Moussaieff er sterk á meðal þjóðarinnar. Hún er vinsælt forsíðuefni tímarita og blöð með viðtölum við hana rokseljast. Það er því ljóst að allir þeir sem ætla sér að sigra Ólaf Ragnar þurfa að tefla fram maka sem sigrar Dor- rit. Í öllu falli má makinn ekki vera dragbítur. Skárri væri að hafa engan maka, eins og Vigdís Finnbogadóttir, en lélegan. Fréttablaðið ríður nú á vaðið og veltir upp nokkrum nöfnum á þeim kandidötum, og kandidats- hjónum, sem hugsanlega gætu, á góðum degi, átt möguleika í sitj- andi forseta í kosningunum í júní. Listinn er vitaskuld ekki tæmandi. bjorn@frettabladid.is gs@frettabladid.is Um fátt er meira rætt þessa dagana en hugsanleg forsetaframboð. Mun fjórða framboðið koma fram? Mun Ólafur Ragnar þurfa að berjast í kosningum fyrir áframhaldandi setu? Fáir leggja í sitjandi forseta, enda staða hans sterk, en þó er ekkert útilokað. Hverjir eiga séns í Ólaf Ragnar? HR. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Forsetinn hefur tilkynnt að hann sækist eftir áfram- haldandi setu. Tveir mótframbjóðendur eru komnir og nú veltir fólk því fyrir sér, fyrst framboð eru hvort sem er komin fram, hvort þau verði fleiri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FRAMBJÓÐENDUR 1980 Albert Guðmundsson, Vigdís Finnbogadóttir, Guðlaugur Þorvaldsson og Pétur Thorsteinsson buðu sig fram til forseta árið 1980. Mjótt var á mun- unum milli Vigdísar og Guðlaugs. FIMM FORSETAR Landsmenn hafa þegar gengið fimm sinnum að kjörborðinu og kosið sér forseta. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var kjörinn af þingheimi við lýðveldisstofnunina 1944 og var svo sjálfkjörinn fjórum árum síðar. Fyrstu almennu forsetakosningarnar voru árið 1952, þegar Ásgeir Ás- geirsson var kjörinn, þær næstu árið 1968 þegar Kristján Eldjárn náði kjöri, þriðju árið 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir sigraði, aftur átta árum síðar þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn henni og þær síðustu árið 1996 þegar Ólafur Ragnar bar sigur úr býtum. Bakgrunnur fyrrverandi frambjóðenda STERKIR HÆGRI FRAMBJÓÐENDUR: Björn Bjarnason Dómsmála-ráðherrann er þaulvanur kosningum og er óhræddur við að taka áhættu í þeim efnum. Með góða þekkingu á utanríkis- málum, víðlesinn og vel kvænt- ur inn í menningarlífið, með Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara sér við hlið. Árni Sigfússon Bæjarstjórinní Reykjanesbæ hefur útlitið í forsetann. Auk þess hefur hann áru hins hófsama hægri manns, sem gæti sótt fylgi sitt víða. Fjöl- skyldan er líka til fyrirmyndar. Hin þokkafulla Bryndís Guð- mundsdóttir er talmeinafræð- ingur og dóttirin Védís Hervör er vinsæl söngkona. Dr. Sigríður Dúna Krist-mundsdóttir Nafn hennar kemur ítrekað upp í umræðunni um forsetaframboð. Hún er gift inn í kjarna Sjálfstæðisflokksins. Mörgum gæti hugnast það ágætlega að sjá Friðrik Sophus- son í hlutverki makans. Sigríður Dúna er umdeild, sérstaklega í röðum fyrrum sam- starfskvenna í Kvennalistanum, en ekki er víst að það komi að sök. Góð menntun hennar og fáguð fram- koma gæti fleytt henni langt, jafnvel skilað henni sigri. Þorgerður Katrín Gunnars-dóttir Hún er