Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 20. mars 2004 ■ MYNDLIST 45 Stafræn myndavél á 1 krónu! Nánari upplýsingar á www.kodakexpress.is www.kodakexpress.is CX6230 CX 7430 LS 743 *Miðað við áskriftarsamning á framköllun. Fullt verð á vél er 19.900 kr. • 2ja milljón pixla • Þrefaldur aðdráttur • 4ra milljón pixla • Þrefaldur aðdráttur • 4ra milljón pixla • Þrefaldur aðdráttur • Mjög lítil og nett *Miðað við áskriftarsamning á framköllun. Fullt verð á vél er 39.900 kr. *Miðað við áskriftarsamning á framköllun. Fullt verð á vél er 49.900 kr. ÁSKRIFTARSAMNINGUR • 18 mánaða samningstími • 1.990 kr. á mánuði • 450 mynda inneign • Myndir verða að afhendast á geisladisk eða minniskorti • Myndastærð 10 x 15 sm • Hægt er að skipta inneign fyrir aðra þjónustu. • Aðeins hægt að greiða áskriftarsamning með léttgreiðslum. útborgun útborgun útborgun G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D Ég var úti í Köben tvisvar sinn-um síðastliðið haust og lagð- ist þá út svolítið,“ segir Ragnar Gestsson myndlistarmaður. „Ég fór og safnaði úr ruslagámum og haugum hér og hvar alls kyns aflaga dóti, hlutum úr kopar og bronsi og messing sem Danir höfðu hent frá sér. Þetta voru ein þrjátíu kíló, sem ég tók svo með mér til Þýskalands þar sem ég gerði úr þessu klukku.“ Núna er Ragnar kominn hing- að heim til Íslands með þessa Ís- landsklukku sína, sem gerð er úr dönsku rusli. Hann hefur komið henni fyrir í Gryfjunni í Lista- safni ASÍ við Freyjugötu, þar sem hann opnar í dag sýningu sem hann nefnir „Klukkuna heim“. Í safninu verður einnig opnuð samsýning Ragnars og þriggja annarra myndlistarmanna, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa búið í Hamborg um nokkurt skeið. „Við þekkjumst öll frá Ham- borg, höfum búið þar en erum komin úr ýmsum áttum. Við Hild- ur Jónsdóttir erum frá Íslandi, svo er Jeung Eun Lee frá Kóreu og Stephan Weissflog er þýskur.“ Samsýningu sína nefna þau Farandsýningu+. Eins og nafnið bendir til er þetta farandsýning, sem fyrst var sett upp í Seúl í Suður-Kóreu á síðasta ári. Hér á landi stendur sýningin til 11. apr- íl, en svo er meiningin að ljúka ferðinni í Hamborg. „Plúsinn fyrir aftan gefur til kynna að á hverjum stað bætum við við sýninguna þeim áhrifum sem við urðum fyrir á síðasta stað. Við tökum reynsluna með inn í pakkann.“ Þau segja sýninguna vera ímyndað ferðalag til þessara þriggja landa, „eins konar rann- sókn á því hvernig ólíkt eðli staða hefur áhrif á útlit og innihald myndlistarinnar. Minningar fest- ar á landakort, næturferðalög, blóm af ættartré iðnaðarins eða göngutúr inn í Paradís.“ Á opnuninni í dag klukkan 14 verður Hildur með gjörning sem hún nefnir „Spegill, spegill ...“ ■  15.00 Farandsýning á samtímalist frá Flensborg verður opnuð í aðalsal Hafnarborgar, Hafnarfirði. Á sýningunni eru verk eftir Nils Vollertsen, Tine Bay Lührsen og Viggo Böhrnsen-Jensen frá Suður-Slésvík og Hans Lembrecht Mad- sen, Jes Mogensen, Jes Schröder, Bente Sonne og Rick Towle frá Suður-Jótlandi.  15.00 Sýning á verkum Kristján Jón- sonar listmálara verður opnuð í sýningar- sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus- húsum. Um er að ræða verk unnin með blandaðri tækni á striga og mdf-plötur.  15.00 Mæðgurnar Sigrún Guð- jónsdóttir og Ragnheiður Gestsdóttir opna sýningar í Hafnarborg, Hafnarfirði.  16.00 Bein útsending á verki Egils Sæbjörnssonar hefst í F-sal Hafnarhússins.  17.00 Sýningin MANYFACTURE - MARGLEIÐSLA verður opnuð í Nýlista- safninu í tengslum við ráðstefnuna Tæknin í samfélaginu - Samfélagið í tækninni sem haldin er á vegum Há- skóla Íslands. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Stuðmenn verða í stuði á NASA við Austurvöll. Frítt inn til miðnættis.  Hljómsveitin Hunang skemmtir í Klúbbnum við Gullinbrú.  Skítamórall á Gauknum.  Hljómsveitin Karma skemmtir á Players, Kópavogi.  Páll Óskar verður í búrinu í Leik- húskjallaranum.  Hljómsveitin Spútnik ætlar að troða upp í Pakkhúsinu á Selfossi. ■ ■ FYRIRLESTRAR  14.00 Dr. Gareth Owens, breskur fornleifa- og málfræðingur, flytur fyrir- lestur um mínóska menningu á Krít og elsta ritmálssamfélag Evrópu í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101. ■ ■ SAMKOMUR  16.00 Arnar Jónsson, Herdís Þor- valdsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson og Ey- vindur P. Eiríksson flytja ljóð eftir Jó- hannes úr Kötlum, Snorra Hjartarson og Eyvind P. Eiríksson á myndlistarsýningu Kjuregej Alexöndru í MÍR-salnum, Vatns- stíg 10. Sýningunni lýkur um helgina. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Kominn heim með Íslandsklukku MEÐ KLUKKU GERÐA ÚR DÖNSKU RUSLI Þau Ragnar Gestsson, Hildur Jónsdóttir, Jeung Eun Lee og Stephan Weissflog opna í dag sýningar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.