Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 62
Nokkuð mæðir á Hrefnu Jó-hannesdóttur, knattspyrnu- konu úr KR, í kvöld en hún ætlar að verja fyrri parti kvöldsins við þjónustustörf. „Við stelpurnar í KR verðum að þjóna í fimmtugsaf- mælinu hans Bóbó KR-ings úti í Frostaskjóli. Við munum klæðast KR-búningnum og hella í glös gest- anna,“ segir Hrefna sem er ekki að gera þetta í fyrsta sinn enda KR- stelpurnar eftirsóttar til þjónustu- starfa meðal tryggra aðdáenda sinna. „Þetta er mjög skemmtilegt, það er svo margt skemmtilegt fólk þarna.“ Þess má geta að Bóbó KR-ingur heitir fullu nafni Baldur Ómar Fredediksen og er útfararstjóri á milli þess sem hann styður sína menn til sigurs á íþróttavellinum. Hrefna lætur ekki þar við sitja því eftir að gestir Bóbós hafa feng- ið sitt skundar hún upp í Grafarvog í afmæli til Óla vinar síns. „Hann er að halda upp á 23 ára afmælið sitt,“ útskýrir hún og segir þau góða vini. Hrefna býst ekki við að vera hjá Óla fram undir morgun, líklegra sé að hópurinn bregði sér á öldurhús í miðbænum; „Hverfisbarinn verður oftast fyrir valinu,“ segir hún og viðurkennir fúslega að hún líti gjarnan þangað inn á laugardags- kvöldum. Aðspurð segist hún ekki horfa mikið á sjónvarp á laugardags- kvöldum og reyndar horfi hún yfir höfuð lítið á sjónvarp. En í hverju ætlar hún að vera í kvöld? „Ég er ekki búin að ákveða það. Ég verð náttúrlega í KR-búningnum hjá Bóbó en fer væntanlega úr honum þegar afmælinu lýkur, ekki síst til að forða því að ég verði hreinlega lamin á leiðinni í Grafarvoginn,“ segir hún og hlær. „En ég verð ör- ugglega ekki í kjól, það er svo kalt.“ Breytingar kunna að verða á högum Hrefnu á næstunni en til greina kemur að hún flytji til Nor- egs og leiki með Medkila í norsku úrvalsdeildinni. Yrði það mikil blóðtaka fyrir KR-liðið enda Hrefna mikill markahrókur; hún varð markakóngur á síðasta keppn- istímabili. ■ 62 20. mars 2004 LAUGARDAGUR Um 4000 manns hafa séð sýn-ingu Árna Johnsen, Grjótið í Grundarfirði, en sýningin var framlengd um eina viku vegna mikillar aðsóknar. Henni lýkur á sunnudagskvöld og af því tilefni ætlar Árni að slá upp heilmikilli kvöldvöku með tilheyrandi söng og sögnum. Árni mætir að sjálfsögðu með kassagítarinn og fær liðsauka frá Gretti Björnssyni harmonikku- leikara, Halldóri Blöndal, alþing- ismanni og forseta Alþingis, séra Hjálmari Jónssyni Dómkirkju- presti, Rósu B. Blöndals skáldi, Rúnari Júlíussyni hljómlista- manni, Inga Hans Jónssyni úr Grundarfirði, Kvenfélaginu Ósk í Reykjanesbæ, Elíasi Bjarnhéðins- syni El Puerkó og fleirum. Það er því óhætt að bóka það að aðalstuðið verður í Gryfjunni í Duushúsum í Reykjanesbæ á sunnudaginn enda gestir Árna annálaðir stuðboltar og gleði- pinnar. Kvöldvakan verður spiluð af fingrum fram í Gryfjunni en í þyrpingunni er einnig veitinga- húsið Duus með svellandi kaffi og kruðirí á boðstólum. Kvöldvakan hefst klukkan 21 og er öllum opin með almennum söng, einsöng, vísum, ljóðum, sög- um og tónlistarflutningi. ■ List ÁRNI JOHNSEN ■ Grjótasýningu Árna lýkur annað kvöld og listamaðurinn ætlar að mæta með kassagítarinn. Imbakassinn Árni Johnsen tekur á móti gestum ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Borgarholtsskóli. Ayman al-Zawahri. Árni Stefánsson. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Sláttuvélamarkaðurinn. Faxafeni 14 kjallara (undir Bónus). Sími : 5172010 Opið 9 -17 virka daga 10 - 14 laugardaga 20% afsl. af fylgihlutum ef komið er með hjól í viðgerð REIÐHJÓLAVERKSTÆÐI Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. HÁTÍÐAFATNAÐUR DRAGTIR, KJÓLAR OG JAKKAR Þjónar í KR búningnum í kvöld Lárétt: 1 borg, 6 iðka, 7 enskt smáorð, 8 tveir eins, 9 rutt, 10 vekja óróa, 12 karl- fugl, 14 smábýli, 15 á fæti, 16 ármynni, 17 eldsneyti, 19 söngl. Lóðrétt: 1 óspektir, 2 tíðum, 3 átt, 4 borg, 5 nytsemi, 9 fiskur, 11 afferma, 13 slæmi, 14 söngflokkur, 17 í röð. Lausn. Lárétt: 1london,6æfa,7no,8tt,9ýtt, 10æsa,12ari,14kot,15il,16ós, 17 kol,18raul. Lóðrétt: 1læti,2oft,3na,4ontario,5 not,9ýsa,11losa,13illi,14kór, 17kl. HREFNA JÓHANNESDÓTTIR Horfir lítið á sjónvarp um helgar og verður á fleygiferð í allt kvöld. Fyrst mætir hún í fimmtugsafmæli í Frostaskjóli, þaðan liggur leiðin í 23 ára afmæli í Grafarvogi og að öllum líkindum verður hringnum lokað á Hverfisbarnun. Sjónvarpið stendur því með öllu óhreyft í kvöld. Laugardagskvöld HREFNA JÓHANNESDÓTTIR ■ gengur beina í KR-búningi áður en hún skundar í afmæli í Grafarvogi. Hún útilokar ekki að kvöldinu ljúki á Hverfisbarnum. ÁRNI JOHNSEN Lokar listasýningunni sinni í Reykjanesbæ á sunnudagskvöld og slær um leið upp heljarinnar kvöldvöku þar sem ekki minni menn en Rúnar Júlíusson og Halldór Blöndal leggja honum lið. Ó, Róbert! Þú ert KLIKKAÐUR! Ég vona bara að þér lítist vel á þetta smáræði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.