Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 24
24 20. mars 2004 LAUGARDAGUR Magnús Ragnarsson var ummiðjan febrúar ráðinn fram- kvæmdastjóri Íslenska sjónvarps- félagsins hf. sem rekur meðal annars sjónvarpsstöðina Skjá einn. Magnús hefur ekki setið auðum höndum því í byrjun mán- aðarins gerði Skjár einn sam- komulag um sýningarrétt á ensku knattspyrnunni til næstu þriggja ára. Skjár einn hafði betur í sam- keppni við Íslenska útvarpsfélag- ið sem hefur verið með sýningar- réttinn síðustu ár. Útiloka ekki samstarfsaðila „Við erum með undirritað „stand-still agreement“ sem er ígildi formlegs samnings svo fremi að þeir sam- þykki allar okkar áætlanir. Við höf- um enga ástæðu til að ætla annað,“ segir Magnús en áætlanir Skjás eins felast meðal ann- ars í að sýna fram á hvernig fjármögnun verði tryggð sem og markaðssetning. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hvernig Skjár einn muni snúa sér með enska boltann ef af samningum verður. Þær sögu- sagnir hafa jafnvel gengið að stöðin muni ganga til samstarfs við aðrar stöðvar. Magnús segir að allt sé opið í þeim málum. „Við stóðum einir að tilboðinu og eng- ar ákvarðanir hafa verið teknar um samstarfsaðila. Því síður ætl- um við að útiloka samstarfsaðila. Við ætlum að byrja á að ganga frá þessum samningi sem tekur nokkra daga í viðbót. Við erum í daglegu sambandi við Premier League og það er ekki fyrr en allt er frágengið að við skoðum eitt- hvað samstarf – ef af verður. Það væri heimskulegt fyrir okkur núna að loka einhverjum dyr- um.“ Þekktasta vörumerkið Sigurður G. Guðjónsson, út- varpsstjóri Íslenska útvarpsfé- lagsins, sagði í viðtali við Frétta- blaðið fyrir skömmu að félagið hafi boðið 200 milljónir fyrir sýn- ingarréttinn á ensku knattspyrn- unni og að kostnaður við útsend- ingar nemi um 400 milljónum króna. Vænta má að tilboð Skjás eins hafi verið hærra. Magnús vill þó ekki gefa upp hvað félagið greiðir fyrir sýningarréttinn og segir það trúnaðarmál. „Við erum að reyna útvíkka viðskiptamódelið okkar og gera félagið verðmætara. Við skoðuð- um hvaða efni stæðu til boða og ákváðum við að veðja á þessa vöru til að dreifa til okkar við- skiptavina,“ segir Magnús. „Sam- kvæmt okkar óformlegu könnun- um er Enski boltinn langþekktasta vörumerkið og með langelstu söguna á Íslandi. Sú saga byrjaði ekki á Norðurljósum heldur hjá Ríkissjónvarpinu fyrir einhverjum áratugum. Þetta virð- ist vera eina varan sem er virki- lega tilfinningatengd. Það er ótrú- leg ástríða fyrir þessari vöru – eitthvað sem ég vissi en viðbrögð- in við samningnum komu mér samt virkilega á óvart. Við metum það þannig að enski boltinn beri höfuð og herðar yfir alla aðra íþróttatengda viðburði. Það má þakka RÚV fyrir áratuga langt uppeldisstarf.“ Tjaldar enginn til eins tíma- bils Stöð 2 og Sýn hafa að margra mati sinnt ensku knattspyrnunni afar vel síðustu ár með útsending- um frá leikjum og með hinum ýmsu þáttum tengdum henni. „Markmiðið hjá okkur er að gera enn betur. Ég held að það megi líka segja að RÚV hafi skilað sínu hlutverki afskaplega vel fyrir sex árum. Það var heilög stund á mörgum heimilum þegar RÚV sendi boltann út. Það ætla allir að gera betur og það tjaldar enginn til eins tímabils. Menn verða að horfa lengra.