Fréttablaðið - 25.03.2004, Page 38

Fréttablaðið - 25.03.2004, Page 38
ÓskarsverðlaunaleikkonanAngelina Jolie hefur haldið sig við spennumyndirnar frá því að hún lék geðsjúklinginn Lisu Rowe í myndinni Girl, Interr- upted sem hún hlaut styttuna eft- irsóttu fyrir árið 2000. Í myndinni Taking Lives leikur hún FBI-konuna Illeana Scott sem notar ekki hefðbundnar leiðir til þess að leysa morðmálin. Hún þykir hafa einstaka eðlisávísun þegar kemur að því að ráða hugs- anir morðingjana og upp frá því kemst hún á slóð þeirra. Hún er ráðin til Montreal í Kanada þar sem lögreglan er ráð- þrota. Þar eru yfirvöld á eftir dularfullum fjöldamorðingja sem myrðir fórnalömb sín á hrotta- legan hátt; ber þau í klessu og sker af þeim hendurnar. Illeana er fljót að átta sig á því að morð- inginn sé að stela lífum þeirra sem hann myrðir, það er að hann tileinkar sér líf þeirra sem hann myrðir. Rannsóknarlögreglumenn- irnir sem unnið hafa að málinu áður en Illeana mætir á svæðið eru ekki sáttir við starfsaðferð- ir hennar. Hún er einfari og kýs að vinna út af fyrir sig, án að- stoðar lögreglumannana. Svo þegar hún laðast að einu vitninu (Ethan Hawke) í málinu fer hún að efast um sína eigin eðlisávís- un. Myndin komst fyrst í fréttirn- ar þegar brestir komust í hjóna- band Ethan Hawke og Umu Thur- man. Það var einmitt við tökur þessarar myndar sem Hawke á að hafa átt vingott við þekkta kanadíska fyrirsætu. Ótrúlegt en satt var hann ekki orðaður við mótleikkonu sína Angelinu Jolie, sem gerist oftar en ekki þegar hún leikur í myndum. Með önnur hlutverk fara Kiefer Sutherland og Oliver Martinez, sem er líklegast þekkt- astur fyrir að vera kærasti Kylie Minogue. ■ 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM PÉTUR PAN Internet Movie Database - 7.4 /10 Rottentomatoes.com - 78% = Fersk Metacritic.com - 64 Entertainment Weekly - B Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm) TAKING LIVES Internet Movie Database - 5.9 /10 Rottentomatoes.com - 22% = Rotin Metacritic.com - 38 Entertainment Weekly - C Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm) Frumsýndarum helgina ■ Kvikmyndir Starsky & Hutch „Þar munar vitaskuld mest um framlag að- alleikaranna Ben Stiller og Owen Wilson. Báðir eru þeir hörku gamanleikarar og eru aldrei betri en þegar þeir deila myndum saman. Þeir njóta sín í botn í hlutverkum diskólöggutöffaranna Starsky og Hutch og eru svo innilega meðvitaðir um það hversu hallærislegir þeir eru að þeir fara allan hringinn og verða æðislegir. Hárgreiðslan er út úr kú, fötin alveg á mörkunum og reykspólið ætti að vera mislukkað, en þvert á móti er þetta allt saman æðislegt.“ ÞÞ Dr. Seuss, Cat in the Hat „Þetta var sorglega áberandi í Þegar Trölli stal jólunum þar sem Jim Carrey fór ham- förum í hlutverki Trölla. Þetta slapp þó fyrir horn þar og þreytandi viðbæturnar náðu ekki að draga allan kærleiks- og jólaboð- skapinn úr sögu Dr. Seuss. Ástandið er öllu verra í þessari mynd um Köttinn með hött- inn. Einföld sagan um systkinin sem leiðist heima á rigningardegi, þar til Kötturinn kemur og lífgar upp á tilveruna, er kaffærð í leiðindaþvælu um ástarævintýri einstæðr- ar móður þeirra og vandamála í vinnunni hjá henni.“ ÞÞ Passion of the Christ „Pyntingarnar, blóðsúthellingin og mann- vonskan eru teiknimyndaleg, jafnvel klám- fengin á köflum og missir myndin og frá- sögnin öll trúverðugleika fyrir vikið. Kær- leiksboðskapurinn nær hins vegar að svamla upp á yfirborð blóðbaðsins í litlum endurminningasenum þar sem við sjáum þann Krist sem ég man eftir sem barn. Það eru þessar senur sem sitja eftir hjá mér og veita smá yl. Engu að síður er þetta ótrú- lega merkileg og vel gerð mynd sem vekur upp miklar og stórar spurningar og eflaust mjög persónubundið hvernig hver og einn túlkar hana.