Fréttablaðið - 20.03.2004, Side 43

Fréttablaðið - 20.03.2004, Side 43
Oneida - Secret Wars „Þetta er ein af þessum sjaldgæfu gersem- um sem erfitt er að finna í augnablikinu. Ef það væri ekki fyrir Netið þá væri þetta nál- in í heystakknum, en leitin mun marg- borga sig. Virkilega framúrskarandi og ætti að hrista verulega upp í gallhörðum tón- listarspekúlöntum. Með því betra sem ég hef heyrt á þessu ári.“ BÖS George Michael - Patience „Einhverjir myndu nota orðið „sótthreins- að“ til þess að lýsa tónlistinni á meðan aðrir myndu nota lýsingarorð eins og „ná- kvæmt“ og „gallalaust“. Allir hafa svo sem rétt fyrir sér og ef þessi tónlist væri veit- ingastaður væri hún Perlan, gamli Rex eða Apótek við Austurstræti. Kappinn hljómar þó einlægur, ljúfur og platan rennur vel í gegn. Þetta er þó ekki popptónlist fyrir alla... þetta er háþróaður George Michael fyrir lengra komna.“BÖS DMX - Grand Champ „DMX hljómar á nýju plötunni eins og hann sé að reyna að gera upp fortíð sína. Það hefur greinilega sitthvað legið á sál hans og textalega er DMX einlægur sem fyrr. Eini gallinn er að meiri vinnu hefði mátt leggja í takta og grúv... það hefði svo sem ekki skemmt að hafa þau meira grípandi hér og þar. Hann heldur þó höfði. Ef þetta er í rauninni svanasöngur DMX þá á hiphopið örugglega eftir að sakna hása harðjaxlsins, þó að hann sé orðinn svolítið mjúkur.“ BÖS Jet - Get Born „Jet skilar af sér hörku frumraun. Þó vopnin séu gömul og fá eru þau vel brýnd og notuð á réttum stöðum. Laga- smíðarnar eru allar skotheldar og minna á Rolling Stones, Oasis og T-Rex. Jet á margt sameiginlegt með Kings of Leon og liðsmenn sjá eflaust fortíðina í hilling- um.“ BÖS Heiða og heiðingjarnir - Tíu- fingurupptilguðs „Niðurstaða: Góð plata en nokkuð sund- urleit. Hugljúfa Heiða er betri en sú harð- skeytta.“ FB Ilya - They Died for Beauty „Pottþétt tónlist fyrir kvikmyndir, leik- og kaffihús. Hér eru nokkrar perlur og tónlist- in framkallar afbragðs kvikmyndasenur í höfði manns. Senurnar eru flestar stór- fenglegar og dreymandi en inn á milli eiga leikararnir það til að ofleika, og míkrófónn- inn kemur einu sinni inn í rammann.“BÖS Courtney Love - America’s Sweetheart „Sama hversu duglegur ég yrði að finna jákvæða punkta á þessari plötu þá myndi það ekki breyta þeirri staðreynd að mér fannst hún hundleiðinleg. Óspennandi hljómur, óspennandi lög og Love hljómar full sjálfsvorkunnar og gremju. Ég held bara að hún eigi of mikið af peningum, hún kemst upp með það að þurfa ekki að hlusta á neinn og góð ráð ná þannig ekki eyrum hennar. Hún er á villigötum. Beint á útsöluna!“ BÖS 43LAUGARDAGUR 20. mars 2004 Þeir sem heilluðust af bráð-skemmtilegri og frumlegri út- gáfu Scissor Sisters af Pink Floyd- laginu Confortably Numb hafa ef- laust beðið eftir þessari skífu. Góður maður lýsti útgáfu sveitar- innar á laginu sem „Bee Gees á sýru“ og var það ekki fjarri lagi. En sá smellur gefur engan veg- inn rétta mynd af plötunni. Bæði lagasmíðar sveitarinnar og útsetn- ingar eru töluvert ólíkar því. Mið- að við umgjörðina, útsetningar og lögin á plötunni grunar mig að sá smávaxni slagari verði þeirra eini. Ég held að liðsmenn séu að reyna vera ögrandi með lúkkinu sínu en þeir missa alveg marks, eins og reyndar í útsetningum laga sinna líka. Þetta er tískuband dauðans, þar sem allt snýst um að vera eins „kamp“ og hægt er. Og jú, jú... það er alveg hægt að hafa gaman af textunum og jafnvel má dilla höfð- inu hér og þar við tónlistina en þegar allt kemur til alls er hún með eindæmum þreytandi og óspennandi. Mín tilfinning er að það sé mik- ið útsetningunum að kenna, því oft virka lagasmíðarnar alveg ágæt- lega. Minnir stundum á Elton John, Billy Joel, Eagles eða REO Speedwagon. Helsti munurinn er að textarnir eru meira „gay“ og kaldhæðnislegir. Það gerir þetta bara því miður ekkert skemmti- legra. Diskóáhrifin fóru þeim mun betur, hefði viljað heyra meira af því stuði. Ég spái því að þessir verði horfnir af sjónarsviðinu áður en við getum lagt nafn þeirra á minn- ið. Þetta er kannski artí... en alveg lamað partí. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist SCISSOR SISTERS: Scissor Sisters Artí fartí SMS um nýjustu plöturnar ONDEIDA Gagnrýnandi Fréttablaðsins segir Secret Wars, nýjustu plötu Oneida, vera með því besta sem hann hafi heyrt á árinu. Kelly sleppur frá Flórída FÓLK Saksóknarar í Flórída hafa fellt niður allar kærur á hendur R. Kelly sem var ákærð- ur fyrir að búa til barnaklám og sofa hjá stúlku undir 18 ára aldri. Dómarinn í máli Kellys telur lögreglu- na hafa nálgast sönn- unargögn með ólög- legum hætti. Þar með hafði saksóknari misst helsta sönnunargagn sitt og varð að hætta við málið. Kæran á hendur Kelly var í 12 liðum og voru öll brotin rakin til myndanna sem sýndu víst söngvarann hafa samfarir við stúlku undir lögaldri. Hefði Kelly verið fundinn sek- ur hefði hann átt allt að 60 ára fangelsi yfir höfði sér. Kelly er þó ekki al- veg sloppinn því hann þarf enn að svara fyrir 14 kærur hjá saksókn- ara í Illinois. Þar hefur lögreglan undir hönd- unum 26 mínútna myndbandsupptöku sem á að sýna söngv- arann hafa samfarir við 14 ára stúlku. Kelly neitar því að vera maðurinn á upp- tökunni, en stolnar upptökur af myndinni hafa selst vel. ■ R. KELLY Laus allra mála í Flórída, en er ekki sloppinn í Illinois.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.