“ Magnús segir að kaupin á sýn- ingarréttinum verði fjármögnuð með auglýsinga- og áskriftasölu. Hann telur líklegt að hluti af enska boltanum verði í opinni dagskrá þó engar ákvarðanir hafi verið teknar þess efnis. „Kannski verður eitthvað sýnt á Skjá ein- um, kannski á nýrri stöð, kannski á stöðvum samstarfsaðila. Það er ekki skýrt ennþá og mun ekki skýrast fyrr en við erum endan- lega búnir að ganga frá samning- um við Premier League og inni í þeim samningi verða drög að dreifingu.“ Breytingar en ekki bylting Magnús tók við starfi fram- kvæmdastjóra Íslenska útvarps- félagsins fyrir rétt rúmum mán- uði þegar Kristinn Geirsson, þá- verandi framkvæmdastjóri, ákvað að söðla um. „Starfið leggst afskaplega vel í mig og ég hef ekki notið neins nema meðbyrs síðan ég kom,“ segir Magnús sem hafði starfað sem framleiðslustjóri Skjás eins um tveggja vikna skeið áður en honum bauðst framkvæmda- stjórastarfið. Þegar Magnús tók við urðu talsverðar breytingar á stöðinni. „Dagskráin breyttist talsvert í kjölfar þess að Skjár tveir hætti. Þá komu inn bíómynd- ir og allir bestu þættirnir sem höfðu verið þar,“ segir Magnús. „Í Gallup-könnun núna í febrúar mældust við í fyrsta skipti í sögu félagsins yfir Stöð tvö í uppsöfn- uðu áhorfi. Það hefur því verið mjög góður og skemmtilegur meðbyr það sem af er ári. Svo fengum við enska boltann sem við trúum að auki verðmæti félagsins og gefi nýja vaxtarmöguleika.“ Magnús segist aðspurður ekki ætla að bylta Skjá einum en breyt- inga sé þó að vænta með enska boltanum. „Við getum í raun ekki sett enska boltann inn á Skjá einn. Stöðin er of verðmæt eins og hún er í dag því við erum með mark- hópasjónvarp og auglýsendur ná greinilega vel til áhorfenda. Þetta myndi riðlast ef við færum að flétta boltann saman við það. Það verða því litlar breytingar á Skjá einum eins og fólk þekkir hann. Skjár einn er í stöðugri þróun en þarfnast engrar uppstokkunar.“ Yfirmettun á markaði Íslenska sjónvarpsfélagið hætti fyrir nokkru útsendingum á Skjá tveimur, nýrri stöð sem send var út á Breiðbandinu. Stöðin stóð ekki undir væntingum þar sem aðgangur að Breiðbandinu er tak- markaður. Magnús telur að sjón- varpsmarkaðurinn hafi ruglast töluvert þegar Skjár tveir fór í loftið. Á sama tíma fóru Stöð þrjú og Stöð tvö plús í loftið. „Það varð einhver yfirmettun á markaðnum þá. Ég held að áhorfendur hafi verið orðnir óvissir á því hver ætti hvað á tímabili,“ segir Magn- ús. Skjár tveir var viðskiptatil- raun sem við reyndum að gera til að brjótast frá þessu takmarkaði viðskiptamódeli sem Skjár einn er. Sú tilraun heppnaðist ekki og stöðvarnar runnu saman en nú ætlum við að gera þessa tilraun með enska boltann.