“ KD Whale Rider „Þema myndarinnar er fjölþátta og fjallar um fjölskyldutengsl, leit að viðurkenningu, mátt þjóðsagna og áhrif nútímans á gamlar hefðir. Það ríkir mystísk stemning yfir myndinni, sem minnir mig óneitanlega á stílbragð eins okkar ástsælasta leikstjóra (vísbending: hann er með yfirvaraskegg). Whale Rider er nútímaþjóðsaga, ævintýri án tæknibrellna, manneskjuleg og uppbyggj- andi.“ KD Stuck on You „Ljósi punkturinn í þessari ládeyðu er Matt Damon og Greg Kinnear, sem leika tví- burana samvöxnu. Báðir eru þeir fantagóðir gamanleikarar og halda myndinni algjör- lega uppi. Sena þar sem þeir eru að slást hvor við annan er nokkuð góð og tókst mér að stynja upp smá hlátri. Einnig er gamli refurinn Seymour Cassel í hlutverki um- boðsmanns á elliheimili býsna eftirminni- legur. Farrelly-bræður verða hins vegar að koma með eitthvað aðeins frumlegra næst til að endurvekja áhuga minn á gaman- myndum þeirra.“ KD SMS um myndirnar í bíó 38 TAKING LIVES Angelina Jolie ruglast í ríminu þegar hún er send til Kanada til þess að koma fjöldamorðingja bak við lás og slá. Angelina rannsakar lífsstuldi Leikhópurinn „ Á senunni “ flytur kabarettverkið: Felix Bergsson & Jóhanna Vigdís Arnardóttir í Borgarleikhúsinu byggt á verkum Miðasala: 568-8000 / midasala@borgarleikhus.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - IS L 23 84 7 0 3/ 20 04 Jimmy Gator: The book says, we might be through with the past, but the past ain’t through with us. - Plagaður af samviskubiti kreistir sjónvarpsmaðurinn Jimmy Gator út kjarna myndarinnar Magnolia í einni setningu, á því sem hlýtur að vera einn versti dagur lífs hans. Þetta meistarastykki leikstjórans Paul Thomas And- erson kom út árið 1999. Bíófrasinn MAGNOLIA Breska leikkonan Kate Winslet,sem er þekktust fyrir leik sinn í Titanic, hefur verið orðuð við fjórðu Harry Potter-myndina. Hún er sögð koma til greina sem franska galdrastúlkan Fleur Delacour, sem er helsti keppinaut- ur Harry í baráttunni um Eldbik- arinn í sögunni. Það verður þó að teljast dálítið undarlegt í ljósi þess að sú stúlka á að vera 17 ára í bókinni, en Winslet er 29 ára. Aðrir vilja halda því fram að hún eigi að leika Madam Maxine, franska skólastjórann, en ekkert er staðfest í þessum efnum. Það var eiginmaður Winslet, leikstjórinn Sam Mendes, sem kom þessari sögu af stað þegar hann greindi frá því í blaðaviðtali að kona sín hefði farið á fund með framleiðendum myndarinnar. Hann sagðist einnig vonast til þess að hún tæki að sér hlutverk- ið vegna barna hennar. Eins og flestir aðdáendur galdrastráksins vita er fjórða bókin langloka og óttuðust fram- leiðendur að ómögulegt væri að gera eina mynd eftir sögunni. Það hefur þó verið ákveðið að slíta hana ekki í tvennt, heldur frekar sniðganga atriði í sögunni til þess að koma helstu atburðum fyrir í einni kvikmynd. Tökur fjórðu Potter-myndar- innar hófust í Skotlandi á mánu- dag. Leikstjóri verður Mike Newell og er myndin væntanleg í bíó á næsta ári. Þriðja myndin, Harry Potter and the Prisoner of Azkaban, verður frumsýnd hér á landi 4. júní. ■ ■ Kvikmyndir HARRY POTTER Snape verndar þau Harry, Hermione og Ron fyrir ófyrirsjáanlegri hættu. Tökur eru hafnar á fjórðu myndinni. Kate Winslet í Potter 4? STARSKY & HUTCH Gagnrýnandi Fréttablaðsins skemmti sér vel á gamanmyndinni Starsky & Hutch.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.