Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 10
LÖGREGLUMÁL „Tveir menn sem kannast við að hafa tekið ungan dreng, sem samsvarar lýsingu okkar, upp í bíl sinn og ekið með hann milli Hveragerðis og Sel- foss hafa gefið sig fram,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi. Talið var að drengurinn, sem var með Ásgeiri Jónsteinssyni þegar hann lést af völdum voðaskots á mánudags- kvöld, hefði farið á puttanum frá Selfossi til Hveragerðis þann sama dag og sótt byssuna sem varð Ásgeiri að bana. Munu ökumennirnir gefa skýrslu hjá lögreglu eins fljótt og hægt er. Ólafur Helgi segir að lög- reglan hafi auglýst eftir öku- mönnunum fyrst og fremst til þess að staðreyna það sem fram hafi komið við yfirheyrslur. Eigandi byssunnar er sjó- maður og er hann væntanlegur í land eftir helgi. Þá munu skýrslu- tökur af honum fara fram. Enn er beðið niðurstöðu krufningar sem hugsanlega getur sagt til um hvort byssan, sem varð Ásgeiri að bana, hafi verið í höndum drengs- ins sem var með honum eða hvort hún hafi fallið á jörðina og skot hlaupið úr henni við það. Verið er að athuga hvort bilun hafi verið í byssunni sem hafi leitt til þess að ekki hljóp alltaf skot úr henni þegar til þess var ætlast. „Mitt mat er að okkar skyldur liggja samkvæmt lögum um með- ferð opinbera mála að upplýsa mál, þar á meðal voveifleg manns- lát,“ segir Ólafur Helgi, aðspurð- ur hvort til greina hefði komið að láta rannsókn málsins í hendur ríkislögreglustjóra. Ólafur segir sitt umdæmi stórt og þar starfi 27 lögreglumenn, þar af þrír rann- sóknarlögreglumenn. Þá segir hann lögreglustjóra í hverju um- dæmi bera ábyrgð á því að lög- reglan sinni sínum störfum. „Að- alatriðið er að við förum eftir þeirri aðferðafræði sem okkur er ætlað.“ hrs@frettabladid.is 10 20. mars 2004 LAUGARDAGUR KOSNINGABARÁTTA Í FULLUM GANGI Indónesískir kjósendur ganga að kjörborð- inu í byrjun næsta mánaðar og kjósa sér nýtt þing. Kosningabaráttan er í fullum gangi og ansi litrík eins og sjá má á þess- um kjósendum sem tóku þátt í útifundi eins stjórnmálaflokksins. MENNTAMÁL Stúdentar við Háskóla Íslands ætla að safnast saman fyrir framan Háskólann næst- komandi mánudag og mótmæla því að skólagjöld verði sett á. Þann sama dag mun háskólafund- ur taka afstöðu til þess hvort óska eigi eftir við menntamála- ráðherra að hún beiti sér fyrir því að veita Háskóla Íslands heimild til að innheimta skólagjöld. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur lýst algjörri andstöðu við slíkar hugmyndir og hefur bent á ýmsar aðrar leiðir til lausnar fjárhagsvanda skólans. Síðastliðinn þriðjudag hóf stúdentaráð undirskriftasöfnun meðal stúdenta til að mótmæla hugmyndum um skólagjöld og hafa nú þegar rúmlega 3000 stúd- entar skrifað undir. Í framhaldi af atburðum und- anfarinna daga hefur verið ákveðið að stúdentar við Háskóla Íslands muni safnast saman fyrir utan aðalbyggingu Háskólans þar sem háskólafundur verður hald- inn kl. 12.40 mánudaginn 22. mars og mótmæla hugmyndum um upptöku skólagjalda við Háskóla Íslands. ■ HÁSKÓLI ÍSLANDS Stúdentar ætla að safnast saman fyrir framan aðalbyggingu HÍ á mánudag og mótmæla skólagjöldum. www.plusferdir.is Mallorca - 16. apríl 33.730 kr. N E T ( 60.000 kr. / 2 = 30.000 kr. + 3.730 kr. flugvallarsskattar) = 33.730 kr. á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið er flug, gisting í 10 nætur á Ben Hur, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. NETplus er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 2 fyrir 1 Ákvörðun um skólagjöld HÍ á mánudag: Stúdentar safnast saman til mótmæla Seinheppinn maður: Slys á slys ofan HOUSTON, AP Donnie Mack Hall á sennilega erfitt með að gera upp við sig hvort hann sé mjög heppinn eða óheppinn, nema hvort tveggja sé. Hall varð fyrir lest á leið heim úr vinnu. Það var lán í óláni fyrir Hall að lestin var aðeins á þrjátíu kíló- metra hraða en það var nóg til að hann kastaðist þrjá metra og þurfti að kalla á sjúkrabíl til að flytja hann á sjúkrahús. Ekki vildi betur til en svo að fólksbíl var ekið á sjúkrabíl- inn á miklum hraða með tilheyrandi látum. Annar sjúkrabíll var sóttur til að flytja Hall á sjúkrahús. Hann slapp þó vel frá slysunum tveimur og var það eina sem fannst að hon- um smávægilegir skurðir og mar auk þess sem hann var fingurbrot- inn. ■ Ung frjálslynd: Hafna skóla- gjöldum MENNTAMÁL Ung frjálslynd hafna öllum hugmyndum um skólagjöld við HÍ, segir í yfirlýsingu frá þeim. Ung frjálslynd telja að upptaka skólagjalda við ríkisháskóla vegi alvarlega að þeirri hugsjón að allir Íslendingar eigi að geta stundað nám óháð efnahag sínum. Sökum fjársveltis hefur fjár- hagsstaða skólans farið sífellt versnandi, segir í yfirlýsingunni, og er nú svo komið að stjórnvöld hafa í raun þröngvað stjórnendum Há- skóla Íslands til þess að fara fram á að innheimta skólagjalda verði heimiluð. Ung frjálslynd harma þessa þróun og telja mikilvægt að stjórnvöld sjái sóma sinn í því að leysa fjárhagsvanda Háskóla Íslands með öðru móti. ■ Eigandi byssunnar yfirheyrður eftir helgi Rannsókn á láti Ásgeirs Jónsteinssonar á Selfossi á mánudagskvöld held- ur áfram. Sýslumaðurinn á Selfossi segir að verið sé að auglýsa eftir öku- mönnunum til að sannreyna það sem fram hefur komið við yfirheyrslur. VIÐ ANDARPOLLINN Á SELFOSSI Báðir ökumennirnir sem tóku ungan dreng upp í bíla sína á leiðinni milli Selfoss og Hveragerðis hafa gefið sig fram. Þeir munu gefa lögreglu skýrslu eins fljótt og hægt er. ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON Sýslumaðurinn á Selfossi segir að rannsókn málsins verði ekki færð í hendur ríkislögreglustjóra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.