Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 20
Sérstök forsýning á heimildar-myndinni Leitin af Angelu
Shelton var haldin á fimmtudag-
inn að viðstaddri kvikmyndagerð-
arkonunni Angelu Shelton sem
lagði upp með þá hugmynd að
gera mynd um líf kvenna sem eru
alnöfnur hennar.
Hún hringdi í 76 konur sem
báru sama nafn og hún, af þeim
féllust 32 Angelur að tala við hana.
Þegar til kom hitti hún 16 alnöfnur
sínar sem sögðu henni sögu sína og
höfðu þær orðið fyrir ofbeldi af
einhverju tagi. Sjálf hafði Angela
verið misnotuð kynferðislega af
föður sínum sem barn og þó svo
hún hafi lagt upp með það að fjalla
um líf bandarískra kvenna segir
hún að í lok myndarinnar hafi hún
fundið sjálfa sig.
Þær opnuðu sig strax
„Það eru svo margar Angelur
Shelton,“ segir Angela og segir að
það hafi ekki verið erfitt að fá þær
til að segja sér sögu sína. „Þær
sögðu mér allar meira í símanum
en þær gerðu þegar ég fór og hitti
þær. Ég hringdi í þær og sagði
þeim mína sögu og um leið og ég
sagði þeim að ég hafði verið mis-
notuð var eins og hurðin að öryggi
hefði opnast fyrir þeim og þær
fóru að tjá sig.“ Sumar þeirra vildu
þó ekki koma fram fyrir öllum
heiminum og segja sína sögu, sér-
staklega ekki þær sem höfðu gróf-
ustu sögurnar að segja. Angela seg-
ir frá einni sem hafði þolað ofbeldi
frá unga aldri og var enn í mjög
grófu ofbeldisfullu sambandi. „Ég
held hún hafi sagt eitthvað við
manninn sinn um að við værum að
koma. Þegar við reyndum að finna
hana í litla bænum hennar voru all-
ir símar úr sambandi og við gátum
hvergi fundið hana.
Aðeins ein brást mjög illa við og
öskraði á mig í símanum, líklega
vegna þess að hún var misnotuð
eða hélt ég vildi fá frá henni pen-
inga. Þær voru reyndar margar
sem héldu það,“ segir hún eftir
nokkra umhugsun og hlær. „Þær
héldu margar í fyrstu að ég væri
símasölukona en meirihlutinn
brást mjög vel við símhringingu
minni.“
Nafnið skiptir ekki máli
Angela segir að hún hafi búið
til heilt net alnafna og auk þess
sem hún er enn í sambandi við
þær, séu þær einnig í sambandi
hver við aðra. „Ég sagði alltaf að
ég hefði getað valið hvaða nafn
sem er, því myndin snýst ekki um
nafnið. Fyrir mér var nafnið bara
tæki til að skoða líf kvenna í
Bandaríkjunum. Ef ég hefði fjall-
að um nafnið hefði ég tengt það
englum, því allar þessar konur
eru englum líkar en það sá ég ekki
fyrr en í lokin. Á mismunandi hátt
eru þær einnig tengdar Guði.“
Hún segir myndina einnig hafa
leitt hana að trúnni. „Ég fer þó
ekki í kirkju, sem vekur með mér
hroll, en ég endurnýjaði trú mína,
því það var of mikið sem gerðist á
meðan ég var að gera þessa mynd.
Þetta er mynd Guðs á svo marg-
víslegan hátt,“ segir hún og bros-
ir. „Ég hef alltaf átt í vandræðum
með að segja þetta, því ég er alin
upp af manni sem barði okkur og
misnotaði okkur, en fór í kirkju á
hverjum sunnudegi. Því hef ég
alltaf átt í vandræðum með kirkj-
una, en á það ekki lengur með
Guð, það er ljóst.“
Að finna föður sinn
Í myndinni fer Angela að tala
við föður sinn um það ofbeldi sem
hún varð fyrir í æsku og segir hún
það hafa verið mjög erfiður hluti
myndarinnar. „Mér finnst ég ekki
hafa tekist á við misnotkunina því
ég breyttist í litla stelpu sem sat
úti á palli með pabba sínum. Það
var ekki nóg að það væri mjög
erfitt fyrir mig að tala um mis-
notkunina við hann, heldur sagði
hann mér að þetta væri misskiln-
ingur, hann hefði aldrei gert
þetta. En á sama tíma og hann lýg-
ur segir líkamstjáning hans annað
og með einu orðinu viðurkennir
hann hvað hann hafi gert, þó hann
reyni að draga úr alvarleika
þess.“ Hún segir afneitunina vera
einkenni allra barnaníðinga, auk
þess að þeir, líkt og pabbi hennar,
sæki í störf í kringum börn.
