Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2004, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 15.04.2004, Qupperneq 35
27FIMMTUDAGUR 15. apríl 2004 hvað?hvar?hvenær? 12 13 14 15 16 17 18 APRÍL Fimmtudagur FERÐ ÞÚ Á LEIKINN? Glaumbar býður þér út á Man Utd - Liverpool 24. apríl. SMS LEIKUR TAKTU ÞÁTT! 13.HVER VINNUR Glaumbar býður þér og vini þínum á Old Trafford að sjá Man Utd-Liverpool Sendu SMS skeytið JA SPORT á númerið 1900 og þú gætir unnið. Við sendum þér 2 spurningar. Þú svarar með því að senda SMS skeytið JA A, B eða C á númerið 1900. Þú gætir unnið ferð fyrir 2 á Man Utd-Liverpool* • Glaðning frá Adidas Fótbolta tölvuleik • Enn meira af leikjum, VHS og DVD myndum og margt fleira. *Ferðin á leikinn er dreginn 22. apríl úr öllum innsendum skeytum í beinni á SkonRokk • Ef þú vinnur ekki þá ferðu á Glaumbar þar sem boltinn er alltaf í 100% beinni Vinningar verða afhentir hjá BT Skeifunni 11. Reykjavík, Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb BT. 99 kr/skeytið www.glaumbar.is ...þá sjaldan maður lyftir sér upp 585-4100 Petter Solberg: Óánægðir ökuþórar RALL „Reglugerðarbreytingarnar eru að eyðileggja íþróttina,“ sagði Petter Solberg, heimsmeistari í ralli, við norska dagblaðið VG. „Breytingarnar eru of margar. Það var margt nýtt í Mexíkó og hér verður ný keppni með breytt- um forsendum,“ sagði Solberg en rallið í Nýja-Sjálandi, fjórða keppni heimsmeistarakeppninn- ar, hefst í dag. „Þetta hefur ekkert að gera með að breytingarnar henti mér illa,“ sagði Solberg, sem hefur ekki gengið sem best í ár. „Ég er aðeins að hugsa um að breyting- arnar séu of margar núna. Þetta getur leitt til þess að við missum yfirsýnina yfir íþróttina.“ Á Nýja-Sjálandi fer önnur leiðarskoðun fram sama dag og keppnin sjálf og leiðir það til þess að dagurinn verður mjög langur hjá keppendum, allt upp í 16 til 17 tíma. „Þetta þýðir líka að aðstoðarökumaðurinn nær ekki að skrá hjá sér bestu minnis- punkta,“ sagði Solberg, sem kvartar líka undan því að liðin megi ekki senda bíla á undan keppnisbílunum sem senda nýj- ustu upplýsingar um leiðina til keppenda. Hann segir að enginn hlusti á ökumennina frekar en í Formúlunni. Ýmsir telja að aukinn áhugi á rallinu bitni á áhuganum á For- múlunni og spurði blaðið Solberg hvort reglubreytingar væru til þess að vinna gegn þessari þróun. Hann vildi ekki taka undir það en sagði: „Áhorfstölur í sjónvarpi hafa aðeins legið upp á við að und- anförnu. Af hverju þarf að breyta því sem gengur vel?“ ■ PETTER SOLBERG Er ekki ánægður með reglubreytingar í rallinu. EDU Hefur staðið sig frábærlega með Arsenal á þessari leiktíð. Arsenalmaðurinn Edu: Í brasilíska landsliðið FÓTBOLTI Edu, miðvallarleikmaður Arsenal, hefur verið valinn í brasilíska landsliðið í fyrsta sinn en það mætir Ungverjum í vin- áttulandsleik í næstu viku. Edu lýsti því yfir að hann gæti hugsað sér að gerast breskur rík- isborgari til að geta leikið með enska landsliðinu. Aðrir nýliðar í hópnum eru Mancini, bakvörður hjá Roma, og þeir Bordon og Dede sem leika í Þýskalandi. Ronaldo var ekki valinn vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum.■ ■ ■ LEIKIR  19.15 Fram tekur á móti KA í Framhúsinu í 8 liða úrslitum Remax-deildar karla í handbolta.  19.15 FH-ingar og Valsmenn eig- ast við í Kaplakrika í 8 liða úrslit- um Remax-deildar karla í hand- bolta.  19.15 Grótta KR og ÍR mætast á Seltjarnarnesi í 8 liða úrslitum Remax-deildar karla.  19.15 Eyjamenn taka á móti Haukum í 8 liða úrslitum Remax- deildar karla. ■ ■ SJÓNVARP  18.30 Olíssport á Sýn.  19.00 Þáttur um bandarísku PGA mótaröðina í golfi á Sýn.  19.30 Sterkasti maður heims á Sýn.  20.00 Íslandsmótið í handbolta í Sjónvarpinu. Bein útsending frá síðari hálfleik leiks í átta liða úr- slitum karla.  20.00 Sterkasti maður heims á Sýn.  21.00 Evrópska PGA-mótaröðin í golfi á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. Heiðar Helguson: Meiddur á hné FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson meiddist á hné þegar Watford vann Burnley 3-2 í ensku 1. deildinni á mánudag. Talið er að lið- bönd í hné Heiðars hafi skaddast en það skýrist ekki fyrr en síðar í vik- unni hversu alvarleg meiðslin eru. Heiðar meiddist einnig á hné á æf- ingu hjá Watford um miðjan sept- ember og gat ekki leikið að nýju fyrr en í desember. Samkvæmt fréttum enskra net- miðla getur Heiðar ekki leikið með Watford gegn Rotherham á laugar- dag eða Millwall á þriðjudag og svo gæti farið að hann missi einnig af leikjunum gegn Norwich annan laugardag og West Ham og Reading í byrjun maí. Heiðar hefur skorað átta mörk í 20 deildarleikjum með Watford í vetur og má félagið varla við því að leika án hans í fallbarátt- unni sem fram undan er. ■ HEIÐAR HELGUSON Meiddist í sigurleiknum gegn Burnley á mánudag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.