Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 8
FINNLAND Alls 24 ungmenni létust og 15 særðust í mannskæðasta umferðarslysi sem orðið hefur í Finnlandi þegar rúta og tengivagn vöruflutningabifreiðar skullu saman nálægt bænum Kongin- kangas í fyrrinótt. Nokkrir hinna særðu eru mikið slasaðir á gjör- gæslu og útiloka læknar ekki að tala látinna muni hækka. Mikil ísing var á veginum þegar slysið átti sér stað og virðist sem flutningabifreiðin hafi rásað yfir á öfugan vegarhelming með þeim af- leiðingum að tengivagninn rásaði til hægri og vinstri og lenti af miklu afli á rútuna sem kom úr gagnstæðri átt. Í flutningabifreið- inni var þungur farmur af stórum pappírsrúllum sem hentust af stað við áreksturinn. Lentu nokkrar þeirra af miklu afli inn í rútuna en um borð voru 40 ungmenni frá Helsingfors á leið á skíði í norður- hluta landsins. Rútan gjöreyðilagð- ist við áreksturinn og þykir mörg- um mildi að ekki fór enn verr en raun varð á. Lögregla rannsakar enn tildrög slyssins en talið er full- víst að hálku sé um að kenna en mjög dimmt var einnig þegar slys- ið átti sér stað. Bílstjóri flutninga- bílsins sem slapp ómeiddur hafði aðeins keyrt örfáa kílómetra þegar slysið varð en lögregla taldi ekki að mistök hans hefðu valdið slysinu. Slasaðir voru fluttir á næsta sjúkrahús til aðhlynningar og að sögn lækna voru þar tveir til þrír mjög alvarlega slasaðir og þurftu í uppskurð. Finnska ríkisstjórnin skaut á neyðarfundi þegar fréttist af slys- inu og var ákveðið að lýsa yfir þjóðarsorg í landinu. Flaggað var í hálfa stöng á flestum stöðum í landinu enda landsmönnum afar brugðið eftir svo ægilegt slys. All- ir í rútunni voru á aldrinum 15–20 ára og gerir það slysið enn sárara fyrir vikið. albert@frettabladid.is 8 20. mars 2004 LAUGARDAGUR Þá er það búið „Ég verð einfaldlega að sætta mig við þá staðreynd að knatt- spyrnuferlinum er lokið og skórnir eru komnir á hilluna.“ Andri Sigþórsson verður að hætta knattspyrnu- iðkun 27 ára gamalla vegna meiðsla. Morgun- blaðið 19. mars. Umdeild kona „Vissulega hefur Munda Pálín átt við geðræn vandamál að stríða en hún hefur þó mælst í hópi greindustu manna heims.“ Jón Ársæll Þórðarson verður með viðtal í þætt- inum Sjálfstæðu fólki við konu sem dæmd er fyrir að hafa banað tveimur mönnum. DV 19. mars. Haraldur að hressast „...sem betur fer er Haraldur mjög að hressast...“ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, um Harald Norgegskonung. Fréttablaðið 19. mars. Orðrétt Hagvöxtur meiri en spár: Hagvöxtur jók ekki vinnu EFNAHAGSMÁL Vöxtur landsfram- leiðslunnar var fjögur prósent í fyrra. Þetta er meiri vöxtur en spár gerðu ráð fyrir. Í morgun- korni greiningar hefur fram að hagvöxtur hafi verið tæpu pró- sentustigi meiri en bankinn spáði. Fjármálaráðuneytið og Seðla- bankinn spáðu minni hagvexti eða 2,5 prósent og 2,75 prósent. Hag- vöxtur innan OECD var tvö pró- sent og var það umfram vænting- ar. Greining Íslandsbanka bendir á að þrátt fyrir mikinn hagvöxt hafi ekki dregið úr atvinnuleysi. Skýringin kann að felast í því að við upphaf hagsveiflu er ónýtt framleiðslugeta í hagkerfinu. Fleiri skýringar eru hugsanlegar að mati Íslandsbanka. „Gæti hér til dæmis verið að koma fram af- leiðing af þeim tækniframförum og skipulagsbreytingum sem átt hafa sér stað í íslensku efnahags- lífi.