Fréttablaðið - 25.03.2004, Qupperneq 10
10 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR
BARIST VIÐ ELDINN
Mikill eldur blossaði upp þegar olíuflutn-
ingaleiðsla í Írak skemmdist þannig að olía
lak út. Fjölmennt slökkvilið mátti hafa sig
allt við til að ráða niðurlögum eldsins.
Megn óánægja meðal íbúa í Keflavík:
Átti alltaf að verða
öldrunardeild
HEILBRIGÐISMÁL „Það stóð aldrei
annað til heldur en að D-álman
yrði langlegudeild fyrir sjúka aldr-
aða,“ sagði Jóhann Einvarðsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
sem rekur sjúkrahúsið í Keflavík.
Megn óánægja er meðal íbúanna,
sem telja að verið sé að breyta
þjónustuhlutverki svokallaðrar D-
álmu sjúkrahússins.
Blaðið greindi frá því í gær að
öldruð kona hefði verið flutt gegn
vilja sínum og aðstandenda af
sjúkrahúsinu á Víðihlíð í Grinda-
vík. Aðstandendurnir eiga örðugra
með að heimsækja hana þangað.
Aldraður eiginmaður hennar
kemst ekki af eigin rammleik til
hennar, því hann lærbrotnaði í jan-
úar og getur ekki ekið um svo lang-
an veg.
Jóhann sagði, að íbúarnir hefðu
á sínum tíma gefið hátt í 70 millj-
ónir til kaupa á tækjum fyrir deild-
ina, í nafni svokallaðar D-álmu
samtaka. Þá hefði styrktarfélag
sjúkrahússins tryggt að þessi álma
yrði byggð sem öldrunarálma.
„Mér kemur það mjög á óvart
ef fólk hefur einhvern annan
skilning á þessu í dag, heldur en
við höfðum,“ sagði Jóhann, sem
sagði að á deildinni hefðu alltaf
átt að verða pláss fyrir 24 aldraða
sjúklinga. ■
Mánuðina áður en VaidasJucevicius kom til landsins voru
sakborningar í töluverðum samskipt-
um við fólk í Litháen. Lögreglan hef-
ur sannanir fyrir því í símtalsgögn-
um, peningamillifærslum og ferða-
lögum þremenninganna, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins.
Tomas Malakauskas og Grétar
bera því við að þeir hafi staðið í
samningum við Litháa um innflutn-
ing á sumarhúsum og einingahúsum
til landsins. Jónas Ingi heldur því
fram að hann aðstoði Litháa, Rússa
og Búlgara við umsókn um landvist-
arleyfi og atvinnuleyfi hérlendis.
Skömmu áður en Jucevicius kom
til landsins ræða þó Grétar og Mala-
kauskas saman um innflutning á
fíkniefnum og hafa þeir staðfest það.
2. febrúar
Tomas Malakauskas, Grétar Sig-
urðsson og Jónas Ingi Ragnarsson
fara saman til Keflavíkurflugvallar
til að taka á móti Juceviciusi. Mala-
kauskas og Grétar bíða úti í bíl en
Jónas Ingi fer inn með spjald með
nafni sínu og Juceviciusar. Þeir far-
ast hins vegar á mis og Jucevicius
tekur flugrútuna á Hótel Loftleiðir
þangað sem þremenningarnir sækja
hann.
Lögregla heldur því fram að sak-
borningar hafi allir vitað að
Jucevicius hefði fíkniefni innbyrðis
og þeir hafi ætlað að koma honum á
heimili Malakauskas svo hann gæti
losað sig við þau. Jucevicius greinir
Malakauskasi frá því að hann hafi
hálft kíló af amfetamíni innbyrðis
sem hann hafi gleypt sama dag. Grét-
ar keyrir þá báða heim til Mala-
kauskas þar sem Jucevicius dvelur
það sem hann á eftir ólifað. Hann
keyrir síðan Jónas Inga heim og fer
loks sjálfur til síns heima.
Malakauskas og Grétar staðfesta
að þeir hafi vitað um fíkniefnin en
Jónas segist ekki hafa haft hugmynd
um þau. Malakauskas segist ekki vita
hver hafi átt fíkniefnin en Grétar
segist gera ráð fyrir því að rúss-
nesk/litháísk mafía sem starfi hér á
landi eigi fíkniefnin. Grétar heldur
því jafnframt fram að Malakauskas
tengist þeirri mafíu. Jónas Ingi vill
ekki kannast við nein fíkniefni.
