Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 8
8 20. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR Ég á mér draum „Óskandi væri hins vegar að borgaryfirvöld færu að einbeita sér að raunverulegum lausnum í samræmi við veruleikann sem við blasir og tryggja þannig nauðsynlegar úrbætur og öryggi fyrir bílaumferð.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi D- lista, Morgunblaðið 19. apríl Enga finnska hjartalækna takk „Þessi finnski tannlæknir fór síðan að djöflast við að tína burt jaxlbrotin og tók síðan mynd. Hann sagði að það væri eitt brot eftir. Svo gerðist það sem mér fannst svo stórkostlega skrýtið; hann sagði tíminn er búinn.“ Halldór Gunnarsson um viðskipti sín við finnskan tannlækni, DV 19. apríl Orðrétt Atvinnuleysi minnkar milli ára: Sókn í skóla skýrir lækkun VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi minnkar lítillega milli ára. Sam- kvæmt atvinnuleysistölum Hag- stofunnar mældist atvinnuleysi á fyrsta ársfjórðungi 2004 3,1 pró- sent, en var 3,9 prósent fyrir sama tímabil í fyrra. Lækkunin skýrist ekki einungis af því að atvinnu- lausum hafi fækkað, heldur hefur fólki á vinnumarkaði fækkað um 800 manns. Í morgunkorni Íslands- banka er skýringin talin vera auk- in ásókn í nám. Íslandsbanki segir að sé litið til vaxtar landsfram- leiðslunnar bendi þessar tölur til þess að framleiðni vinnuafls aukist hratt um þessar mundir. Atvinnuþátttaka mældist 79,2 prósent af mannafla á vinnumark- aði, en var 80,1 prósent fyrir ári. Í mars fækkaði atvinnulausum milli ára úr 4 prósent í 3,5 prósent. At- vinnuleysi fer því minnkandi. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram og atvinnuleysi muni mælast 2,8 pró- sent á þessu ári, en 2,3 prósent á því næsta. ■ Ég er komin í þrot Margrét Hrannardóttir, 33 ára heyrnarskert einstæð móðir, segist komin í þrot þar sem hún fái ekki nauðsynlega aðstoð. Þrátt fyrir fötlun og erfiðar aðstæður uppfyllir hún ekki skilyrði til að fá viðbótarhúsaleigubætur. Faglegt mat ræður úthlutun segir staðgengill félagsmálastjóra. FÉLAGSMÁL „Ég er algjörlega kom- in í þrot,“ segir Margrét Dögg Hrannardóttir, 33 ára atvinnulaus og einstæð tveggja barna móðir í Reykjavík, sem hefur verið á hrakhólum í líf- inu í mörg ár. Hún hefur flutt 26 sinnum á síð- astliðnum ellefu árum, en vegna fötlunar og fjár- hagserfiðleika hefur hún ekki efni á að kaupa sér eigið hús- næði. Margrét Dögg, sem er 38% heyrnar- skert, er á margra mánaða biðlista eftir heyrnartæki, en sér enga leið færa til að kaupa tæki. Hún fær 21 þúsund krónur í húsaleigubæt- ur og hefur sótt um að fá viðbótar- húsaleigubætur, en fengið synjun þar sem hún uppfyllir ekki þar til gerð skilyrði. „Samkvæmt félagsþjónustunni þarf ég að ná tólf punktum til þess að eiga kost á viðbótarhúsaleigu- bótum. Samkvæmt reiknireglum félagsþjónustunnar næ ég bara átta punktum, þrátt fyrir að vera mjög heyrnarskert einstæð tveggja barna móðir og þar af er annað barnið mikið á eftir,“ segir Margrét Dögg. Margrét Dögg flutti til Reykja- víkur fyrir sex mánuðum, eftir að hafa búið á Hvammstanga undan- farin ár. Hún segist árangurslaust hafa reynt að fá nauðsynlega að- stoð þar, en húsnæðisskortur hafi meðal annars valdið því að hún neyddist til að færa sig um set. „Ég missi leiguhúsnæðið um mánaðamótin og hef ekki efni á að leigja mér aðra íbúð. Ég er algjör- lega strand í kerfinu og er mjög þreytt vegna álagsins sem fylgir þessu óöryggi. Ég skil ekki þetta punktakerfi. Af hverju er ekki miðað við einstaklinginn og hvert tilfelli fyrir sig,“ segir hún og bætir við. „Mér finnst kerfið fjandsamlegt einstæðum mæðr- um því það er verið að ýta undir að þær flytji frá höfuðborginni út á land. Ég er metin sem ákveðinn aumingi en samt ekki nógu mikill aumingi,“ segir Margrét Dögg. Stella Víðisdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjavík, segir farið eftir faglegu mati og viðmiði þegar reynt sé að koma til móts við þá sem búa við verstu aðstæðurnar. „Við úthlutun viðbótarhúsa- leigubóta er meðal annars