“ Telur Íslandsbanki að þessi þróun kalli á þá spurningu að hve miklu leyti sá hagvöxtur sem framundan er muni draga úr at- vinnuleysi. ■ 24 létust í umferðarslysi Þjóðarsorg var lýst yfir í Finnlandi eftir umferðarslys þar sem hópferðabifreið lenti í hörðum árekstri við drekkhlaðinn flutningabíl. Allir ferðalangarnir um borð voru unglingar á leið á skíði. Útboð vegna fangelsis á Hólmsheiði: Rísi fyrir árslok 2005 FANGELSISMÁL Nýtt fangelsi á Hólmsheiði á að rísa fyrir árslok árið 2005. Ríkiskaup hafa auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna byggingar fangelsisins sem verður í útjaðri Reykjavíkur. Nýju fangelsi þar er ætlað að hýsa alls 50 fanga en þar að auki er gert ráð fyrir vinnu- og tóm- stundaaðstöðu fyrir fanga. Borgaryfirvöld hafa lagt áherslu á að byggingu fangelsisins verði hraðað. Þegar það verður komið í notkun verður Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg lokað. ■ Karlmaður dæmdur: Falsaði nafn móður DÓMSMÁL Tæplega fertugur karl- maður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að falsa nafn móður sinnar sem sjálfskuldarábyrgðarmanns á ábyrgðaryfirlýsingu sem hann og sambýliskona hans lögðu fram vegna reikningsviðskipta í bygg- ingavöruverslun. Maðurinn sagði móður sína áður hafa samþykkt að gangast í ábyrgð fyrir hann en þar sem hann hefði verið kominn í tímaþröng hefði hann sjálfur skrifað nafn hennar á víxilinn. Móðir hans neit- aði hins vegar að hafa nokkurn tíma gefið samþykki fyrir slíku og ekki vitað af ábyrgðinni fyrr en henni var birt stefna. ■ www.plusferdir.is Benidorm - 15. apríl 30.830 kr. N E T ( 54.200 kr. / 2 = 27.100 kr. + 3.730 kr. flugvallarsskattar) = 30.830 kr. á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið er flug, gisting í 10 nætur á Halley, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. NETplus er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 2 fyrir 1 VINNA OG VÖXTUR Vöxtur landsframleiðslunnar var nokkru meiri í fyrra en menn höfðu búist við. Þrátt fyrir meiri vöxt dró ekki samsvarandi úr at- vinnuleysi. Íslandsbanki segir þar gefa til- efni til vangaveltna um áhrif komandi hag- vaxtar á atvinnuleysið. FRÁ SLYSSTAÐNUM Slysið er hið mannskæðasta nokkru sinni í Finnlandi. M YN D /A P Helsinki Tammerfors Äänekoski Ruka Rútan var á leiðinni til Ruka Slysið átti sér stað á þjóðvegi norður af Äänekoski Flutningabíll Rúta 1. Tengivagninn rennur til hliðar 2. Tengivagninn og rútan skella saman RÚTUSLYS Í FINNLANDI Rúta og flutningabíll skullu saman í alvarlegu umferðarslysi í Finnlandi aðafaranótt föstudags. Að minnsta kosti 24 ungmenni létust og 14 önnur slösuðust, þar af helmingurinn alvarlega. Stækkun ESB: Krafa um atvinnuleyfi ÓSLÓ, AP Norska stjórnin hefur lagt fram lagafrumvarp þess efnis að íbúar nýrra aðildarríkja Evrópusambandsins, annarra en Möltu og Kýpur, fá ekki strax full atvinnuréttindi á við aðra íbúa Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Íbúar flestra ríkjanna verða að sækja um atvinnu- og búsetuleyfi fyrst um sinn. Reglurnar eru svip- aðar og þær sem Svíar og Danir ætla að setja. Norski ráðherrann Erna Sol- berg sagði aðlögunartímann nauð- synlegan til að ásókn erlendra verkamanna yrði ekki til að lækka laun og leggja byrðar á félagslega kerfið. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.