“ Fjölmiðlamarkaðurinn á Íslandi er vissulega harður en Magnús segist ekki óttast hann. „Þó fjöl- miðlalandslagið líti svona út í dag er ég sannfærður um að eftir tvö til þrjú ár verði það allt öðruvísi. Þetta er umhverfi sem hefur verið á mikilli og stöðugri hreyfingu all- an síðasta áratug. Mig minnir að allir miðlar, að RÚV undanskildu, hafi skipt um eigendur síðustu þrjú ár. Ég hef engar áhyggjur af lands- laginu þó það virðist vera einn risi á markaðnum í dag. Það væri mikil flónska að halda að þetta stefndi í eitthvað endanlegt mót núna – að minnsta kosti ef miðað er við sög- una,“ segir Magnús. Ekki hlynntur takmarkandi lagasetningum Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hvort komi eigi á lögum um eignarhald á fjölmiðlum. Beð- ið er eftir niðurstöðu nefndar sem fjallar um málið. Magnús segist í grunninn ekki vera hlynntur tak- markandi lagasetningum á nokkurn hátt. „Ég hef engar stór- Fæddur: 16. maí 1963 Reykvíkingur í húð og hár en á ættir að rekja norður. Nám Ólst upp í Háaleitinu og gekk í Álfta- mýrarskóla. Þaðan lá leiðin í Mennta- skólann við Hamrahlíð og síðan til Bandaríkjanna þar sem hann fór í leik- listarnám í New York. Starfsferill Magnús ílengdist í New York eftir að leiklistarnáminu lauk og bjó þar alls í áratug. Hann lék þar á sviði og vann að ýmsum verkefnum, til dæmis í Metropolitan-óperunni í tvö ár. Árið 1993 varð Magnús fastráðinn leik- ari í Þjóðleikhúsinu þar sem hann starf- aði í sjö ár. Þá lá leiðin í kvikmyndafyrir- tækið Pegasus en jafnfram skráði Magnús sig í MBA-nám í Háskóla Ís- lands. Þegar námi lauk tók hann við framkvæmdastjórastarfi í Pegasus. „MBA-námið reyndist mér frábærlega og það er sérkennileg blanda að vera með sköpunarbakgrunn og síðan við- skiptamenntun. Það hefur reynst ágæt- lega verðmætt fyrir mig.“ Magnús segist ekki sakna leiksviðsins mikið. Hann tekur þó einstaka sinnum að sér hlutverk í sjónvarpsþáttum eða bíómyndum. „Minni þörf er algjörlega fullnægt ef ég fæ tvo til þrjá tökudaga á ári,“ segir leikarinn sem lék í Hafinu eft- ir Baltasar Kormák og er nú að leika í sjónvarpsþáttum sem verða brátt teknir til sýningar í Ríkissjónvarpinu. Tímamót Í byrjun árs flutti Magnús sig yfir á Skjá einn þar sem hann starfaði sem fram- leiðslustjóri. Hann var þó ekki nema í tvær vikur í því starfi. Kristinn Geirsson hætti sem framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins og flutti sig yfir til Ingvars Helgasonar. Í kjölfarið var Magn- úsi boðinn framkvæmdastjórastóllinn. Fjölskyldudagir Magnús er giftur bandarískri konu, Lauren Hauser, sem fluttist með honum til Íslands. „Henni hefur gengið afskap- lega vel að aðlagast Íslandi og er ballet- meistari hjá Íslenska dansflokknum. Hún fann strax vinnu við sitt hæfi sem skiptir öllu máli. Hún er að verða meiri Íslendingur en ég,“ segir Magnús en saman eiga þau tvo stráka, Stefán og Stein, sem eru níu og sjö ára. ■ LEIKARAMYNDIN Svona leit Magnús út þegar hann var hvað mest í leiklistinni. Magnús í hnotskurn ■ „Við metum það þannig að enski boltinn beri höfuð og herðar yfir alla aðra íþróttatengda viðburði.“ Skjár einn hefur gert samkomulag um sýningarréttinn á ensku knattspyrnunni til næstu þriggja ára. Magnús Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, útilokar ekki samstarf við aðra aðila um sýningar. Kaupin á réttinum verða líklega fjármögnuð með aug- lýsinga- og áskriftarsölu. Maðurinn sem keyp enska boltann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.