3. febrúar
Malakauskas hringir í Grétar og
biður hann að koma heim til sín.
Juceviciusi er farið að verkja í kvið-
inn því honum tekst ekki að koma
fíkniefnunum frá sér. Grétar fer í
lyfjabúð og kaupir parafínolíu og
önnur hægðalosandi lyf. Grétar og
Malakauskas vaka yfir honum um
nóttina.
4. febrúar
Veikindin fara versnandi.
Jucevicius fer að verða slappur.
Malakauskas biður Grétar að koma
heim til sín að líta á hann. Grétar fer
aftur í lyfjabúð. Kaupir nú stólpípu
og fleiri hægðalosandi lyf. Líðan
Juceviciusar skánar eilítið um kvöld-
ið og ákveðið er að hann fari aftur út
þar sem átti að koma honum til lækn-
is. Jónas Ingi breytir bókun á flugi.
Fyrst var fluginu frestað þar sem
Jucevicius vildi vera viss um að hann
kæmi efnunum frá sér áður en hann
færi. Síðar var breytingunni aflýst
því hann var orðinn svo veikur. Pant-
að var fyrsta lausa flug, 6. febrúar.
Malakauskas og Grétar játa að
þetta hafi átt sér stað en Jónas Ingi
segist ekki hafa orðið var við
Jucevicius í íbúð Malakauskas.
5. febrúar
Malakauskas hringir í Grétar í
óðagoti og biður hann að koma í
hvelli. Jucevicius var þá orðinn mjög
veikur. Grétar fer og útvegar morfín-
skylt verkjalyf. Sjúklingurinn er
farinn að kasta upp galli og er kom-
inn með hita. Er líða fer á kvöldið
hrakar honum mjög og fer að kasta
upp blóði. Hann getur ekki innbyrt
neitt og er kominn með talsverðan
hita. Verkjalyfin slá á kvalir hans og
er hann staðráðinn í að komast í flug
næsta morgun. Jónas er í íbúðinni
mestallan daginn og segir að ekki
þurfi að hafa áhyggjur af þessum
veikindum, hann þekkti ágætlega
þegar fólk stíflaðist.
Malakauskas og Grétar játa að
þetta hafi átt sér stað. Jónas Ingi
heldur því hins vegar fram að þre-
menningarnir hafi setið í stofunni og
spjallað um hin ýmsu málefni en eng-
inn annar hafi verið í íbúðinni. Jónas
Ingi segist hinsvegar hafa rætt við
hina tvo sakborningana um hægðalyf
því Malakauskas þjáist af hægða-
vandamálum.
6. febrúar
Malakauskas fer og sækir Jónas
Inga og fara þeir ásamt Grétari með
Jucevicius áleiðis til Keflavíkurflug-
vallar í því skyni að koma honum í
flug. Grétar hættir við að fara alla
leið og telur lögregla það stafa af því
að hann þurfti að koma fyrir am-
fetamíni sem Jucevicius kastaði upp
í bílnum á leiðinni. Grétar fer til vin-
ar síns og biður hann fyrir kókó-
mjólkurfernu sem lyktar sterklega
af amfetamíni. Grétar fer því næst
heim. Malakauskas og Jónas Ingi
snúa við á leið til Keflavíkur því
Jucevicius var orðinn afar illa hald-
inn, farinn að æla töluverðu blóði og
treysti sér ekki lengur í flugið. Þeir
sækja Grétar og fara allir heim til
Malakauskas. Grétar var sjálfur
veikur og ældi blóði vegna raflosts er
hann hafði áður fengið. Jucevicius er
studdur inn til Malakauskas og að-
spurðir segja þeir manni er var vitni
að því að hann gat ekki gengið það
vera vegna ofdrykkju. Jucevicius,
sem er komið fyrir í rúmi í aukaher-
bergi í íbúðinni, verður allt í einu
óhemju kvalinn. Grétar reynir að
gefa honum lyf, en hann heldur engu
niðri. Þremenningarnir skilja
Jucevicius eftir í herberginu í ör-
skamma stund en Grétar hleypur inn
til hans þegar hann heyrir hann veina
og heyrir jafnframt að eitthvað slett-
ist á gólfið. Þegar hann kemur inn í
herbergið sér hann stóran blóðpoll á
gólfinu og hvernig Jucevicius dettur
út úr rúminu og deyr. Grétar segist
hafa tekið á honum öndun og púls og
árangurslaust reynt lífgunartilraun-
ir. Malakauskas segir hins vegar að
enginn þeirra hafi reynt að lífga
Jucevicius við.
