Fréttablaðið - 20.04.2004, Side 35

Fréttablaðið - 20.04.2004, Side 35
ÞRIÐJUDAGUR 20. apríl 2004 Þrjú frönsk herskip leggja aðbryggju við Sundahöfn í dag. Þarna er á ferðinni þyrluskipið Jóhanna af Örk ásamt freigátun- um George Leygues og Primauget. Þau dvelja hér á landi fram á sunnudag. Þyrluskipið Jóhanna af Örk er skólaskip með um það bil 150 sjó- liðsforingjaefnum innanborðs. Þeir fara víða í námi sínu um borð í skipinu, og væntanlega sjást margir þeirra á götum Reykjavík- ur meðan þeir staldra við hér á landi. „En svo er þetta herskip líka, og alltaf þegar herskip kemur til landsins þykir það sjálfsögð kurt- eisi að láta fólk vita hvað menn eru að gera,“ segir blaðafulltrúi franska sendiráðsins. Þess vegna er fólki boðið að skoða skipin frá klukkan 14 á fimmtudag, föstudag og laugar- dag. Af öryggisástæðum þarf fólk þó að skrá sig með tveggja daga fyrirvara í Franska sendiráðinu eða hjá Alliance française. Síðan er áhugasömum fjöl- skyldum boðið að taka á móti hin- um ungu sjóliðsforingjaefnum í kvöldverð eða fara með þeim í skoðunarferð um Reykjavík og nágrenni. ■ Jóhanna af Örk SKIP FULLT AF UNGUM MÖNNUM ■ Áhugasömum fjölskyldum er boðið að taka á móti ungum sjóliðsforingja- efnum í kvöldverð eða fara með þeim í skoðunarferð um Reykjavík. Frakkarnir koma flugfelag.is EGILSSTAÐA 6.100kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.100kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.100 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 21. – 27. apríl GRÍMSEYJAR 6.700 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 43 89 04 /2 00 4 VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 7.700 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og Vika bókarinnar 20.-26. apríl: Í gangi alla vikuna Bókasafn Bolungarvíkur „Léttur spurningaleikur.“ Safn- gestir fá spurningar úr íslenskum barnabókum eða um þær. Dregið verður úr réttum svörum og veitt bókaverðlaun. Bókasafn Grindavíkur Bókamerki verða afhend með öllum útlánum og vikan verður sektarlaus fyrir þá sem eru komn- ir fram yfir skiladag. Þá verður vakin athygli á ís- lenskum sakamálasögum, bæði gömlum og nýjum. Bókasafn Reykjanesbæjar Sögubrot úr íslenskum skáld- sögum verða í heitu pottunum við sundlaugar bæjarins. Einnig verður sett upp sýning á íslensk- um skáldverkum í safninu. Að lok- um fá öll tveggja ára börn í bæn- um afhenta íslenska bók að gjöf frá EDDU útgáfu en gjöfin er hluti af Lestrarmenningar verk- efni sem er í gangi í bænum. Bókaútgefendur Bókin Tuttugasti og þriðji apríl kemur út í dag í tilefni Viku bók- arinnar 2004. Bókin verður í bóka- verslunum og gefin viðskiptavin- um sem kaupa bækur fyrir 1.500 krónur eða meira þessa viku. Í ár munu einnig koma úr fjölmargar nýjar bækur bæði þýddar og ís- lenskar sem án efa verða áber- andi í bókaverslunum í Viku bók- arinnar. Bókaverslanir Margvísleg tilboð á barna- og unglingabókum og íslenskum skáldsögum í bókabúðum. Í bóka- búðum Máls og Menningar og Pennans-Eymundssonar verður glæpasögumarkaður með íslensk- um og erlendum glæpasögum. Myndskreytingar úr bókum Sig- rúnar Eldjárn verða sýndar á Laugavegi, í Austurstræti, Kringlunni og Smáralind. Einnig verða tilboð á íslenskum skáld- sögum, glæpasögum og bókum Sigrúnar Eldjárn Borgarbókasafn Reykjavíkur Íslenskar skáldsögur verða í brennidepli í öllum söfnum Borg- arbókasafns í viku bókarinnar, mismunandi áhersla milli safna. Einnig verður boðið upp á ráðgjöf um val á lesefni fyrir börn í öllum söfnunum út vikuna. Aðalsafn, Tryggvagötu 15: Hvað les ungt fólk? Unglingar velja uppáhaldsbækurnar sínar. Gestum á öllum aldri verður einnig boðið að stilla út sínum uppáhaldssögum frá bernsku- og unglingsárunum. Ársafn, Hraunbæ 119: Vakin er athygli á fjölhæfum kvenrithöf- undum sem skrifað hafa ljóð, leik- rit, barnabækur og fleira ásamt skáldsögum. Borgarbókasafnið í Gerðu- bergi: Hróður íslensku skáldsög- unnar. Höfundum íslenskra skáld- sagna sem hlotið hafa margvísleg- ar viðurkenningar í gegnum tíð- ina er sérstakur sómi sýndur þessa vikuna. Foldasafn í Grafarvogskirkju: Skáldsögur höfunda sem fæddir eru fyrir lýðveldisstofnun. Út- stillingar á bókum ásamt kynning- um á völdum höfundum. Boðið er upp á „blint útlán“ á skáldsögum höfunda þessarar kynslóðar. Kringlusafn: Svipast um í hverfinu. Fuglaverkefni frá leik- skólanum Hamraborg verður til sýnis og börn þaðan koma í heim- sókn miðvikudaginn 21. apríl kl. 10 og skemmta gestum með fugla- söngvum. Farfuglar í formi bóka verða til sýnis, þ.e. brot af þýdd- um skáldsögum tveggja rithöf- unda úr hverfinu, þeirra Einars Kárasonar og Vigdísar Grímsdótt- ur. Sólheimasafn, Sólheimum 27: Sjónum er beint að íslenskum skáldsögum sem hafa verið kvik- myndaðar. Einnig gefst gestum kostur á að velja þá íslensku skáldsögu sem þeir vildu helst sjá kvikmyndaða. Menningarmiðstöðin Gerðubergi Glæpaverk: skyggnst inn í glæpaveröld Arnaldar Indriða- sonar á sýningu í samstarfi við Lögregluna í Reykjavík. Sýningin stendur frá 17. apríl til 9. maí 2004 Heiti potturinn Allir pottverjar á sundstöðum borgarinnar geta lesið ljóð Þórar- ins Eldjárn úr Óðhalaringlu í boði Eddu útgáfu. Lóðið Afhent í Viku bókarinnar Félag starfsfólks bókaverslana veitir verðlaunin Lóð á vogarskál íslenskra bókmennta 2003. Þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru afhend. Sigurskáldið, ljóðakeppni Eddu og Fréttablaðsins. Yfir 150 ljóð bárust í þessa vin- sælu keppni sem mun verða áber- andi á síðum Fréttablaðsins í Viku bókarinnar og ljúka með útnefn- ingu sigurvegarans á degi bókar- innar 23. apríl. JÓHANNA AF ÖRK Franska þyrluskipið Jeanne d’Arc leggur að bryggju í Sundahöfn í dag ásamt tveimur frönskum freigátum. Fólk getur farið um borð að skoða – en þarf samt að skrá sig fyrst.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.