tekið mið af tekjum og félagslegum að- stæðum og umsækjandi þarf að hafa átt lögheimili í Reykjavík í þrjú ár samfleytt. Ef viðkomandi unir ekki ákvörðun félagsþjónust- unnar þá er hægt að áfrýja því til félagsmálaráðs,“ segir Stella. bryndis@frettabladid.is Forstöðumaður Fangelsismálastofnunar: Valtýr skipaður FANGELSISMÁLASTOFNUN Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipaði Valtý Sigurðsson héraðsdómara sem forstjóra Fangelsismálastofn- unar frá 1. maí að telja. Valtýr hef- ur gegnt embættinu frá því Þor- steinn A. Jónsson hvarf úr starfinu 1. apríl og tók við stöðu skrifstofu- stjóra Hæstaréttar. Auk Valtýs Sigurðssonar sóttu um embættið Guðgeir Eyjólfsson, sýslu- maður á Siglufirði, Sigríður Friðjóns- dóttir, saksóknari hjá embætti ríkis- saksóknara, og Sigurður Gísli Gísla- son, yfirlögfræðingur hjá embætti Lögreglustjórans í Reykjavík. ■ INNBROT Lögreglunni í Reykja- vík var tilkynnt um fjögur inn- brot í bíla á sunnudagskvöld og aðfararnótt mánudags. Stolið var geisladiskum. Alls var til- kynnt um tuttugu og sex innbrot í Reykjavík um helgina. Mest var um innbrot í bíla en einnig var brotist inn í íbúðahúsnæði. Að sögn lögreglunnar voru nokkur tilvik þar sem innbrots- þjófarnir voru handsamaðir. SKJÁVARPA STOLIÐ Farið var inn um glugga á veitingastaðn- um Áslák í Mosfellsbæ og þaðan stolið skjávarpa. Að sögn lög- reglunnar er töluvert um það að innbrotsþjófar steli skjávörpum því þeir séu um tvöhundruð og fimmtíu þúsund króna virði og auðveldir í endursölu. BÍLVELTA Bílvelta var við Forna- hvamm í Norðurárdal í gær- morgun. Einn maður var í bíln- um og var hann fluttur á Heilsugæslustöðina í Borgar- nesi til aðhlynningar. Maðurinn var á suðurleið og telur lögregl- an að hann hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar. Mad rid Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Florida Norte 21. október í 2ja manna herbergi morgunverði, flugvallarskattar og ísl fararstjórn. 49.930kr. Netver› á mann Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna: Fjöldamorðin í Srebr- enica voru þjóðarmorð SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Áfrýjunar- deild stríðsglæpadómstóls Sam- einuðu þjóðanna í Haag hefur staðfest að fjöldamorðin í Srebr- enica í Bosníu árið 1995 hafi verið þjóðarmorð á múslimum. Bosníu-Serbinn Radislav Krstic var dæmdur í 46 ára fang- elsi fyrir aðild sína að morðum á yfir 7000 íslömskum karlmönnum og drengjum í Srebrenica en áfrýjaði dómnum á þeim forsend- um að fórnarlömbin væru ekki nógu mörg til að hægt væri að nota skilgreininguna þjóðarmorð. Áfrýjunardómstóllinn féllst ekki á þessi rök en stytti þó dóminn um ellefu ár. Herforinginn Krstic fór fyrir hersveitunum sem ræðust á Srebrenica, ásamt serbneska hershöfðingjanum Ratko Mladic sem enn gengur laus. Talið er að úrskurðurinn muni hafa áhrif á réttarhöld yfir fleiri einstaklingum sem ákærðir hafa verið fyrir stríðsglæpi í Bosníu- stríðinu, þar á meðal Slobodan Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu. Þjóðarmorð er „brot sem framið er með það að markmiði að tortíma, að hluta til eða í heild, þjóð, þjóðarbroti, kynþætti eða trú- arhópi,“ samkvæmt skilgreiningu Genfarsáttmálans frá 1948. ■ STRÍÐSGLÆPAMAÐUR Áfrýjunardeild stríðsglæpadómstóls Sam- einuðu þjóðanna í Haag hefur mildað dóm yfir Bosníu-Serbanum Radislav Krstic. ER AÐ GEFAST UPP Margrét Dögg Hrannardóttir gagnrýnir félagasmálayfirvöld fyrir að veita henni með tvö börn á framfæri sínu ekki nauðsynlega aðstoð. „Ég er metin sem aumingi en samt ekki nógu mikill aumingi,“ segir hún. „„Mér finnst kerfið fjand- samlegt ein- stæðum mæðrum því það er verið að ýta undir að þær flytji frá höfuð- borginni út á land. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FLEIRI Í SKÓLA Atvinnuleysið milli ára fer minnkandi. Hluti skýringarinnar er að færri eru á vinnu- markaði og virðist sem aukin ásókn í nám fækki þeim sem eru tiltækir á vinnumarkaði um þessar mundir. ■ Lögreglufréttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.