Fréttablaðið - 25.03.2004, Síða 16

Fréttablaðið - 25.03.2004, Síða 16
16 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR FRUMBYGGJAR MÓTMÆLA Ástralskir frumbyggjar fóru í kröfugöngu að þinghúsinu í Sydney í Ástralíu til að krefj- ast opinberrar rannsóknar á dauða ungs frumbyggja í síðasta mánuði. Dauði drengsins varð kveikjan að óeirðum þar sem tugir slösuðust. LÖGREGLUMÁL Starfsmaður Lands- bankans í Keflavík hefur verið kærður fyrir fjárdrátt og hefur lögreglan í Keflavík fengið málið til rannsóknar. Útlánaeftirlit Landsbankans kom upp um brot- ið um miðja síðustu viku og var starfsmanninum sagt upp störf- um þegar í stað, en hann náði peningum með því að færa fé á milli reikninga. Lögreglan tekur væntanlega skýrslu af starfs- manninum og ákveður síðan hvort tilefni er til að gefa út ákæru á hendur honum. Afskiptum bankans af málinu er því að öllu leyti lokið, nema lög- reglan óski eftir frekari upplýs- ingum, að sögn Ársæls Hafsteins- sonar, lögfræðings Landsbankans. Ekki fæst uppgefið hversu mikla fjárhæð er um að ræða, en ljóst er að hún hleypur á milljónum króna. Ársæll segir að enginn við- skiptavina bankans hafi skaðast vegna fjárdráttarins og að ekkert annað starfsfólk bankans tengist málinu. ■ Gagnrýni á tímasetningu: Tölur alltaf að birtast EFNAHAGSMÁL Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir útgáfu Peningamála Seðla- bankans ekki vitlaust tímasetta. Greiningardeild Landsbankans gagnrýndi að útgáfa ritsins væri skömmu áður en Hagstofan birti tölur um áætlaðan hagvöxt. Í uppfærðri spá Seðlabankans var spáð 3,5% hagvexti, en áætlaður hagvöxtur Hagstofunnar hljóðar upp á fjögurra prósenta hag- vöxt. Birgir Ísleifur segir að langur tími geti liðið þangað til raunverulegar hagvaxtartölur liggi fyrir. „Við gefum Peninga- mál út miðað við langtímaáætl- un. Við erum alltaf að fá nýjar og nýjar tölur um hitt og þetta. Við mátum það ekki svo að bráða- birgðatölur um hagvöxt væru eitthvað sem við værum sérstak- lega að bíða eftir.“ ■ Fangaskipti: Rússi fyrir glímukappa MOSKVA, AP Rússar slepptu tveim- ur glímuköppum frá Katar úr haldi í skiptum fyrir rússneskan sendiráðsstarfsmann sem yfir- völd í Katar handtóku. Sendi- ráðsmaðurinn var handtekinn ásamt tveimur öðrum Rússum vegna gruns um að þeir hefðu myrt tsjetjsenskan uppreisnar- foringja sem lést þegar bíll sem hann var í sprakk í loft upp í Kat- ar fyrr á þessu ári. Glímukapparnir voru hand- teknir á alþjóðaflugvellinum í Moskvu skömmu eftir að Rúss- arnir þrír voru handteknir í Katar eftir árásina á hryðjuverka- foringjann. Tveir Rússanna eru enn í haldi. Bandaríkjamenn segjast hafa aðstoðað stjórnvöld í Katar við að hafa hendur í hári Rúss- anna. ■ SÖLUSKRIFSTOFA ICELANDAIR Á LOFTLEIÐUM Fatlaðir eiga ekki greiðan aðgang að einu söluskrifstofu félagsins. AÐGENGI „Það hlýtur að vera krafa okkar sem erfitt eigum með að komast um, að fyrirtæki á borð við Icelandair bjóði óheft að- gengi,“ segir Arnór Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, en tröpp- ur hefta aðgang fatlaðra að sölu- skrifstofu Icelandair á Loftleið- um. „Eitt er þegar smærri fyrir- tæki eiga í hlut en hjá risafyrir- tækjum á borð við þetta getur það ekki verið flókið að koma upp pöllum eða öðru því sem hjálpar okkur að komast leiðar okkar.“ Arnór segir að mýmörg dæmi séu um heft aðgengi fatlaðra víða um landið þrátt fyrir að átak hafi verið gert undanfarin ár. „Það er líka sívaxandi fjöldi af eldra fólki í samfélaginu sem margt á erfitt með að komast um fyrirhafnar- laust og það hlýtur að verða for- gangsmál hjá ríki og fyrirtækj- um að haga málum í takt við þá þróun.“ Guðjón Arngrímsson, blaða- fulltrúi Icelandair, sagði að til stæði að breyta viðkomandi inn- gangi innan tíðar og á teikningum væri gert ráð fyrir aðgengi fatl- aða. ■ WASHINGTON, AP Hætturnar sem fylgja offituvandamálum bandarískra barna eru svo miklar að hætt er við að þær þurrki út allan þann árangur sem náðst hefur á öðrum sviðum í heilbrigðis- og öryggismálum barna síð- ustu þrjá áratugina. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vísindamanna við Duke-háskóla. „Offita barna hefur aukist það mikið að nú má líta á hana sem nútíma- faraldur,“ segir í skýrslunni. 15,6% bandarískra barna og unglinga á aldrinum tólf til nítján ára áttu við offitu að stríða á síðasta ári. Það er nær þrefalt hærra hlutfall en 1974, þegar 6,1% þjáð- ist af offitu. Á sama tíma hefur dregið úr öðrum sjúkdómum, fíkniefna- neyslu og hættu á að börn verði fyrir ofbeldi. ■ Offita barna: Eyðileggur aðra úrbót FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI SEÐLABANKASTJÓRI Birgir Ísleifur segir útgáfu Peningamála ekki vitlaust tímasetta. LANDSBANKINN Starfsmaður Landsbankans í Keflavík hefur verið kærður fyrir fjárdrátt. Lögreglan í Keflavík hefur fengið málið til rannsóknar, en fjárdrátturinn hleypur á milljónum króna. Fjárdráttur hjá Landsbankanum kærður: Lögreglan rannsakar málið GUÐJÓN ARNGRÍMSSON Guðjón segir að það standi til að bæta aðgengi fatlaðra við Loftleiðir. Söluskrifstofa Icelandair: Heft aðgengi fatlaðra

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.