Fréttablaðið - 25.03.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 25.03.2004, Síða 4
4 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR Var rétt af DV að birta yfirheyrslur sakborninga í líkfundarmálinu? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu til útlanda um páskana? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 55% 45% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Miðausturlönd Dæmdir fyrir tollasvik: Sögðu rússafisk vera íslenskan DÓMSMÁL Þrír menn voru í gær dæmdir til greiðslu samtals sex milljóna króna sektar í ríkissjóð auk ellefu hundruð þúsund króna málskostnaðar fyrir að hafa fram- vísað röngu upprunavottorði fyrir fisk sem seldur var sem íslenskur inn á Evrópska efnahagssvæðið. Brotin áttu sér stað á árunum 1998 og 1999 og var heildarverð- mæti afurðanna talið að lágmarki fimmtíu og sjö milljónir króna. Fiskurinn var seldur í gegnum fiskvinnslufyrirtæki á Íslandi og sagður vera íslenskur en var í raun frá Alaska og Rússlandi. Ís- lenskt upprunavottorð tryggir sérstök viðskiptakjör fyrir afurð- irnar samkvæmt EES-samningn- um. Héraðsdómur telur ekki að mennirnir hafi beitt vísvitandi blekkingum heldur hafi verið um lögfræðilegan vafa um skilgrein- ingu á uppruna að ræða. Taldist þetta mönnunum til málsbóta og voru þeir því ekki dæmdir fyrir brot á hegningarlögum. Mennirn- ir voru hins vegar dæmdir fyrir brot á tollalögum og sagði í niður- stöðu dómsins að gáleysi dugi til sakfellingar þótt brotin hafi ekki verið framin með vilja. ■ Samstarf gegn barnaníðingum Menntamálaráðuneytið og fulltrúar frjálsra félagasamtaka og sveitarfélaga vinna nú hörðum höndum að samhæfingu hugmynda um hvernig koma megi í veg fyrir að óæskilegt fólk ráðist í vinnu með börnum og unglingum. Er þetta í framhaldi af máli meints barnaníðings sem sóttist í að starfa með börnum. FÉLAGSMÁL Menntamálaráðuneytið brá við skjótt eftir að upp komst um mann sem iðkaði barnaklám á netinu og hefur hann nú verið ákærður. Honum hafði meðal annars tekist að koma sér í starf hjá KFUM og við fermingarfræðslu hjá sóknarpresti. Strax í vikunni eftir að uppvíst varð um iðju mannsins kallaði ráðu- neytið fulltrúa nokkurra æskulýðs- samtaka á sinn fund til að móta und- irbúning að verkefni til að koma í veg fyrir afskipti fólks af þessu tagi af börnum og unglingum. Í framhaldi af þessu hélt ráðuneytið fund með æskulýðsráði ríkisins og forstjóra Barnaverndarstofu þar sem lagðar voru frekari línur. Ákveðið var í framhaldinu að kalla saman fulltrúa æskulýðssamtaka og sveitarfélaga. Þeir hafa starfað saman, meðal ann- ars að samhæfðum hugmyndum um vinnureglur hjá frjálsum félagasam- tökum og stofnunum um málefni barna og unglinga. Þær eiga að miða að forvarnarvinnu og fræðslu, en jafnframt hvernig sporna megi við því að fólk sem er að reyna að kom- ast í samband við börn og unglinga geti ráðið sig í vinnu þeim tengdri. Þeir sem standa að þessum vinnu- hópi eru meðal annarra þjóðkirkjan, Ungmennafélag Íslands, skátahreyf- ingin, KFUM og ÍTR. Á vordögum stendur æskulýðs- ráð ríkisins síðan fyrir vinnufundi, þar sem ofangreindur starfshópur mun leggja fram hugmyndir sínar sem eru afrakstur samstarfsins í vetur. Samkvæmt upplýsingum blaðsins varð svo mál meints barnaníðings á Patreksfirði til að herða enn á því starfi sem nú er í gangi. Sá maður sótti einnig í að vinna með börnum og unglingum. „Það er mikið samstarf í gangi milli sveitarfélaganna sem eru að vinna á þessum vettvangi svo og hinna frjálsu félagasamtaka,“ sagði Soffía Pálsdóttir, æskulýðsfulltrúi hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. „Það slær miklum óhug á fólk við svona tíðindi. Ég tel að mik- ilvæg vörn í svona málum sé vönduð ráðningarviðtöl.