spútnikmann- eskjan í Sjálfstæðisflokknum. Ung og lífleg með mikinn kjör- þokka. Líklegt er þó að hinn ný- skipaði menntamálaráðherra hyggi fremur á frama í stjórn- málum. Hún á vinsælan maka. Ljóst er að varla má minna duga en fyrrum landsliðs- fyrirliði, Kristján Arason – einn af strákunum okkar – til þess að saxa á fylgi Dorritar Moussaieff. Ólafur Ragnarsson Fyrr-um bókaútgefandi Hall- dórs Laxness er það næsta sem þjóðin gæti komist í því að hafa sjálfan Laxness sem forseta. Ólafur á enga óvildarmenn svo heitið geti og konan hans er hin glæsi- lega Elín Bergs, dóttir Helga Bergs. Svo er Ólafur gamall fjölmiðlamaður og kemur vel fyrir. Sr. Pálmi MatthíassonBústaðaklerkurinn er vinsæll, alþýðlegur og þar að auki góðmennskan upp- máluð. Hann gæti dregið fram dökku hliðarnar á stjórnmálamanninum Ólafi Ragnari, ef samanburður yrði gerður á þeim tveimur. Páll Skúlason Ef vel tæk-ist til gæti hið virðulega fræðimannsframboð Krist- jáns Eldjárns endurskapast í framboði háskólarektors. Þar með yrði Ólafur að Gunnari Thor: stjórn- málamaðurinn gegn hinum alþýðlega fræðimanni. Páll er heimspekingur og getur því flutt móralskar ræður. Á ættir að rekja norður og er þar að auki hestamaður, jeppakarl og talar frönsku. SAMEININGARTÁKNIN: AÐRIR SKEINUHÆTTIR: ÞAU MYNDU HRISTA UPP Í UMRÆÐUNNI: Björn Bjarnason Þorgerður Katrín Steinunn Sigurðardóttur Jón Baldvin Ellert B. Schram ÞAU MYNDU SITJA Á FRIÐARSTÓLI: Árni Sigfússon Sigríður Dúna Ólafur Ragnarsson Pálmi Matthíasson Páll Skúlason Ólafur Jóhann Stefán Baldursson Tinna Gunnlaugsdóttir Rannveig Rist Þórarinn Eldjárn Þórólfur Árnason Stefán Baldursson Þjóð-leikhússtjórinn er að láta af störfum. Kona hans Þórunn Sigurðardóttir er líka hámenn- ingarleg, og gæti reyndar ver- ið forsetaframbjóðandi líka. Tinna GunnlaugsdóttirLeikkonan glæsilega, og forseti Bandalags íslenskra listamanna, gæti haft breiða skírskotun. Það yrði líka eleg- ans yfir embættinu, ekki síst í ljósi þess að maður hennar er Egill Ólafsson söngvari. Steinunn SigurðardóttirLjóshærð, menningarleg, og hefur meira að segja skrif- að bók um það hvernig á að vera forseti. „Ein á forsetavakt - dagar í lífi Vigdísar Finn- bogadóttur“ hét hún. Hún tal- ar líka frönsku eins og Vigdís. Maki hennar er Þorsteinn Hauksson tónskáld. Rannveig Rist Álforstjórinnhefur þegar verið nefnd í tengslum við forsetaframboð, en hún vísar öllu slíku á bug. Ljóst er þó að hún yrði sterk- ur kandidat, enda fyrirmynd margra venna, og karla, sem konan sem réðst inn í karla- vígið og hafði sigur. Jón Baldvin Hanni-baldsson Hann er títt- nefndur forsetaframbjóð- andi og er að komast á aldur sem sendiherra. Bryndís Schram gæti reyndar einnig verið heppilegur frambjóðandi, allt eftir því hvernig vindarnir blása. Ljóst er að hressi- leiki myndi færast yfir embættið með inn- reið þeirra hjóna til Bessastaða. Ellert B. Schram Hanner baráttujaxl, fyrrum ritstjóri, alþingismaður og núverandi áhrifamaður í íþróttahreyfingunni. Hann gæfi Ólafi hvergi eftir í rökræðum og slagurinn yrði án efa harður. Þórarinn Eldjárn Hann er sonur Kristjánsog ekki ósvipaður honum í háttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.