Fréttablaðið - 25.03.2004, Síða 34

Fréttablaðið - 25.03.2004, Síða 34
tíska o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur t ísku Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: tíska@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. SMÁRALIND Sími 517 7007 NÁTTFATNAÐUR í miklu úrvali SUMARLITIR www.changeofscandinavia.com Bómullarlína í undirfatnaði st. 65A-85DD Brjóstahaldarar í st. 65A-100H Mörkinni 6. Sími 588 5518 OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Ný sending af stuttkápum og jökkum. Grifflur á fótunum Stígvél úr 38 þrepum sem eru örugglega með því flippaðra í skótískunni í dag. Loftið leikur um tærn- ar og hælarnir eru háir og fínir. Mjög skemmtilegt. Við erum báðar gamlir pönkar-ar,“ segir Sólborg Erla Inga- dóttir, sem hannar föt með Ingi- björgu Þóru Gestsdóttur undir merkinu Pell og purpuri. „Það fylgdi mikil sköpunargleði þess- um tíma og við erum óhræddar við að brjóta lögmál.“ Sólborg Erla er myndlistar- kona og Ingibjörg Þóra fatahönn- uður. Þær byrjuðu að vinna sam- an að fatahönnun árið 1999 og stofnuðu fyrirtækið Pell og purp- ura árið 2000. „Við þekktumst ekki neitt áður en við hófum samstarfið en kynntumst í starfsmannapartíi,“ segir Sól- borg Erla. „Maður Ingu var kokkur á Tjörninni og ég var að vinna þar. Ég var að fara að halda tískusýningu í Nýlistasafn- inu ásamt annarri konu og við ákváðum að bjóða Ingibjörgu að vera með. Þá hannaði hver fyrir sig og við blönduðum því svo saman. Nú hönnum við Ingibjörg hins vegar allt saman og það virkar mjög vel. Við erum nátt- úrlega á svipuðum aldri og eig- um margt sameiginlegt. Það er í raun stórfurðulegt hvað við erum samtaka í öllu.“ Sólborg segist hafa hannað föt síðan hún var krakki og haldið fyrstu tískusýninguna sína þegar hún var tíu ára. „Á pönktímabilinu hannaði ég fullt af fötum á sjálfa mig. Ég hef líka gert leikmyndir og leikbúninga en svo fór ég í vinnustofu í fatahönnun í Iðnskól- anum í Reykjavík. Þá datt ég inn í þetta aftur.“ Ingia og Sólborg nota myndlist og dans mikið á tískusýningunum sínum og halda margar sýningar á ári. „Fyrsta sýningin okkar var frumsamið dansverk með frum- saminni tónlist. Okkur finnst mjög gaman að vinna svona með öðru listafólki og krydda tískuna svolítið. Við leggjum líka áherslu á að vera ekki með at- vinnumódel heldur nota venju- legt fólk til að sýna fötin.“ Þær eru alltaf með mismun- andi þema í hverri fatalínu. „Við leitum í íslenska náttúru og blöndum henni saman við eitthvað annað. Stundum not- um við götumenningu eða verðum fyrir áhrifum frá langömmum okkar. Nú erum við til dæmis að nota menn- ingu indjána Norður-Amer- íku.“ Þær sauma allt sjálfar og Sólborg segir þær mikið fyr- ir handverk, eins og perlu- útsaum og textíláferð. „Það er gaman að taka hluti úr daglegu lífi og búa til eitthvað nýtt úr þeim. Svo erum við líka með handprjónalínu og erum að byrja að vinna með steina sem við setjum á föt. Það er ýmis tilrauna- starfsemi í gangi.“ audur@frettabladid.is Gamlir pönkarar hanna föt: Áhrif frá langömmum og indjánum SÓLBORG ERLA INGADÓTTIR OG INGIBJÖRG ÞÓRA GESTSDÓTTIR ÞEMA NÝJU FATALÍNUNNAR ER SÓTT Í ÍSLENSKT HÁLENDI OG MENNINGU FRUMBYGGJA AMERÍKU Hún var sýnd við opnun myndlistarsýningar mæðgnanna Sigrúnar Guðjónsdóttur og Ragnheiðar Gestsdóttur síðasta laugardag. Hljómsveitin Jörð bifast sá um tónlistina. Sýningin verður endurtekin laugardaginn 3. apríl. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.