“ „Þetta er mjög gott framtak hjá menntamálaráðuneytinu, sveitar- félögunum og frjálsu félagasamtök- unum,“ sagði Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Þetta er að mínu mati mjög dýrmætt for- varnarstarf sem þarna fer fram, bæði að vekja vitund um þetta við- fangsefni og hins vegar haldgóðar upplýsingar um hvernig heppilegast sé að bregðast við.“ jss@frettabladid.is RÆTT VIÐ SYRGJENDUR Juan Carlos konungur ræðir við ættingja nokkurra þeirra sem létust í hryðjuverkunum í Madríd. Fórnarlömb hryðjuverkanna í Madrid: Látinna minnst MADRÍD, AP Um 1.500 manns voru viðstaddir minningarathöfn um fórnarlömb sprengjuárásanna í Madríd 11. mars sem haldin var í gær. Þeirra á meðal voru Juan Carlos konungur, Sofia drottning, spænskir stjórnmálamenn og þjóðhöfðingjar og ráðamenn víðs vegar að og var Geir H. Haarde fjármálaráðherra fulltrúi Íslands. Ekki voru allir aðstandendur hinna látnu sáttir við veru nokkra stjórnmálamanna. „Aznar, ég kalla þig til ábyrgðar fyrir dauða sonar míns,“ kallaði maður einn til spænska forsætisráðherrans skömmu áður en athöfnin hófst. „Við höfum grátið, og við höf- um grátið saman,“ sagði Antonio Rouco Varela kardínáli þegar hann ávarpaði viðstadda. Eftir athöfnina ræddu konung- ur, drottning og börn þeirra við nokkra aðstandenda og reyndu að hugga þá. ■ TÓLF ÁRA MEÐ SPRENGJUR Ísra- elskir hermenn stöðvuðu tólf ára palestínskan dreng við vegar- tálma á Vesturbakkanum í gær en drengurinn bar sprengjubelti um sig miðjan. Óljóst var hvort drengurinn var að flytja beltið milli staða eða átti að sprengja sig í loft upp. ÞORSKUR SAGÐUR ÍSLENSKUR Fiskurinn sem seldur var sem íslenskur var frá Alaska og Rússlandi. BARNAKLÁM Meintur barnaklámsmaður leiddur inn í lögreglubíl af lögreglumanni. Búist er við að dómur falli í máli mannsins í dag. TVÖ NÝLEG MEINT BARNANÍÐINGSMÁL HÉRAÐSDÓMUR RÍKISSAKSÓKNARI Barnaklámsmaður Barnaníðingur á Patreksfirði Störf Störf Sjálfboðaliði hjá KFUM Lögreglumaður Fermingarfræðsla Umsjón með félagsmiðstöð Útvarpsmaður Húsvörður í grunnskóla Starfsmaður tollsins Forvarnarstarf barna Sturtuvörður í leikfimihúsi Klámefni við húsleit Á fjórða hundrað myndbanda Um 200 geisladiskar Tvær tölvur með miklu af barnaklámi Meint fórnarlömb Meint fórnarlömb Sex drengir Sex drengir LAUNAMÁL Í launakönnun á vegum Kópavogsbæjar kemur fram að óútskýrður launamunur kynjanna meðal starfsmanna bæjarins er fimm prósent en átta prósent þeg- ar grunnskólakennarar eru ekki taldir með. Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs, segir að í könnuninni komi fram að launamunur sé minni hjá Kópavogsbæ en hjá ná- g r a n n a s v e i t a r f é l ö g u n u m . „Reykjavík, sem hefur gumað sig af því að vera höfuðborg jafnrétt- is á landinu, býr við mestan launa- mun kynjanna. Enda eru þar við lýði mestu umræðupólitíkusar landsins og meira talað en minna framkvæmt,“ segir Gunnar. Í fréttatilkynningu frá Sam- fylkingunni í Kópavogi segir að grípa þurfi til markvissra að- gerða til þess að draga úr launa- muninum en heildarlaun kvenna hjá Kópavogsbæ nema 76 prósent af heildarlaunum karla. „Könnunin sýnir að konur og karlar sem vinna hjá Kópavogs- bæ búa ekki við sömu launakjör þrátt fyrir yfirlýsta stefnu bæjar- ins um launajafnrétti,“ segir í til- kynningu Samfylkingarinnar. ■ Gunnar I. Birgisson sáttur við launakönnun hjá Kópavogsbæ: Reykjavík er ekki höfuðborg jafnréttis GUNNAR I. BIRGISSON Formaður bæjarráðs segir launa- muninn vera minni en í ná- grannasveitarfélögunum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.