Fór með bænir yfir líkinu
Á meðan á þessu stóð voru Mala-
kauskas og Jónas Ingi frammi í
stofu. Þeir fara rakleiðis í bygginga-
vöruverslun og kaupa teppi, plast-
poka, límband, snæri og fleira. Því
næst leigja þeir jeppa á bílaleigu.
Grétar situr yfir líkinu á meðan og
fer með bænir. Malakauskas segir
að fyrirmæli hafi borist frá Litháen
þess efnis að þeir þurfi að sjá um
málið. Grétar og Jónas Ingi strjúka
mesta blóðið framan úr Juceviciusi
en Malakauskas á í samræðum við
yfirboðara sína í Litháen. Mala-
kauskas stingur upp á því að þeir
nái efninu áður en þeir losi sig við
líkið en þeir þverneita því. Grétar
og Jónas Ingi ganga frá líkinu með
því að láta fætur þess upp fyrir höf-
uð, setja það svo í plastpoka og líma
fyrir. Þvínæst rúlla þeir líkinu inn í
teppið og líma og hnýta fyrir með
snæri. Grétar tekur síðan líkið á
öxlina og labbar með það út og kem-
ur því fyrir í skottinu á jeppanum
með hjálp hinna tveggja. Maginn
var orðinn stór og útþaninn eins og
á barnshafandi konu.
Malakauskas og Grétar játa að
þessi atburðarás hafi átt sér stað en
Jónas Ingi segist hafa haldið að „Lit-
háinn í bílnum“ væri með maga-
vandamál og hann hafi aðstoðað við
að koma honum heim til Mala-
kauskas. Þar hafi hann sofnað en
Malakauskas hafi viljað fara út úr
bænum svo vinur hans gæti haft
íbúðina út af fyrir sig og jafnað sig
yfir helgina. Jónas segist hafa lagt
það til að þeir færu í ferðalag að
Gullfossi og Geysi svo hann gæti
sýnt honum fegurð Íslands. Mala-
kauskas hefði ráðgert að heim-
sækja vin sinn á Selfossi næsta dag
og því hefði það verið tilvalið. Jónas
segist jafnframt hafa keypt teppið
því hann hyggði á byggingafram-
kvæmdir á heimili sínu.
Sjá nánar bls. 12
FISKBÚÐIN HAFBERG
G N O Ð A R V O G I 4 4 S . 5 8 8 8 6 8 6
NÝR HUMAR
FRÁ HORNAFIRÐI
GRAFLAX
AÐEINS 990 KR/KG
Orsök þarmastíflunnar:
Samvextir
þarma
LÍKFUNDARMÁLIÐ Talið er að sam-
vextir í kviðarholi hafi verið
meginorsök þess að fíkniefna-
pakkningarnar festust í görn-
um Juceviciusar og urðu valdir
að dauða hans. Samvextirnir
eru afleiðingar kviðarhols-
aðgerðar sem hann hafði ein-
hvern tímann gengist undir, en
ekki er vitað um ástæðu að-
gerðarinnar.
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að sakborningarnir
hafi talið að Jucevicius hefði
gleypt 400–500 grömm af am-
fetamíni sama dag og hann kom
til landsins, 2. febrúar. Við
krufningu fundust um 400
grömm af amfetamíni sem
pakkað hafði verið inn í 61
pakkningu. Dánarorsök var úr-
skurðuð mjógirnisstífla af
völdum fíkniefnapakkninga og
fylgikvillar hennar. ■
JÓHANN EINVARÐSSON
Fyrrverandi framkvæmdastjóri sjúkrahússins í Keflavík.
Baksviðs
SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR
■ skrifar um líkfundarmálið
í Neskaupstað.
Kvaldist í marga daga
Lögregla heldur því fram að sakborningarnir þrír hafi allir vitað að Litháinn sem þeir sóttu til
Keflavíkur hafi verið með fíkniefni innvortis. Jónas Ingi er sá eini sem neitar því og segist við-
riðinn málið óafvitandi. Aldrei stóð til að kalla á lækni því óttast var að upp um málið kæmist.