Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 42
Þegar Fréttablaðið spjallaði viðrapparann Opee, réttu nafni
Ólaf Pál Torfason, í ágúst í fyrra
greindi hann frá því að fyrsta plata
hljómsveitar sinnar O.N.E. væri
nánast tilbúin. Þá var Opee að und-
irbúa að koma fram á tónleikum
með Quarashi á Hafnarbakkanum
á Menningarnótt. Lagið Mess It Up
var þá vinsælasta lag landsins og
Opee á allra vörum.
Nú, sjö mánuðum síðar, er
frumraunin One Day loksins á
leiðinni í búðirnar. Útgefandi er
Grænir Fingur, útgáfa Móra, nú-
verandi guðföður rappsins á Ís-
landi.
„Ég er pródúsentinn og plötu-
snúðurinn. Ég sem allt annað en
textana í raun og veru og er ekki
rappari,“ segir Eilífur Örn Þrast-
arson, sem notar listamannsnafn-
ið Eternal. „Ég er mest í því að
sampla djass og klassík. Ég tek
bara hvað sem ég finn og reyni að
búa til eitthvað skemmtilegt og
nýtt. Það eru ekki margir að gera
eins tónlist og við hérna á Ís-
landi.“
Plata þeirrra félaga er mjög
„erlendis“, ef svo má að orði kom-
ast, og er það líklega mest að
þakka góðum enskum framburði
Opee. Eilífur segist ekki finna fyr-
ir mikilli gagnrýni frá fólki vegna
enskunnar og segir aðeins lítinn
hóp manna vera raunverulega að
velta sér upp úr því hvort rappar-
ar noti móðurmálið eða ekki.
Opee og Eilífur kynntust í
Hagaskóla þar sem þeir byrjuðu
að gera tónlist saman í 10. bekk.
Þó nokkur lög hafa lekið á Netið á
þeim fjórum árum sem þeir
félagarnir hafa búið til tónlist
saman og eru einhver þeirra
fáanleg á hiphop.is. Lög O.N.E.
hafa hingað til ekki komist í spil-
un í íslensku útvarpi, enda stöðv-
ar tregar til þess að hleypa ís-
lensku hiphoppi að. Stefnan hef-
ur verið í lægð frá því að mús-
ík.is var lögð niður. Þar með lauk
blómaskeiði íslensks hiphops,
strax í fæðingu.
„Núna er mjög lítill fjölbreyti-
leiki í því sem er spilað í út-
varpi,“ segir Eilífur. „Senan þarf
að stofna sína eigin útvarpsstöð
sem spilar þá tónlist sem fólkið
vill heyra. Þegar Músík var í loft-
inu fékk fullt af fólki að heyra
margt annað en tónlist sem þykir
bara henta til þess að fylla upp í
bilið á milli auglýsinganna. Sum-
ir kjósa að kalla það „útvarps-
vænt“,“ segir Eilífur og er greini-
lega ósammála.
biggi@frettabladid.is
42 20. mars 2004 LAUGARDAGUR
Það er ómögulegt að fjalla umbresku sveitina Zero 7 án þess
að líkja henni við frönsku kokk-
teilhristarana í Air. Það er svipuð
stemning sem svífur hér yfir glös-
um. Þetta er tónlist fyrir róleg
kokkteilboð í myrkvuðum her-
bergjum þar sem allir eru í sínu
fínasta pússi. Ástin er í loftinu, og
augnskot hér og þar gætu endað
með heitum ástríðum.
Hér er allt mjög fágað og vand-
að, en samt rjómafyllt og lifandi.
Gestasöngkonurnar syngja
flestar eins og þær séu búnar að
koma sér vel fyrir í sófanum, og
krosslagðir berir leggir renna út
úr stuttum kjólum þeirra fram í
rándýru háhæluðu skóna. Sveiflu-
kennd hljóðgervlahljóðin eru í
rauninni það eina sem tengir tón-
listina við raftónlistarsenuna.
Jean-Michael Jarre er við barinn
og finnst hljómurinn kunnugleg-
ur.
Þetta er í rauninni svipað kokk-
teilboð og fyrri breiðskífa Zero 7
var, Simple Things frá árinu 2001.
Mér líður eiginlega eins og þeir
séu að reyna fanga sömu notalegu
stemningu og náðist þar. Það tekst
því miður ekki. Þó veislan sé nota-
leg sýnist mér samt nokkrir gest-
ir við barinn vera byrjaðir að
geispa fyrir miðnætti. Kannski er
það vegna þess að veislan hjá Air
í síðasta mánuði var öllu líflegri
og meira um nýjar uppákomur.
