Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 44
■ ■ KVIKMYNDIR
16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir
japönsku kvikmyndina Suona no onna
eftir Hiroshi Teshigahara frá árinu 1927 í
Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði.
■ ■ TÓNLEIKAR
12.30 350 nemendur Tónskóla
Sigursveins koma fram á fernum tón-
leikum í Háskólabíói. Fyrstu tónleikarnir
hefjast klukkan hálfeitt, og síðan verða
tónleikar á klukkustundar fresti: hálftvö,
hálfþrjú og hálffjögur. Tónleikarnir eru
liður í hátíðarhöldum í tilefni af því að
skólinn er 40 ára á þessu starfsári.
15.15 Sverrir Guðjónsson kontra-
tenór, Daníel Þorsteinsson píanóleikari
og Sigurður Halldórsson sellóleikari fly-
tja verk eftir Britten, Routh og Macmillan
í tónleikaröðinni 15.15 á nýja sviði Borg-
arleikhússins.
16.00 Kventett, fyrsti íslenski kven-
málmblásarakvintettinn, kemur fram á
Tíbrártónleikum í Salnum, Kópavogi.
16.00 Kammerkór Reykjavikur
heldur tónleika í Laugarneskirkju. Á efn-
isskránni eru verk eftir Jón Ásgeirsson, Jón
Nordal, Hafliða Hallgrímsson, Tryggva M.
Baldvinsson og Gunnar Reyni Sveinsson.
18.00 Á stórtónleikum í KA-húsinu
á Akureyri koma fram 200.000 naglbít-
ar, Sveppi úr 70 mín., Skytturnar og
Idol-stjörnur Akureyrar, þær Anna
Katrín og Jóhanna Vala.
21.00 5ta herdeildin verður með
tónleika á Grand Rokk í tilefni af nýút-
kominni plötu. Heiða og heiðingjarnir
hita upp og Jón Hallur Stefánsson flyt-
ur einnig ofurlítið kántríprógramm. Sér-
stakir heiðursgestir gestir herdeildarinn-
ar að þessu sinni verða slagverkakonan
Þórdís Claessen og söngvarinn Sonja
Lind Eyglóardóttir.
21.30 Djasstríóið B-3 leikur djass á
Kaffi List. Tríóið skipa þeir Agnar Már
Magnússon á orgel, Ásgeir Ásgeirsson á
gítar og Erik Qvick á trommur.
22.00 Úlpa heldur tónleika á Bar 11.
23.00 5ta herdeildin verður með út-
gáfutónleika á Grand Rokk ásamt gestum.
Bubbi flytur brot af því besta á Kaffi
Reykjavík.
Tvöföld áhrif verða í Vélsmiðjunni á
Akureyri.
■ ■ LEIKLIST
13.00 Í tilefni af alþjóðlega barna-
leikhúsdeginum sýnir Möguleikhúsið
leiksýninguna Tveir menn og kassi eftir
Torkild Lindebjerg. Sýningartími er 45
mínútur. Aðgangur er ókeypis meðan
húsrúm leyfir.
15.00 Í tilefni af alþjóðlega barna-
leikhúsdeginum sýnir Stopp leikhópur-
inn leikritið Landnámu eftir Valgeir
Skagfjörð. Leikritið er ætlað áhorfendum
á aldrinum 8-13 ára. Aðgangur er
ókeypis meðan húsrúm leyfir.
20.00 Sveinsstykki Arnars Jóns-
sonar eftir Þorvald Þorsteinsson í
Gamla bíói.
20.00 Leikhúskórinn á Akureyri
sýnir Kátu ekkjuna eftir Franz Lehár í
Ketilhúsinu á Akureyri. Í aðalhlutverkum
eru Alda Ingibergsdóttir, Steinþór Þráins-
son, Aðalsteinn Bergdal, Ari Jóhann Sig-
urðsson og Bjarkey Sigurðardóttir.
20.00 Chicago eftir J. Kander, F.
Ebb og B. Fosse á stóra sviði Borgar-
leikhússins.
20.00 Þetta er allt að koma eftir
Hallgrím Helgason í leikgerð Baltasars
Kormáks á stóra sviði Þjóðleikhússins.
20.00 Sporvagninn Girnd á nýja
sviði Borgarleikhússins
20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk
Símonarson á litla sviði Þjóðleikhússins.
20.30 Lú Barinn eftir Birgi Sigurðs-
son í Bæjarleikhúsinu, Mosfellsbæ.
■ ■ LISTOPNANIR
14.00 Listamennirnir Jeung Eun
Lee, Stephan Weißflog, Hildur Jóns-
dóttir og Ragnar Gestsson opna far-
andssýningu sína í Ásmundarsal, Lista-
safni ASÍ. Við opnunina flytur Hildur
Jónsdóttir performansinn „Spegill, speg-
ill...“ Samtímis opnar Ragnar Gestsson í
Gryfjunni innsetninguna „Klukkuna
heim.“
14.00 Halldóra Emilsdóttir opnar
sýningu í galleríi Sævars Karls, Bankastræti.
