Fréttablaðið - 25.03.2004, Page 32

Fréttablaðið - 25.03.2004, Page 32
32 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát Bandaríkjamenn drógu síðustuhersveitir sínar frá Sómalíu á þessum degi árið 1994 eftir nokkuð misheppnaða tilraun til að koma stjórn á í landinu og stöðva borgara- stríð sem hafði geisað síðan 1992 eft- ir að hafa dvalið í landinu í fimmtán mánuði. Borgarastríðið í Sómalíu hófst 1992 eftir verstu þurrka aldarinnar í Afríku. Afleiðingin var hungursneyð og átti fjórðungur Sómala á hættu að deyja úr hungri. Í ágúst hófust að- gerðir Sameinuðu þjóðanna við að dreifa matvælum og lyfjum en í des- ember var ljóst að hersveitir Sam- einuðu þjóðanna gátu ekki haft stjórn á stríðsherrum landsins. Í kjölfarið sendi George Bush eldri 25.000 hermenn til landsins. Í júní 1993 voru einungis 4.200 bandarískir hermenn í landinu þegar hermenn Mohammed Aidid réðust á og drápu 24 pakistanska friðargæsluliða. Í kjölfarið voru 400 sérsveitarmenn sendir til landsins í tilraun til að ná Aidid. Í október létust 18 þeirra og 84 voru særðir eftir misheppnaða árás á Olympia Hotel í Mogadishu. Var þetta ofbeldisfyllsti bardagi bandarískra hersveita síðan í Víetnam. Þremur dögum síðan skip- aði Bill Clinton hermönnunum að draga sig til baka þrátt fyrir að Aidid hafði ekki náðst. Síðustu hermenn- irnir fóru svo heim tæpum fimm mánuðum síðar. Ridley Scott gerði kvikmyndina Black Hawk Down um bardagann um Olpymíu hótelið árið 2002. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri er 59 ára. Sigurður Karlsson leikari er 58 ára. Andri Sigþórsson knattspyrnumaður er 27 ára. Ég ætla að fara á æfingu meðLéttsveit Reykjavíkur,“ segir Tómas R. Einarsson tónlistarmaður sem er 51 árs í dag. „Léttsveitin er 120 kvenna kór og við erum að æfa fyrir tónleika sem verða haldnir 3. apríl og fyrir Ítalíuferð í byrjun júní. Fyrir hádegi í dag verð ég svo að vinna í nýju lagi fyrir stórsveit sem ætlar að spila á Listahátíðinni og samanstendur af Jagúar og sjö manna úrvalssveit í jazzi og rokki. Samúel í Jagúar velur lög af plötum mínum fyrir óhefðbundna stórsveit og þar á meðal verður eitt nýtt lag eftir mig.“ Afmælisstemmingin verður eitt- hvað í minni kantinum hjá Tómasi í dag. Hann eldaði þó kjötsúpu fyrir sína nánustu í gær-kveldi. „Ég fæ mér svo kannski sérrístaup í kvöld og súkkulaði með. Það er dömulegt og passar vel fyrir eldri herra.“ Tómas er nýkominn frá Kúbu þar sem hann var að hlusta á tónlist, hitta tónlistarmenn og kvikmynda- gerðarmenn, drekka romm og borða humar. „Það hefur safnast saman mikið af heimildarefni, bæði sem var tekið í fyrra og því sem bætt var við núna. Það er búið að skrifa handrit að heimildarmynd sem verður um það bil hálftími af þeim sjö klukkustundum sem við eigum.“ Það er slagverkið sem heillar Tómas mest við kúbanska tónlist. „Það er fyrst og fremst rythminn og það kroppslega sem heillar mig við þessa músík. Jazzinn var framan af danstónlist, þannig að kannski er þetta einhver ómeðvit- uð tilraun til að draga dansinn inn í jazzinn aftur.“ Sjálfur dansar Tómas og gerði það síðast á Kúbu á balli innfæddra undir vökulu auga kvikmyndatökumanns. „Manni finnst ekki mikið til sjálfs síns koma þegar maður er meðal Kúbana í dansi.“ Engin ný plata er í bígerð þetta árið, en þess í stað stefnir Tómas á bókaútgáfu með haustinu. „Ég er að hreinskrifa gamlar nótur því ég er að gefa út bók með sjötíu til átta- tíu lögum eftir mig. Þetta verður þykk og mikil bók sem mun kallast Jazzbiblía Tómasar R.“ ■ Afmæli TÓMAS R. EINARSSON ■ er 51 árs. Vinnur í tónlist á afmælisdaginn. SARAH JESSICA PARKER Þessi heillandi heimilisvinur úr Beðmálum í borginni er 39 ára í dag. 25. mars ■ Þetta gerðist 1584 Fyrstu landnemarnir frá Englandi halda af stað til Bandaríkjanna. 1668 Fyrstu skráðu veðreiðarnar í Bandaríkjunum fara fram. 1899 Reuter barón, stofnandi fréttastof- unnar sem ber nafn hans, deyr. 1918 Tónskáldið Claude Debussy deyr í París. 1951 Bandaríski hershöfðinginn Douglas MacArthur hótar Kínverjum árásum í lofti og á legi í Kóreustríðinu. 