Þeir eru þarna úti
Angela segir að um 60 milljón
þolendur misnotkunar séu í
Bandaríkjunum í dag en mjög fáir
barnaníðingar hafi náðst. „Það er
bæði vegna þess að þolendur
segja ekki frá, oft af ótta við níð-
inginn. En jafnvel þegar einhver
er kærður virðist sem réttarkerf-
ið sé honum hliðhollt. Mér finnst
ótrúlegt að það sé hægt að fá
harðari dóm fyrir að selja kanna-
bis en að nauðga barni, það sýnir
að gildismatið er rangt.“ Eftir að
heimildarmyndin hennar vakti at-
hygli í bandarísku sjónvarpi hef-
ur hún fengið fjöldann allan af
bréfum og tölvupóstum þar sem
fólk er að segja henni sögu sína.
„Ég hef fengið rúmlega 10.000
tölvupósta þar sem konur eru að
segja mér sögu sína sem þolend-
ur. Af þessum 10.000 voru einung-
is tvær sem sögðu frá því að níð-
ingurinn hefði verið kærður og
sakfelldur. Annar þeirra fékk tvö
ár í fangelsi og hinn fjögur. Í báð-
um tilfellum var það fyrir að
nauðga mjög ungum stúlkum.“
Næstu skref
Í framhaldi af þessari heimild-
armynd er Angela nú að gera ser-
íu af myndum um hvernig er hægt
að takast á við ofbeldi og misnotk-
un. Í því tilefni fór hún í heimsókn
á Neyðarmóttökuna í þessari
heimsókn og tók viðtal við Guð-
rúnu Agnarsdóttur. „Ég vildi fá að
vita hvað konurnar þarna gera, af
hverju þær vinna þarna og hvaða
áhrif starfið hefur á þær. Þetta er
svo sannarlega ekki vinna í
skemmtigarði. Ég vil nota þessar
myndir til að hjálpa konum að
komast út úr ofbeldinu og takast á
við hvað þær hafa upplifað.“
Þegar Leitin af Angelu Shelton
er fullunnin er Angela viss í sinni
sök að hún muni koma aftur. „Ég
þarf að fylgja þessari mynd eftir
og nota hana til að styðja við
stofnun eins og Neyðarmóttök-
una, þar sem konum er hjálpað.
Ég á orðið nóg af peningum til að
lifa þægilega og því vil ég að þessi
mynd nýtist þeim sem lifðu af.“
svanborg@frettabladid.is
■ Maður að mínu skapi
20 20. mars 2004 LAUGARDAGUR
Scania R164-GB 6x4
Nýskráður 08/2000
Km. 420.000
Verð 5.400.000,- án vsk
Benz 815D Vario
Nýskráður 09/1999
Km. 95.000
Vörukassi 5100mm
Vörulyfta 1000kg
Verð 2.160.000,- án vsk
Vörukassi Ulefoss
7850 mm einangraður
Nýr 05/2000
Verð 650.000,- án vsk
Scania R124-LB 4x2
Nýskráður 05/2000 - Km. 290.000
Vörukassi 7300mm
Vörulyfta 2000kg
Verð 5.580.000,- án vsk
Upplýsingar í síma
515 7074 og 893 4435
Fékk
heimþrá
með Derrick
Það eru margir menn að mínuskapi. Það er bara spurning í
hvaða geira ég á að leita,“ segir
Eyjólfur Sverrisson, starfsmað-
ur hjá Knattspyrnusambandi Ís-
lands. „En
ætli ég nefni
ekki þýska
lögreglufor-
ingjann Steph-
an Derrick.
Hann var
lengi í brans-
anum og heill-
aði Íslendinga
í tugi ári.“
E y j ó l f u r
lék sem kunn-
ugt er í mörg
ár sem at-
vinnumaður í
Þýskalandi en segist ekki hafa
séð mikið af Derrick þar. „En
þegar ég sá hann í sjónvarpinu
fékk ég smá heimþrá,“ segir
Eyjólfur hlæjandi.
Knattspyrnumaðurinn fyrr-
verandi segist hafa verið jafn
hrifinn af Derrick og samstarfs-
manni hans Harry Klein. „Þeir
voru frábærir saman en það eru
hömlur og ég má bara velja
einn. En þeir voru báðir stór-
kostlegir,“ segir Eyjólfur og
bætir við að Derrick hafi notið
sömu vinsælda í Þýskalandi og
hér heima. „Ég veit ekki hve
lengi þátturinn var sendur út en
Derrick er líka antík í Þýska-
landi,“ segir Eyjólfur Sverris-
son. ■
DERRICK
Er antík í Þýskalandi eins og á Íslandi.
EYJÓLFUR
SVERRISSON
Hann segir að Derrick
hafi heillað Íslendinga
um árabil.
ANGELA SHELTON
Hefur gert heimildarmynd um kynferðisof-
beldi og vill nota hana til að hjálpa þeim
sem hafa orðið fyrir ofbeldi og misnotkun.
Bandaríska kvikmyndagerðarkonan
Angela Shelton hefur gert óvenjulega
mynd um kynferðisofbeldi.
Hún er nú stödd hér á landi,
en myndin var forsýnd á
Íslandi á fimmtudaginnÍslandi á fimmtudaginn.
AÐ NOTA MIÐILINN SEM SPEGIL
Angela hóf leit að öllum þessum
konum og sögum þeirra en endaði á
því að finna sjálfa sig.
Að finna Angelu Shelton
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M