44 20. mars 2004 LAUGARDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
17 18 19 20 21 22 23
MARS
Laugardagur
Þetta er dálítið karlaveldi, því erekki að neita,“ segir Lilja Valdi-
marsdóttir, hornleikari í Sinfóní-
unni, um málmblásarageirann í
tónlistarlífinu hér á landi.
„Ég hef í fimmtán ár verið eina
fastráðna konan á lúður í Sinfóní-
unni. Þegar ég kom þangað fyrst
fannst sumum frekar erfitt að trúa
því að ég væri komin til að vera.
Þeim fannst að kvenfólk ætti ekki
að vera í þessum lúðrablæstri.“
Málmblásarasveitin Kventett er
eini málmblásarakvintett kvenna
hér á landi. Þar leikur Lilja á horn-
ið sitt ásamt þeim Karen Sturlaugs-
son á trompet, Ásdísi Þórðardóttur
á trompet, Vilborgu Jónsdóttur á
básúnu og Þórhildi Guðmundsdótt-
ur á túbu.
Síðdegis í dag verða þær með
tónleika í Salnum í Kópavogi þar
sem þær flytja tónlist frá 20. öld
eftir Axel Jørgensen, Pál P. Páls-
son, Morley Calvert, Paul A. Nagle,
Sonny Kompanek, Leonard Lebow
og John Glasel.
„Það hafði lengi verið draumur
hjá mér að koma saman málmblás-
arasveit kvenna. Við höfum spilað
saman í fimm ár, en aðallega verið
í því að skemmta á samkomum
kvenna af ýmsu tagi. Þessir tón-
leikar eru þeir fyrstu sem við höld-
um með virkilega metnaðarfullt
prógram.“
Fyrir hlé flytja þær meðal ann-
ars verk eftir Pál Pampichler Páls-
son, sem Lilja segir líklega eina ís-
lenska tónverkið sem frumsamið
er fyrir málmblásarakvintett.
„Við höfum að minnsta kosti
ekki fundið neitt annað, þótt það
geti svo sem verið að tónskáldin
eigi eitthvað ofan í skúffu. Þeir
hafa margir útsett ýmis verk fyrir
málmblásarakvintett, en ekki
frumsamið verk fyrir þessa hljóð-
færaskipan.“
Eftir hlé fara þær síðan út í að-
eins léttari tónlist.
„Við verðum svolítið djassaðri
og tökum tangó og Hollywood-
músík og fleira.“ ■
MYNDLISTARSÝNING „Ég vil að fólk hug-
leiði hlutverk sitt á jörðinni,“ segir
Kjuregej Alexandra Argunova,
sem nú er með myndlistarsýningu í
félagsheimili MÍR að Vatnsstíg 10.
„Sjálf er ég búin að vera 37 ár hér
á Íslandi og ég er mér alltaf með-
vituð um það að ég er gestur, bæði
hér á Íslandi og líka á jörðinni. Ég
vil skilja eitthvað gott eftir mig og
haga mér eins og manneskja. Við
erum ekki hér til þess að drepa
aðra eða ræna annarra manna
landi.“
Alexandra er gráti næst þegar
hún talar um ástandið í heiminum.
Hún á líka erfitt með að horfa upp
á allt bruðlið sem fylgir framförum
í tækni og vísindum.
„Á meðan fólk sveltur er verið
að eyða peningum í alls konar vit-
leysu. Hver vill búa á tunglinu?
Ekki ég. Hver vill búa á Mars? Til
hvers?“
Hennar viðbrögð eru hins vegar
þau að auka svolítið á fegurðina í
kringum okkur. Hún sýnir nú á
Vatnsstígnum gullfalleg verk, sem
flest eru náttúrumyndir, ýmist
saumaðar eða mósaíkverk.
Í dag klukkan 16 verður þar
einnig smá uppákoma með ljóða-
lestri og söng, þar sem Alexandra
sjálf syngur og nokkrir helstu leik-
arar okkar lesa ljóð eftir Snorra
Hjartarson og Jóhannes úr Kötlum.
„Með þessari sýningu vil ég
vekja athygli fólks á fegurðinni.
Þetta tengist allt kærleikanum og
lífinu og fegurðinni. Söngurinn og
ljóðin snúast líka um þetta.“ ■
KVENTETT
Fyrsti málmblásarakvintett kvenna hér á landi verður með tónleika í Salnum í Kópavogi klukkan 16 í dag.
Kljást við karlaveldi
Síðustu sýningar
Sýningin sem slegið
hefur í gegn.
Miðasala í Iðnó
sími: 562 9700
Fimmtudag 18. mars -uppselt
Föstudagur 26. mars -uppselt
aukasýning: Laugardaginn 3. apríl
KJUREGEJ ALEXANDRA
„Við erum ekki hér til þess að drepa og ræna,“ segir þessi listakona frá Síberíu. Hún sýnir
um þessar mundir verk sín í húsakynnum MÍR við Vatnsstíg. Í dag klukkan fjögur verður
þar ljóðaupplestur og söngur.
Vill skilja
eitthvað gott eftir sig
■ TÓNLEIKAR
■ MYNDLISTARSÝNING
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R