1954 RCA hefur framleiðslu á litsjón- varpstækjum fyrir almennan markað. 1961 Rússar koma geimfarinu Sputnik 10 á sporbaug jarðar með hund innanborðs. 1975 Faisal, konungur Sádi-Arabíu, er myrtur af frænda sínum. 1991 Dances with Wolves fær Ósk- arsverðlaun sem besta myndin. 1996 Braveheart fær Óskarsverðlaun sem besta myndin. 2001 Gladiator fær Óskarsverðlaun sem besta myndin. ÚR MYNDINNI BLACK HAWK DOWN Mynd sem fjallaði um bardaga sérsveitar- manna Bandaríkjahers við stríðsherrann Mohammed Aidid og liðsmenn hans. Barist um Ólympíuhótelið SÓMALÍA ■ Síðustu bandarísku hersveitirnar yfirgefa landið. 25. mars 1994 Sérrístaup og súkkulaði passar vel fyrir eldri herra Blaðamenn verðlauna sig Verðlaununum er ætlað að hvetjafólk til dáða og stuðla að vönduð- um og góðum vinnubrögðum,“ segir Róbert Marshall, formaður Blaða- mannafélags Íslands, um blaðamann- verðlaunin sem félagið hefur ákveðið að veita árlega. Verðlaunað er í þremur flokkum; fyrir Bestu umfjöllun ársins 2003, Rannsóknarblaðamennsku ársins 2003 og síðan verða Blaðamannaverð- laun ársins 2003 einnig afhent þeim blaðamanni sem hefur lagt sig í líma við að velta steinum og varpa ljósi á tiltekin mál með almannahagsmuni í huga. Verðlaunin verða afhent í fyrsta skipti á Pressuballi sem haldið verður á Hótel Borg á síðasta degi vetrar, 21. apríl. Verðlaunin þykja vegleg en auk gullpenna, sem ekki er búið að hanna, og viðurkenningarskjals fylgja 100.000 króna peningaverðlaun verð- launum í öllum flokkunum þremur. Það má því segja að Blaðamanna- félagið horfi til glæstrar fortíðar en gullpennum var á sínum tíma útdeilt í viðurkenningarskyni og sjálf Pressu- böllin eru margrómuð og voru meðal helstu viðburða í samkvæmislífinu á árum áður. Blaðamannafélagið tekur við til- nefningum frá almenningi og rit- stjórnum fjölmiðla á heimasíðu félagsins Press.is til 6. apríl. Þá leggst fimm manna dómnefnd skipuð Birgi Guðmundssyni sem formanni, Elínu Pálmadóttur, Elínu Albertsdótt- ur, Sigmar Guðmundssyni og Lúðvík Geirssyni yfir tilnefningarnar. Róbert sagðist aðspurður ekki telja Blaðamannaverðlaunin sam- bærileg við Edduverðlaunin sem fag- fólk í sjónvarps- og kvikmyndagerð afhendir árlega og benti til að mynd á að fari svo að allar tilnefningar séu „ömurlegar“ verði einfaldlega engin verðlaun afhent það árið. ■ Anna Margrét Jónsdóttir frá Akureyri, búsett í Danmörku, er látin. Dalrós Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarheim- ilinu Garðvangi, Garði, áður til heimilis í Þórunnarstræti 130, Akureyri, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Katrín Guðmundsdóttir frá Ytri-Skóg- um, lést föstudaginn 19. mars. Sigríður Jónsdóttir, Heinabergi 24, Þor- lákshöfn, lést mánudaginn 22. mars. 13.30 Ferdinand Jónsson, Bakkahlíð 39, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 13.30 Guðmundur Pálmason jarðeðlis- fræðingur, Miðleiti 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni. 14.00 Hrönn Benónýsdóttir, Sundstræti 35b, Ísafirði, veður jarðsungin frá Einarsstaðakirkju. 15.00 Guðbjörg M. Friðriksdóttir, Efsta- hjalla 1c, Kópavogi, verður jarð- sungin frá Neskirkju við Hagatorg. ■ Jarðarfarir ARNA SCHRAM, BIRGIR GUÐMUNDS- SON OG RÓBERT MARSHALL Telja ekki raunhæft að bera Blaðamanna- verðlaunin saman við Edduverðlaunin og í því sambandi benti Birgir á að ólíku væri saman að jafna þar sem Edduverðlaunin snúist um stór og því oft fá verkefni á meðan fréttaritstjórnir framleiði efni á hverjum degi sem sé gjaldgengt í keppn- inni um Blaðamannaverðlaunin. Verðlaun BLAÐAMANNAFÉLAG ÍSLANDS ■ Ætlar að verðlauna fjölmiðlafólk fyrir vönduð störf. Formaður félagsins telur full- víst að aldrei muni ríkja fullkomin sátt um niðurstöður dómnefnda en gerir þó ráð fyrir að það muni takast að finna einhverja samnefnara sem allir geti sætt sig við. PAUL MICHAEL GLASER Leikarinn sem gerði garðinn frægan sem Starsky í sjónvarpsþáttunum Starsky & Hutch er 61 árs í dag. TÓMAS R. EINARSSON Kúbönsk áhrif á tónlist Tómasar eru ómeðvituð tilraun til að draga dansinn inn í jazzinn aftur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.