Zero 7 eru vandvirkir og platan
rennur ágætlega í gegn. Þeir
þurfa þó að læra nokkrar nýjar
partíbrellur ef þeir ætla að hrista
meira upp í fólki og gera veislurn-
ar eftirminnilegri.
Birgir Örn Steinarsson
Umfjölluntónlist
ZERO 7:
When It Falls
Frekar rólegt
kvöld
THE BEATLES
„Yellow matter custard, dripping from
a dead dog’s eye.
Crabalocker fishwife, pornographic
priestess,
Boy, you been a naughty girl you let your
knickers down.
I am the eggman, they are the eggmen.
I am the walrus, goo goo g’joob.“
- Það væri hægt að eyða mörgum mánuðum í að reyna
að komast að því um hvað textinn súrrealíski I Am The
Walrus með Bítlunum er, án þess að komast að niður-
stöðu. Hann er engu að síður magnaður. Lagið kom fyrst
út á breiðskífunni Magical Mystery Tour árið 1967. Þá
voru Bítlarnir í ruglinu.
Popptextinn
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
Vinsælustulögin
TOPP 17 - XIÐ 977 - VIKA 12
TAKE ME OUT
Franz Ferdinand
LOVE IS ONLY A FEELING
The Darkness
MEGALOMANIAC
Incubus
Y’ALL WANT A SINGLE
Korn
I MISS YOU
Blink 182
WHAT’S YOUR NUMBER
Cypress Hill
CATCH ME UP
Gomez
LOVE SONG
311
LAST TRAIN HOME
Lostprophets
LE BALLAD
Vínyll
ANGEL IN DISGUISE
Mínus
JOHNNY BABAS
Brain Police
C’MON C’MON
Von Bondies
RIDE
Vines
KICK IT
Peaches v.s Iggy Pop
ARE YOU GONNA BE MY GIRL
Jet
LYING FROM YOU
Linkin Park
* - LISTINN ER VALINN AF UM-
SJÓNARMÖNNUM STÖÐVARINNAR
Tónlist
O.N.E.
■ Hiphopsveitin O.N.E., sem er móður-
skip „Mess It Up“ rapparans Opee, gefur
út sína fyrstu breiðskífu í byrjun næsta
mánaðar.
TÓNLIST Gítarleikari Guns ‘n’ Roses
til fjögurra ára, Buckethead, hefur
sagt skilið við sveitina. Á þeim
tíma sem þessi sérvitri gítarleikari
hefur verið liðsmaður hefur sveit-
in ekki gefið út neitt nýtt efni þrátt
fyrir að hafa unnið að nýrri plötu,
sem á víst að heita Chinese
Democracy, í áraraðir.
Buckethead hefur verið þekkt-
ur fyrir að bera fötu, sem vana-
lega er notuð utan um kjúklinga-
bita, á höfðinu þegar hann kemur
fram á tónleikum. Hann hefur
heldur ekki viljað tjá sig í viðtöl-
um nema í gegnum handbrúðu.
Umboðsmaður Buckethead
segir gítarleikarann hafa fengið
sig fullsaddan af aðgerðaleysi
sveitarinnar. Í stað þess kýs hann
að eyða tíma sínum hér eftir í sól-
óferil sinn.
Engar tilkynningar hafa borist
frá útgáfufyrirtæki Guns ‘n’
Roses um hvenær hin margseink-
aða Chinese Democracy sér
dagsins ljós. Þó kom út safnplata
síðastliðinn mánudag sem inni-
heldur öll vinsælustu lög Guns ‘n’
Roses, í fyrsta skiptið á einni
plötu. Á safnplötunni er þó ekki
að finna eitt nýtt lag. Rokksveitin
hefur ekki gefið út plötu með
nýju efni síðan árið 1991. ■
Gítarleikari Guns ‘n’
Roses gefst upp
BUCKETHEAD
Gítarleikari Guns ‘n’ Roses faldi andlit sitt fyrir heiminum. Gafst nýverið upp á aðgerða-
leysi Axl Rose og ætlar að hefja sólóferil.
Eternal og Opee eru O.N.E.
O.N.E.
Frumraun O.N.E. kemur út 1. apríl. Útgáfu-
tónleikar verða haldnir fljótlega eftir útgáf-
una. Grænir fingur gefa út.