Fréttablaðið - 25.03.2004, Síða 48
48 25. mars 2004 FIMMTUDAGUR
TIGNARLEG
Miki Ando frá Japan skautar á tignarlegan
hátt á HM í skautadansi sem fram fer í
Þýskalandi um þessar mundir. Ando náði
öðru sæti í undankeppni mótsins með
frammistöðu sinni.
Skautar
Guðmundur Guðmundsson velur landsliðshóp:
Ungir menn fá tækifæri
HANDKNATTLEIKUR Guðmundur Guð-
mundsson, landsliðsþjálfari í hand-
knattleik, valdi í gær sextán manna
leikmannahóp sem mætir Frökkum
í tveim vináttulandsleikjum 29. og
31. mars næstkomandi.
Fjórar breytingar eru á hópn-
um sem keppti á EM í Slóveníu í
janúar. Ólafur Stefánsson er að
spila á sama tíma með Ciudad
Real, Sigfús Sigurðsson hefur átt
við meiðsli að stríða og Patrekur
Jóhannesson og Jaliesky Garcia
eru meiddir.
Í þeirra stað koma Gylfi Gylfa-
son, sem fór með til Slóveníu en
tók ekki þátt í mótinu, og þrír ung-
ir leikmenn sem margir hefðu
viljað sjá í Slóveníu. Þeir eru FH-
ingurinn Logi Geirsson, ÍR-ingur-
inn Einar Hólmgeirsson og KA-
maðurinn Arnór Atlason.
Landsliðshópurinn
Markverðir: Guðmundur
Hrafnkelsson, Reynir Þór Reynis-
son.
Aðrir leikmenn: Guðjón Valur
Sigurðsson, Gylfi Gylfason, Einar
Örn Jónsson, Róbert Sighvatsson,
Róbert Gunnarsson, Dagur Sig-
urðsson, Logi Geirsson, Snorri
Steinn Guðjónsson, Rúnar Sig-
tryggsson, Ragnar Óskarsson, Ás-
geir Örn Hallgrímsson, Gunnar
Berg Viktorsson, Arnór Atlason
og Einar Hólmgeirsson. ■
Skoðanakönnun vegna
Formúlu 1:
Schumacher
líklegastur
KAPPAKSTUR Michael Schumacher er
talinn líklegastur til að verða
heimsmeistari í Formúlu 1 í skoð-
anakönnun sem gerð var á ruv.is.
Alls kusu 57%
Schumacher en
næstur honum
kom Kimi
Räikkönen með
26,6% atkvæða.
Schumacher
hefur unnið tvö
fyrstu mót árs-
ins og Räikk-
önen hefur eng-
an veginn náð
sér á strik. Engu að síður virðist
hann enn eiga möguleika á titlinum
samkvæmt könnuninni. Juan Pablo
Montoya lenti í þriðja sæti í könn-
uninni með 7,9% atkvæða. ■
Snæfell tekur á móti Njarðvík í undanúrslitum:
Snæfellingar hafa
tvö tækifæri
KÖRFUBOLTI Þetta er þriðji leikur lið-
anna í undanúrslitunum, en Snæ-
fellingar unnu tvær fyrstu. Með
sigri tryggir Snæfell sér sæti í úr-
slitum gegn Grindavík eða Kefla-
vík.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari
KR, á von á hörkuleik í kvöld. „Ég
myndi telja að Snæfellingarnir eigi
tvö tækifæri eftir, eitt á heimavelli
og eitt á útivelli. Ég tel að þeir þurfi
að gera allt til að losna við að lenda
í oddaleik,“ segir Ingi Þór. „Að sama
skapi þurfa Njarðvíkingar að sigra
söguna því ekkert lið hefur komið
til baka og unnið seríu eftir að hafa
verið 2-0 undir. Ef maður lítur á
leikina er bara eins og Snæfellingar
trúi meira á þetta. Að vera 21 stigi
undir í Njarðvík og klára þann leik
er ótrúlegt. Það sýnir meira en
margt annað gegn svona reynslu-
miklu liði eins og Njarðvík. Ég bjóst
ekki við að þeir myndu vinna í
Njarðvík en fyrst þeir gerðu það þá
geta þeir allt,“ segir hann.
Ingi telur að Njarðvíkingar þurfi
að fá stóru mennina sína, þá Pál
Kristinsson og Friðrik Stefánsson,
til að spila betur. Þeir félagar þurfi
að láta að sér kveða þar sem Snæ-
fellingarnir hafi lokað vel á bak-
verði Njarðvíkur í fyrstu tveimur
leikjunum. Að sama skapi er stiga-
skorunin hjá Snæfelli það jöfn að
ekki sé nóg fyrir Njarðvík að ein-
blína á einhvern einn leikmann.
Þeir þurfi bara að spila sterka vörn.
Ingi hefur trú á því að Snæfell
klári rimmuna í kvöld. „Stemningin
og samhugurinn er algjörlega hjá
Snæfell. Samvinnan er frábær og
varnarleikurinn er númer eitt í
því.“ ■
Talið er að um tíu þús-und manns safnist
saman í dag í borginni
Olympia í Grikklandi til að fylgjast
með því þegar ólympíueldurinn fyr-
ir leikana í Aþenu í sumar verður
tendraður.
Ferðast verður með eldinn
næstu 78 daga vítt og breitt um
heiminn. Grikkinn Costas Gatsiou-
dis, fyrrum heimsmeistari í spjót-
kasti, verður fyrsti kyndilberinn.
Fleiri sem hlaupa með kyndilinn
verða m.a. sundkappinn Alexander
Popov, Albert Mónakóprins, og
stangarstökkvarinn fyrrverandi
Sergei Bubka.
Fyrst um sinn, eða til 4. júní,
mun ólympíueldurinn loga fyrir
utan Panathenian-leikvanginn í suð-
urhluta Grikklands þar sem fyrstu
nútímaleikarnir voru haldnir. ■
■ Tala dagsins
78
M. SCHUMACHER
Fagnar sigri sínum í
Malasíu-kappakstrin-
um um síðustu helgi. FRIÐRIK STEFÁNSSON
Friðrik Stefánsson og Páll Kristinsson þurfa að spila betur að mati Inga Þórs ef Njarðvík á
að eiga möguleika gegn Snæfelli.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M