Fréttablaðið - 25.03.2004, Page 55
Hljómsveitin Sugababes held-ur tónleika í Laugardalshöll í
apríl og hingað til hefur verið
mest um að ungar stúlkur keyptu
sér miða á tónleikana. Kynjahlut-
föllin hafa snúist við eftir helgina
og nú streyma karlmenn á öllum
aldri í verslanir Skífunnar til
þess að tryggja sér miða. Glöggir
menn telja skýringuna á þessum
skyndilega áhuga karlpeningsins
á Sugababes liggja í því að á
mánudaginn var sýnt brot úr tón-
leikum stelpnanna í Brighton í
síðustu viku. Þar létu þær forláta
rúm síga niður á sviðið og völdu
svo einn karlmann úr röðum
áhorfenda, drógu hann á svið og
upp í bólið þar sem þær létu vel
að honum. Aðfarirnar minntu
helst á fangabrögð súludans-
meyja sem skilar sér í því að ís-
lenskir karlmenn verða líklega í
fremstu röð á tónleikunum í
næsta mánuði.
Sú sorgarfregn barst umnetheima í gær að hinn skel-
eggi pistlahöfundur Ármann Jak-
obsson hefði ákveðið að hverfa
úr ritstjórn vinstri græna vefrits-
ins Múrinn.is. Ármann hefur
skrifað á Múrinn í rúm fjögur ár
og birt hátt í 600 greinar á tíma-
bilinu. Ármann hefur vitaskuld
komið víða við í öllum þessum
aragrúa pistla og fór oft á kost-
um í beinskeyttri sjónvarpsrýni
og ferskum og
ítarlegum kvik-
myndadómum
að ógleymdum
hvössum skrif-
um um stjórn-
mál og stríðs-
brölt misvit-
urra valda-
manna. Það er
því óneitanlega sjónarsviptir af
Ármanni en Múrinn er engu að
síður enn vel mannaður. Ármann
kvaddi með pistli um friðarbar-
áttu með byr í seglum og þakkaði
um leið góðum félögum í ritnefnd
og lesendum samfylgdina.
55FIMMTUDAGUR 25. mars 2004
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Lífstíðarfangelsi
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
Ahmed Yassin
1
6 7
8 9
14
16 17
15
18
2 3 4
1311
10
12
5
LÁRÉTT:
1 raula, 6 kennslutímabil, 7 borðandi, 8
tveir eins, 9 fimmtíu og sex, 10 svar, 12
kimi, 14 laug, 15 skammst., 16 suddi, 17
liðug, 18 húsdýr.
LÓÐRÉTT:
1 mett, 2 fugl, 3 ónefndur, 4 söngfugl, 5
maki, 9 heldur ekki vatni, 11 sjávargróð-
ur, 13 æsti, 14 líkamshluta, 17 tónn.
LAUSN:
Lárétt: 1söngla,6önn,7æt,8dd,9lvi,
10nei,12kró,14bað,15kl,16úr, 17
fim,18kisa.
Lóðrétt: 1södd,2önd,3nn,4lævirki,5
ati,9lek,11þari,13ólmi,14búk,17fa.
Fréttiraf fólki